Jólagjöf til þín

**** Frábær þátttaka og allir sem kvittuðu fyrir kl. 16 í dag fá uppskrift senda í kvöld **** 

Tíminn flýgur og jólin eru að koma, þegar ég hef skemmtileg verkefni á prjónunum þá gleymi ég tímanum alveg og hann bara líður hratt áfram.

jolabjollur ekg2

Þessi 35 ljósa sería hangir hjá Elínu enda hún handóð og helkar út í eitt <3

Um helgina fór ég í Húsasmiðjuna og fann loksins ljósaseríu sem er lengja ekki hringur svo loksins gat ég komið prjónuðu og hekluðu bjöllunum mínum fallega fyrir 🙂

jólabjollur GMG

Serían mín komin í gluggann

Eins og margir vita þá gefa þessar bjöllur fallega birtu frá sér og það er svo notalegt að hafa þær hangandi í glugganum. Svo af því að það eru að koma jól langar mig að leyfa sem flestum að njóta þess að hafa prjónaðar bjöllur á sinni ljósaseríu og ætla nú að gefa ykkur uppskrift af tveimur þeirra 🙂

jolabjollur GMG3

Heklaðar og prjónaðar bjöllur saman á seríu

jolabjollur ekg

Hekluðu bjöllurnar hennar Elínar

Ég er mjög litaglöð kona og þess vegna þykir mér marglit sería afskaplega falleg með bjöllum á en þar sem ég ætla að hafa mína uppi í allan vetur hafði ég glæra seríu

hekluð sería frá EKG

Langar þig í bjölluuppskrift af tveimur prjónuðum bjöllum?  Mér þykir afskaplega gaman að gleðja aðra svo það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á póstlistann okkar með því að skilja eftir netfang þitt hér fyrir neðan eða á Facebook síðunni okkar frá kl. 14-16 í dag 17. desember  (það kemur fram kl. hvað þú skilur eftir netfangið svo ég mun fara eftir því).  Ég mun senda ykkur uppskriftina í tölvupósti.

**** Athugið að þessi gjöf er eingöngu í gangi frá kl. 14-16 í dag ****

Jólakveðja
Guðrún María

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur