Tvöfalt prjón 9. mars A4 Skeifunni 17

Komdu og lærðu frábæra prjónatækni og skapaðu fallegar og hlýjar flíkur. Skráning fer fram í tölvupósti til Guðrúnar, gudrun@handverkskunst.is, í síma 861-6655 eða með því að fylla út formið hér neðst á síðunni.

Traktór saman minnkud

Þetta námskeið er ætlað byrjendum í þessari prjónatækni.

Á námskeiðinu prjónum við prufu og þú lærir:

  • prjónatæknina
  • fitja upp með einum og tveimur þráðum
  • fella af með einum og tveimur þráðum
  • útaukningu
  • úrtöku

Ertu byrjuð/byrjaður á stykki úr bókinni Tvöfalt prjón – flott báðum megin og eitthvað sem þú stoppar á?. Komdu þá með stykkið með þér og ég hjálpa þér áfram.

Námskeiðið er haldið mánudaginn 9.mars kl. 18:30-21
í versluninni A4, Skeifunni 17, Reykjavík, verð: kr. 5.000.

Bókin Tvöfalt prjón – flott báðum megin verður á tilboði í versluninni þetta kvöld.

Garn kaupist á staðnum og þú kemur með prjóna nr. 3-3,5 (sokkaprjóna eða hringprjón)

Þetta námskeið er ætlað fyrir þá sem hafa grunnþekkingu á prjóni. Örvhentir sem og rétthentir velkomnir.

Verð kr. 5.000

Fugl saman merkt

Fylltu út formið hér að neðan til að skrá þig eða sendu línu á Guðrúnu á netfangið: gudrun@handverkskunst.is eða í síma: 861-6655,

Lágmarksfjöldi þátttakenda: 4, greiða þarf námskeiðsgjald við skráningu kr. 5.000.

**Athugið að mörg stéttarfélög styrkja félaga sína á námskeið**

Hreindýr saman minnkud

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur