Námskeið? Kannski. Måske. Maybe.

Ég hef verið að velta því fyrir mér í kollinum hvort það sé áhugi fyrir því að komast á hekl námskeið. Og ef svo er – hvort ég eigi að spreyta mig á því að halda námskeið í hekli.

Ástæðurnar fyrir því að mig langar að gera þetta eru ýmsar og meðal annars:

  • Ég auðvitað elska hekl og verð alltaf jafn hamingjusöm þegar ég sé að fleiri íslenskar konur eru farnar að hekla og deila myndunum sínum á netinu.
  • Ég þekki örfáa heklara sjálf og því væri frekar ozom að hitta fleiri sem deila ástríðunni með mér. Ein vinkona mín kom því svo vel að orði að hún sónaði út þegar ég byrjaði að tala um hekl, alveg eins og þegar kærastinn hennar byrjar að tala um fótbolta.
  • Neyðin kennir naktri konu að hekla. Til að vera algerlega hreinskilin þá vantar mig líka aukatekjur inn á heimilið.

Anywho. Til að gera langa ræðu styttri. Ef þið hafið áhuga eða hugmyndir þá myndi ég vera ótrúlega glöð ef þið gætuð viðrað þær við mig. Annað hvort hér í kommentunum eða sent mér tölvupóst á handodi.heklarinn@gmail.com

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur