Maí uppgjör

Ég prjóna á hverjum degi en það rennur mishratt af prjónunum hjá mér. Ég datt í sokkaprjón í maí enda alsæl með uppgötvun mína á 20 og 30 cm prjónum. Þvílík snilld og sokkaprjónar að verða algjör undantekning 🙂

Þetta er hann Móri minn, 2 1/2 árs gutti. Hann var ekki sáttur við það um daginn að amma prjónaði eins peysur á systur hans og frænku. Svo hann varð nú heldur betur glaður þegar hann fékk þessa fallegu apahúfu og alveg eins handa Maíu og Aþenu.

Móri merktur

Þessi húfa var lengi búin að vera á verkefnalistanum hjá mér og þar sem ég gat ekki ákveðið hver ætti að fá svona húfu prjónaði ég á þau öll þrjú gullin mín litlu.

Apahúfur merkt6

Apahúfur merkt4

Stærri húfurnar prjónaði ég úr Mayflower Easy Care frá versluninni Rósa Amma en litla húfan er prjónuð úr Dale Baby Garn frá A4. Uppskriftin heitir Monkey Hat frá Mary Ann Stephens sem ég keypti á Ravelry.

Vettlingar maí mánaðar voru auðveldir að prjóna. Ég valdi mér þessa vettlinga sem ég sá á Ravelry og má nálgast uppskriftina frítt, hún heitir Mittens with Leaves og er á ensku. Ég notaði Kambgarn og prjóna nr. 3,5

Maívettlingar merkt

 

Kjóllin Clara dress var loksins prjónaður. Ég notaði Drops Alpacka Silk, gott að prjóna úr þessu garni en ég er ekki viss ennþá hvort ég láti Maíu fá þennan kjól eða prjóni annan og stækki uppskriftina. Mig langaði að gefa henni þennan kjól fyrir 1 árs afmælið og þess smellpassar á hana núna 7 mánaða gamla. Svo hver fær kjólinn er ekki ennþá ákveðið, en fallegur er þessi kjóll.

Clara dress Maía

Sokkar

Prjónaði nokkur sokkapör og datt í sokkabók sem ég keypti mér í apríl sem heitir: Sokker. Strikking hele året eftir Bitta Mikkelborg og er hún á norsku.

Røff og tøff prjónaði ég handa Móra á prjóna nr 3 úr Dale Baby Garn. Fínir sokkar fyrir næsta vetur.

Mórasokkar merkt

 

Öklasokkarnir Søte frøken sommer urðu næst fyrir valinu. Munstrið á ristinni nýtur sín ekki nógu vel með þessu garni en þetta eru þægilegir sokkar að smella á fæturnar þegar kalt er. Garn: sokkagarn frá Lane Cervinia, prjónar nr 3

Ökklasokkar merkt

 

Leikskólasokkar á Aþenu mína eru tilbúnir fyrir veturinn en fyrri sokkana Eyrarbakki úr prjónabókinn Hlýir fætur voru prjónaðir á prjóna nr 2,5 úr Regia sokkagarni. Seinna parið Vilje eru prjónaðir á prjóna nr 3  úr sokkagarni frá Lane Cervinia. 

Aþenusokkar2 merkt

 Eyrarbakki

Aþenusokkar merkt

Vilje

 

Ætlunin er að prjóna eins sokka á Móra og Maíu en ég er bara búin með hennar sokka. Eitthvað annað greip mig svo Móra sokkar verða prjónaðir seinna í sumar. Sokkarnir heita Espen Askepott og eru prjónaðir á prjóna nr 3 úr sokkagarni frá Lane Cervinia. Ekki beint stelpulegir sokkar en prjónaðir fyrir Móra svo þau systkinin geti verið eins í vetur 🙂

Maíusokkar merkt

 

Að lokum datt í í þessa hnésokka. Ég elska þennan eiturgræna lit og veit ekkert hver fær sokkana en langaði bara að prjóna þá. Sá þetta skrautmunstur einhvers staðar og ákvað að prófa það á sokka og hafði þá einfalda að öðru leiti. En eins og stundum gerist með mig þá eru nokkur verkefni í gangi þannig að ég hef bara prjónað annan sokkinn. Hinn kemur síðar í sumar 🙂 Prjónaðir á prjóna nr 3 úr sokkagarni frá Lane Cervinia

grænu hnésokkarnir merkt

grænu hnésokkarnir nærmynd merkt

 Nærmynd af munstrinu

Læt þetta duga í bili, prjónaði eina húfu úr tvöföldu prjóni líka í maí en á eftir að mynda hana 🙂

Prjónakveðja út í sumarið til allra

– Guðrún María

Skildu eftir svar