Hitt og þetta

Um þessar mundir er ég að vinna að verkefni sem verður ótrúlega spennandi að sjá útkomuna á. Ég er í hóp af handavinnufólki sem ætlar að graffa heilan strætó. Það er öllum velkomið að vera með í þessum hópi okkar – svo ef þú hefur áhuga smelltu þá hér og vertu memm.

Í stað þess að hekla e-ð nýtt þá fór ég ofan í kassa og fann dúllur úr hálfkláruðum verkum sem hafa legið þar í ár eða lengur. Að svo stöddu er ég komin með fjórar sessur og eitt bak – sem sé á strætósæti.

Ég fann 28 þríhyrninga sem ég ætla að gera lengju úr.


Og 22 jólahjörtu sem fara líka í lengju. Ég er að kenna Jóhönnu systur minni að hekla.
Aþena dóttir hennar hjálpaði mömmu sinni samviskusamlega
að athuga hvort það væru nokkuð flækjur í garninu.


„Get ekki betur séð en að garnið sé í lagi“


Afrakstur æfingarinnar var þessi stórglæislegi hálsklútur c“,)


Nú er systir mín byrjuð á alvöru verkefni
og stefnir á að klára eitt stykki Hexagon peysu úr Þóru heklbók.


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur