Nýjasta teppið

Ég hef verið svo lélegur bloggari upp á síðkastið að ég skammast mín næstum fyrir það. Núna er ég loks búin í prófum og komin í frekar langt jólafrí svo ég ætti að geta bloggað meira. Í það minnsta heklað meira.
Ég náði þó að klára teppið sem ég hef verið að dunda mér við. Ég var samt ekkert svo lengi að þessu, bara um 6 vikur eða svo. Útkoman er frábær þótt ég segi sjálf frá. Ég er ekkert smá ánægð með teppið, get ekki annað en brosað þegar ég horfi á það.
  • Ferningurinn heitir Yarn Clouds Square og er uppskriftin fríkeypis á Ravelry.
  • Ég notaði heklunál nr. 3,5 og Baby Ull garn frá Dale.
  • Í teppið fóru alls 14 dokkur.
    – 1x gul
    – 2x appelsínugular
    – 3x ljósari Bláar
    – 4x dekkri Bláar
    – 4x ljós Beige
    Sem gerir þetta að dýrasta teppi sem ég hef gert.
  • Í teppinu eru 50 ferningar.
  • Teppið er 60×120 cm og ætti því að smellpassa í rimlarúm.


Ég ákvað að sauma ferningana saman. Það tekur mikið lengri tíma en að hekla það saman en mér finnst það bara koma svo fallega út.


Utan um teppið heklaði ég tvær umferðir af fastapinnum með ljósari bláum og gerði síðan hnúta kannt með dekkri bláum.



Ferningarnir séð á réttunni og röngunni.


Og svo ein af henni Guðmundu minni með teppinu. Hún er eins og ég hef sagt áður aldrei langt undan þegar það kemur að hekli.
Verð að taka myndir af teppinu í rimlarúminu þegar það er komið upp. Og svo auðvitað með litla þegar hann er kominn í heiminn.

Skildu eftir svar