Spor – Opinn stuðull (ost)

Opnir stuðlar eru oftar en ekki notaðir þegar gerðar eru úrtökur í hekli. Þegar tveir opnir stuðlar (2 OST) eru heklaðir saman er verið að fækka tveim lykkjum í eina, þegar þrír opnir stuðlar (3 OST) eru heklaðir saman er verið að fækka þrem lykkjum í eina osfrv. Opnir stuðlar eru samt sem áður ekki eingöngu notaðir í úrtökur.

Sláið bandinu upp á nálina, stingið nálinni í lykkjuna og sækið bandið, þá eru 3 lykkjur á nálinni, sláið bandinu upp á og dragið í gegnum 2 lykkjur. Stoppið þar. Ef um venjulegan stuðul væri að ræða væri bandinu slegið upp á aftur og dregið í gegnum lykkjurnar 2 sem eru á nálinni. En vegna þess að það er verið að gera úrtöku þá stoppum við hér. Þaðan er nafnið á þessu spori komið, stuðlinum er ekki lokað og því er hann opinn.

dc2tog1

Nú er bandinu slegið upp á nálina, en í stað þess að draga í gegnum lykkjurnar tvær er nálinni stungið í næstu lykkju og bandið sótt, þá eru 4 lykkjur á nálinni, bandinu er slegið upp á og dregið í gegnum fyrstu tvær lykkjurnar, bandinu slegið upp á nálina og dregið í gegnum allar 3 lykkjurnar sem eftir eru á nálinni.

dc2tog2 dc2tog3

 

Þá er búið að hekla tvo stuðla saman og fækka um eina lykkju. Sniðugt ekki satt 🙂

Mynd segir meira en 1000 orð og myndband enn meira.

 

 

Myndir teknar af síðunni For Dummies.

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur