Hvatvís garn kaup

Ég gat ekki sofnað eina nóttina og fór því í tölvuna. Af e-m ástæðum endaði ég inná vefverslun – Yarnstickshop –  sem selur ótrúlega fallegt heklugarn að nafni Cléa og Clara. Ég var uppnumin af litagleðinni og keypti mér 8 dokkur af garni.

Garnið var svo sem ekki dýrt 2,10 pund. En þegar sendingakostnaður og tollur var búið að bætast á kostaði dokkan ca. 830 kr. 

Mér brá samt smá þegar ég fékk pakkann. Hann var svo lítill. Dokkurnar reyndust nefninlega vera aaaaðeins minni en ég hélt. Hver dokkar er ekki nema 125 metrar. En dokkurnar sem ég kaupi hérna heima á hinum ýmsu stöðum kosta um 1000 kr. og eru ca. 300 metrar. Þannig að þetta var ekki alveg að borga sig.

En litirnir eru svo fallegir að þetta var algerlega þess virði!


cobalt blue – light moss greenold gold – medium sea greenemerald green – pale turquoiseviolet – sunset orange
Og þá er bara að byrja að hekla!

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur