Herðatré x 10

Guðmunda systir átti afmæli 31. janúar og gaf ég henni 10 hekluð herðatré í tilefni dagsins.
Öll herðatrén voru í mismunandi lit og öll voru þau úr glimmer garni.

Dökkbleika, fjólubláa og gráa garnið er Kartopu glimmer garn sem ég keypti í A4 eða Fjarðarkaup.
Restin er glimmer garn sem ég fékk hjá ömmu.
Notaði hekunál nr. 5,5.
Góðar leiðbeiningar að hekluðum herðatrjám fann ég á þessu bloggi.

Sem betur fer hafði ég heklað þau fyrir jól því ég hefði aldrei getað heklað þau núna því ég er svo slæm af þessu óléttu-carpal-tunnel-óþverra. Heklaði einn smekk í seinustu viku og var að deyja í hendinni eftir það.


Get ekki lýst því fyrir ykkur hvað ég sakna þess að hekla. Get ekki beðið eftir að batna.
Verð sett af stað núna á fimmtudaginn, eða 9. febrúar, þannig að ég þarf ekki að bíða mikið lengur c“,)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur