Hér eru myndir af nokkrum barnaskóm sem hún hefur gert en hún er einnig með fullorðins skó á blogginu sínu. Hún selur uppskriftirnar af skónum, held að það sé í kringum 3$ uppskriftin. En skórnir hennar eru það flottir að ef mar er á annað borð að fara að gera skó handa sér eða sínum þá er það alveg þess virði – enda eigulegar uppskriftir hér á ferð.

1. Polka Dot Baby Mary Janes, 2. 022, 3. Knit-look Baby Boots, 4. Ruffle Baby booties, 5. Choco Baby Blanket and Booties, 6. Pastel Green Baby Slippers, 7. Striped Baby Sandals, 8. Two colour Baby Slippers, 9. Old Fashioned Baby booties, 10. Flower Mary Janes, 11. Holiday Boots, 12. Baby Ankle Boots, 13. Sorrento Slippers, 14. Two Button Moccasins, 15. Little Cable Booties
Spurning hvað ég verð lengi með þetta, ég er soldið þannig að ef ég verð veik fyrir verkefni þá hnjaska ég mér algerlega út. Ætla að reyna að taka mynd af teppinu á hverjum degi, halda eins konar dagbók um hvað ég er lengi að þessu. Í gær afrekaði ég heilar 20 umferðir, en það var auðvitað sunnudagur og þá er oftar en ekki heklað meira en á virkum dögum.
Annars er tölvuleysi að plaga mig þessa dagana svo ég veit ekki hve aktíf ég verð í að setja inn myndir hérna. Kemur allt í ljós.