Leikskólapeysur fyrir sumarið á ömmugullin

Ég hef alla tíð prjónað mikið og þegar börnin mín 5 voru lítil fengu þau alltaf nýja peysu um haustið og síðan um vorið eða vetrar- og sumarpeysur. Þá prjónaði ég alltaf vetrarpeysur úr ullargarni og sumarpeysur úr bómullargarni.

Nú á ég þrjú ömmugull á leikskóla og auðvitað passa ég að prjóna handa þeim allt sem þau þurfa þar að hafa. Vetrarpeysurnar fyrir síðasta vetur voru allar eins á þau en þau völdu aðallitinn og amma munsturliti.

Tíminn líður svo hratt svo fljótlega eftir áramót fer ég að velta fyrir mér hvernig peysur eigi að prjóna á þau fyrir sumarið. Ég ákvað að hafa þær ekki eins í þetta sinn. Þau eiga öll sína uppáhaldsliti, Maía Sigrún sem er 3ja ára sér ekkert nema bleikt og aftur bleikt. Aþena sem er 5 ára er farin að færa sig í fjólublátt en Móri sem er 5 ára er hrifinn af grænum, bláum og fjólubláum litum. Þau nefna stundum appelsínugulann en ég held að það sé meira til að gleðja ömmu sína þar sem þau vita að það er einn af mínum uppáhaldslitum 🙂

Ég ákvað að prjóna peysurnar þeirra úr Drops Cotton Merino sem er blanda af bómull og ull. Yndislegt garn að vinna með og flíkurnar halda sér svo vel.

Maía fékk peysuna Bróðir minn Ljónshjarta úr bókinni Leikskólaföt.

Maía fór í peysunni í einn dag á leikskólann og þá hvarf hún 🙁

Ég veit að foreldrar hennar leita nú logandi ljósi að peysunni fallegu. Vonandi kemur hún í leitirnar aftur svo Maía skarti fallegri peysu í sumar.

—–

Aþena fékk peysuna Bølgegang úr prjónablaðinu Børnestrik på pinde 3½ – 4. Uppskriftin er fyrir opna peysu en með smá fixi gerði ég hana heila.

 

 

—–

Móri fékk peysuna Twisted Tree Pullover en uppskriftina fann ég  á Ravelry.com

 

Það var mikið fjör við myndatöku í þessu tilfelli og Móri að’ reyna að kenna stelpunum Ninja takta.