Marius peysan góða – frí uppskrift

Marius grafa merkt

Eftir síðasta blogg mitt hafa peysurnar handa Móra og Aþenu fengið gífurlega athygli og margir falast eftir uppskrift af þeim.

Marius Hello Kitty merkt

Marius er höfundarréttarvarin svo ekki get ég orðið við óskum um uppskriftina en hún er eins og áður sagði frá árinu 1954 og því til í mörgum prjónablöðum.  Ég setti aftur á móti inn PDF-skjal með nokkrum hugmyndum að útfærslu peysunnar.

Á vafri mínu á netinu sá ég að Sandness er að gefa uppskrift að barnapeysunni með traktór en ekkert mál er að skipta út því munstri og breyta til.

Hérna er mynd af peysunni í uppskriftinni fengin að láni frá annarri heimasíðu þar sem peysan sést ekki nógu vel á pdf skjalinu hjá þeim.

Marius flottir litir

 

Marius flottir litir2

Bara varð að deila þessu með ykkur 🙂

Frí uppskrift frá Sandnesgarn

PDF skjal með hugmyndum að breytingu

Eigið góða helgi, prjónakveðja

– Guðrún María

Skildu eftir svar