Norskur barnakjóll – frí uppskrift

Clara dress á norska blogginu mynd1

Þegar Maía Sigrún fæddist var ég alveg ákveðin í að nú skyldi ég prjóna fallega kjólinn Clara fyrir eins árs afmælið hennar. Eftir mikið brölt á netinu fann ég loksins leið til að kaupa hann í gegnum netverslun í Bandaríkjunum. Ég varð hins vegar að kaupa garn með til að fá uppskriftina. Þegar garnið kom langaði mig ekki að prjóna kjólinn úr því svo ég ákvað að prjóna úr Drops Baby Alpaca Silk. Kjóllinn reyndist hins vega smellpassa á hana 7 mánaða gamla svo ekki varð þetta afmæliskjólinn hennar.  Þessi fallegi kjóll bíður inni í skáp hjá mér eftir nýjum eiganda og Maía fékk annan afmæliskjól fyrir fyrsta afmælisdaginn sinn 🙂

Clara dress Maía minnkud merkt

Ég fylgist með prjónasíðum á Facebook og þar sá ég stundum umræðu um hvar uppskrift af þessum fallega kjól fengist. Eitt sinn kom fram ábending á norska síðu þar sem uppskrift af honum var birt frítt. Ég hafði samband við Tone sem heldur úti blogginu misemors-hobbyrom.blogspot.no og fékk leyfi hjá henni til þess að þýða kjólinn yfir á íslensku.

aþenu kjoll saman minnkadur

Kjólarnir saman og eins og þið sjáið þá er lítill munur á uppskriftum

Þegar ég las yfir uppskriftina sá ég í raun mjög litla breytingu á uppskriftinni sem ég hafði keypt frá þessari upprunalegu. Uppskriftin er eins að öllu leiti nema úrtaka í hálsmáli er aðeins öðruvísi. Kjóllinn er gefinn upp í stærðum 6-9 mánaða og 1½ árs. Mig langaði ennþá að prjóna kjólinn á Maíu og Aþenu svo ég ákvað að stækka hann upp í stærðir 2 og 4 ára.

Ég valdi mér garnið Sera frá Filatura Di Crosa í kjólana þeirra, fallegt garn með smá glitri í sem hæfir prinsessunum mínum. Garnið keypti ég hjá Bjarkarhól en einnig er hægt að versla það á www.garn.is. Kjólinn hennar Maíu er prjónaður alveg eftir norsku uppskriftinni, á prjóna nr. 4. Ég stækkaði hann ekki að öðru leiti en því að ég síkkaði pilsið á kjólnum og passar hann fyrir 2 ára.

aþenu kjoll minnkadur

Aþenu kjóll er prjónaður eftir uppskriftinni Clara dress á prjóna nr. 4. Ég jók lykkjufjöldann hjá henni og hækkaði berustykki aðeins svo hann smellpassar á 3-4 ára.

aþenu kjoll saman1 minnkadur

Kjólarnir eru gullfallegir, stelpurnar glæsilegar í þeim og amma sátt þar sem nú hefur hún prjónað hinn margumtalaða kjól á þær. Hvort sem við köllum hann Clara dress eða norskur barnakjóll skiptir ekki máli þeir eru 97% eins 🙂

Kjólinn í stærðum 6-9 mánaða og  1½ árs prufuprjónaði Bergey vinkona mín og notaði garnið Dale Baby Ull  á prjóna nr 2,5. Já Bergey gerði prjónfestuprufu og þá kom í ljós að hún þurfti að nota minni prjona en uppskriftin segir til um.  Endilega gerið prjónfestuprufu áður en lagt er af stað í svona fallegan kjól 🙂

Linda Bergey

Dale Baby Ull klikkar ekki og er kjólinn mjög fallegur eins og sjá má á fallegu Lindu Bergey.

 

Norskur barnakjóll, uppskrift – .pdf

Prjónakveðja
– Guðrún María

Skildu eftir svar