Prjónar þú lopapeysu?

Þó svo að ég hafi prjónað frá unga aldri hefur lopinn aldrei verið vinsæll á prjónunum hjá mér og skildi ég ekki hvað allir voru að prjóna þessar lopapeysur. Ég heillaðist ekki af peysunum fyrir mig persónulega en ólst upp við það að mamma og fleiri húsmæður í blokkinni prjónuðu og prjónuðu heilu peysurnar á dag og tóku síðan strætó í Rammagerðina og fengu greitt fyrir. Í þá daga var vinnan ekki mikilsmetin frekar en hún er í dag, eftir því sem ég hef heyrt (þetta er bara mín skoðun).

Fyrsta lopastykkið sem ég prjónaði var kjóll á elstu dóttur mína, fannst kjóllinn svo fallegur en barnið svitnaði þessi ósköp í kjólnum og klæjaði svo þar við sat, ekki meiri lopi keyptur fyrir mína prjóna í mörg ár.

Elín 1984

Elín Kristín árið 1984 í lopakjólnum góða.

Viðhorf mitt breyttist samt snögglega þegar ég sá fyrst lopapeysur hannaðar af Guðbjörgu í Prjónakistunni minnir að það hafi verið árið 2010.

litlar lopapeysur

Birta – smábarnapeysur (hönnun Guðbjörg Dóra)

Þær voru svo fallegar að mig langaði bara að prjóna þær til að prjóna þær. Takk Guðbjörg Dóra fyrir að hanna og selja svona fallegar uppskriftir af lopapeysum.

Lopapeya

Þoka, prjónuð lokuð en uppskriftin er fyrir opna peysu. (hönnun Guðbjörg Dóra)

20121108_143007

Þoka með rennilás, annar litur sem eigandi valdi sér, (hönnun Guðbjörg Dóra)

il_570xN.190993146

Hret, herrapeysa (hönnun Guðbjörg Dóra)

Það reyndist bara gaman að prjóna úr plötulopa og einbandi nú eða léttlopa svo ég endaði á að prjóna á dætur mínar, frænkur og frændur.

20120830_130458

Saga, þetta munstur er í miklu uppáhaldi hjá mér og hef ég prjónað hana einnig opna með hettu (hönnun Guðbjörg Dóra)

lopapeysa

Hrím, fyrsta lopapeysan sem ég prjónaði eftir Guðbjörgu Dóru

Sumir alsælir með sínar peysur en einn lítill frændi minn fann strax að peysan stakk svo í dag prjóna ég helst hálsmálið úr kambgarni fyrir þau litlu og er það mun betra.

khh lopapeysaPeysan Verur úr Lopa 29. Þessi hefur verið pöntuð nokkuð í herrastærðum svo munstrið er að falla vel í karlmenn

Jon lopapeysa

Peysan Jón úr Lopa 31 prjónuð á frænda minn sem valdi litina í hana

100_2443

100_2444

Stína í nýrri peysu, prjónuð úr tvöföldum lopa. Munstur frá Ístex úr gömlum einblöðungi

100_2433

Peysa á Micha frænda, sama munstur aðrir litir

20130710_140525

Þessi er prufupeysa þar sem ég setti kambgarn í hálsmálið, mun þægilegra og stingur ekki

dora lopapeysa

Þessi Dóru peysa bíður eftir eiganda, langaði svo að prjóna hana. Uppskrift frá Prjónafjör

Peya á Angelu

Að lokum ein sem hefur verið afskaplega vinsæl í Færeyjum. Prjónaði þessa á frænkur mínar í Færeyjum og Danmörku úr léttlopa.

Maður lærir svo lengi sem maður lifir og lopinn er afskaplega vinsæll á Íslandi og útlendingar mjög hrifnir af peysunum okkar. Ég er ánægð með að hafa byrjað að prjóna úr lopa eftir fyrstu reynslu mína af kjólnum góða (árið 1984). Ég nota í dag mest Kambgarn en í hverju Lopablaði sem kemur út sé ég einhverja flík sem mig langar að prjóna svo hver veit, einn daginn verð ég kannski prjónandi úr lopa eins og enginn sé morgundagurinn 🙂

Með lopakveðju – Guðrún María

Skildu eftir svar