Myndaveggur

Fyrir nokkrum árum síðan langaði mig til að hengja upp myndir heima hjá mér. Ég átti hins vegar ekki mikið af peningum og gat ekki keypt ramma. Fyrir utan það þá voru þetta myndir sem voru ekki endilega vanalegar settar í ramma en mér þótti vænt um. Þá fékk ég þá hugmynd að líma myndirnar bara upp á vegg. Og úr varð myndaveggurinn minn. 
Síðan þá hef ég flutt nokkrum sinnum
og alltaf sett upp myndavegginn minn aftur. 
Í dag fór ég svo í það að skella honum upp
á nýja heimilinu. 

Þegar ég var búin að hengja allar myndirnar upp
þá sá ég að myndirnar mynduðu eins konar hjarta.
Mér fannst það nokkuð flott og með því að færa nokkrar myndir til
þá varð þetta að hjarta.
Á miðjum myndaveggnum er svo tréplatti
sem hann Mikael minn bjó til í skólanum.
Á honum stendur ‘Heima er best’
og finnst mér hann passa fullkomnlega þarna með.
Við systur gerðumst svo frægar í dag
að vera á forsíðu Morgunblaðsins í dag.
Ekki laust við að mar sé smá montin af sér.
Annars er skólinn byrjaður.
Á morgun er ég að fara í fyrsta almennilega handavinnutímann minn
og fá að vita hvert fyrsta verkefnið mitt verður.
Er ekkert smá spennt!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur