Lævirkinn

Að hekla teppi er alltaf uppáhalds hjá mér. Nýjasta teppið mitt er Lævirkinn sem ég heklaði handa litlum manni sem kom í heiminn 29. nóvember.

Ég notaði Kambgarn og heklunál nr. 3,75. Kærastinn valdi litasamsetninguna. Ég er víst of crazy í litavali fyrir suma. Ég er mjög ánægð með litavalið hjá honum og finnst teppið ótrúlega fallegt þótt ég segi sjálf frá.


Þar sem mér finnst skemmtilegt að íslenska hluti þá kýs ég að kalla teppið Lævirkjann og aðferðina Lævirkjahekl. Þetta hekl kallast á ensku Larksfoot og Lark er fuglinn Lævirki.


Heklið er mjög skemmtilegt og tilvalið fyrir byrjendur. Hægt er að finna uppskriftina á ensku út um allt á netinu út frá Google. En ég er einnig búin að skrifa uppskriftina upp á íslensku og er hægt að kaupa hana ef áhugi er fyrir því.

Hér er svo litli herramaðurinn Ásbjörn Askur með teppið sitt á leiðinni út í kuldann.

Skildu eftir svar