Prjónauppgjör júlí-september

Einhverra hluta vegna dró ég það að blogga um prjónaskapinn í sumar en ég tók nú ekki pásu. Ég prjóna hvern einasta dag ársins eitthvað smávegis alla vega. Mér þykir gott að halda utan um það sem ég prjóna hér svo nú kemur listi með smá upplýsingum við hverja mynd. Man ekki alveg í hvaða röð hlutirnir voru prjónaðar en svona nokkurn veginn 🙂

Í júlí fórum við mamma til Færeyja í heimsókn til ættingja og vina. Þar prjónaði ég loksins mitt fyrsta færeyska sjal.

Færeyskt sjal 
Garn: Navia Uno
Prjónar nr 5,5

Færeyskt sjal1 merkt minnkuð

Þegar ég hafði prjónað þetta sjal var ekki aftur snúið og ég teiknaði upp tvö sjöl og prjónaði. Lesa má um þau hér

Demantur – færeyskt sjal
Garn: Snældan 2ja þráða
Prjónar nr 5,5 og 6


041 copy
Minna sjalið er prjónað á prjóna nr 5,5

060 copyStærra sjalið er prjónað á prjóna nr 6

Blómaknúpar – færeyskt sjal
Garn: Einrum +2
Prjónar nr 5,5

025 copy

Uppskriftir af sjölunum getur þú keypt hjá mér, gudrun@handverkskunst.is eða á Ravelry: Demantar og Blómaknúpar bæði sjölin er seld á íslensku, ensku eða dönsku.

Afmæliskjóllinn hennar Maíu Sigrúnar var líka prjónaður í Færeyjum. Uppskriftina fékk ég á Ravelry

Afmæliskjóll Maíu
Garn: Santa Fe
Prjónar nr 4
Stærð: 18 mánaða

Afmæliskjólinn minkuð mix merktMaía Sigrún í kjólnum, hún verður 1 árs 18. nóvember n.k.

Við mægður ákváðum að prjóna og hekla tuskur, hafði verið lengi á dagskrá en alltaf dregist

Borðtuskur 
Garn: Bómullargarn
Prjónar nr 3 og 3,5

Tuskur allar merktFría uppskrift finnur þú á síðunni okkar, bloggfærsla er hér

Júlí vettlingarnir voru tvöfalt prjón vettlingar sem frænka mín fékk í afmælisgjöf í ágúst. Munstrið fann ég á netinu og breytti smávegis svo það passaði á þessa vettlinga

Kisuvettlingar handa frænku
Garn: Arwetta Classi
Prjónar nr 2,5

Ingibjargar vettlingar merkt minnkuð

Það kom að því að ég prjónaði eitthvað á mig. Þessa peysuuppskrift hafði ég séð á heimasíðu Filcolana fyrir nokkru síðan og keypti mér 3ja þráða Snældu í Færeyjum til að prjóna hana úr.

Gula peysan mín
Garn: Snældan 3ja þráða
Prjónar nr 4,5

Gula peysan mínEkki mjög góð mynd en ég á eftir að taka betri mynd af henni.

Þennan Hello Kitty kjól prjónaði ég árið 2012, uppskrift eftir mínu höfði en ég kláraði ekki að sauma slaufu og augu í Hello Kitty fyrr en í ágúst 2014.

Hello Kitty kjóll
Garn: Sisu
Prjónar nr 3
Stærð: 4ra ára

Hello Kitty kjóll merkt minnkud

Ágúst vettlingarnir voru fljótprjónaðir en uppskriftina fékk ég hjá Ásu í Buffaló Ása á Facebook. Fór nokkrum sinnum til hennar á Krika við Elliðavatn í sumar og hitti þar fleiri prjónakonur, skemmtilegur félagsskapur.

Frozen vettlingar
Garn: Léttlopi
Prjónar nr 4,5

Frozen vettlingar AR merktAþena var sátt við þessa flottu vettlinga

Í ágúst hafði samband við mig kona í Frakklandi sem sá Marius peysurnar mínar og vildi endilega fá Hello Kitty útgáfuna handa 4ra ára dóttur sinni.

Marius Hello Kitty peysa og húfa
Garn: Sisu
Prjónar nr 3,5
Stærð: 4ra ára

HK frakkland

HK húfa Frakkland sameinaðHúfuna prjónaði ég með tvöfalt prjón aðferðinni svo hún verður góð í vetur

Aþena fór að fá mikinn áhuga á prinsessum og kórónum og vildi endilega að amma prjónaði kórónu handa sér. Auðvitað var það snarað fram 🙂

Kóróna
Garn: Rautt með glimmer sem ég átti til
Prjónar nr 4

Aþena kóróna minnkuð merkt

Þegar dóttir vinkonu minnar bað mig um að prjóna heimferðasett á barnið sitt var það sjálfsagt mál. Hún valdi sér dress á prinsinn og ég hófst handa. Ég prjónaði ekki alveg minnstu stærðina svo hann geti notað það aðeins lengur.

Heimferðasett á prins
Garn: Dale Baby ull
Prjónar nr 3
Stærð: 3 mánaða
Uppskrift úr Dale Baby nr 277

Helgudress1 merkt

Fyrst ég var byrjuð að prjóna á hann skellti ég í eitt teppi líka. Það er að mínu mati nauðsynlegt að eiga alla vega eitt teppi fyrir litlu krílin. Uppskriftina fann ég á Ravelry og hún er frí þar.

Barnateppið Chevron Baby Blanket
Garn: Dale Baby Ull (prjónaði úr tvöföldu garni)
Prjónar nr 6

Helguteppi merkt

Ég er voðalega lítið fyrir leyniprjón en freistaðist til að vera með í september í Mistery Mitt á Ravelry. Þar fengum við vikulega hlut af uppskriftinni. Byrjaði ágætlega en svo sá ég að vettlingarnir voru ekki alveg að gera sig. Byrjaði á prjónum nr 3 en þeir voru á mjög smávaxna hendi svo ég rakti hann upp og breytti í prjóna nr 3,5.  Eitthvað var ég ekki sátt við þá svo ég hætti og kláraði þá ekki. Ég held að leyniprjón sé bara ekki minn vettvangur. Ég vil vita hvað ég er að fara að prjóna 🙂

Hello Kitty húfa fyrir Aþenu
Garn: Easy Care frá Mayflower
Prjónar nr 3,5

Hello Kitty Easy Care

 

Soria Moria vettlingar
Garn: Dale Baby Ull
Prjónar nr 3,5

Leynivettlingaprjón merkt sameinaðFramhlið og bakhlið vettlingsins

September vettlingar mínir urðu því einfaldir þar sem ég hafði einungis tvo daga til að prjóna þá.

September vettlingar
Garn: Kambgarn
Prjónar nr. 3,25

September vettlingar

Ég smitaðist af konum úr Handóðir prjónarar á Facebook en þær voru að tala um Ugluhúfur en uppskriftin fæst á Ravelry. Skellti í handa 4 börnum, afskaplega fljótprjónaðar húfur.

Ugluhúfur
Garn: bláa er prjónuð úr Gipsy, hvíta úr Merino ull+Kar-Sim, ljósbrúna úr Merino ull
Prjónar nr 6,5

Ugluhúfur merkt

 

Ég byrjaði á húfu með kraga fyrir Maíu mína, en er ekki alveg sátt við hana svo hún hefur ekki verið fullkláruð. Þarf að hugsa þetta aðeins betur.

Húfan hennar Maíu
Garn: Dale Baby Ull
Prjónar nr 3

húfa með kraga Maía

Ég held að þetta sé nú upptalið man annars ekki eftir því að hafa prjónað fleira á þessum mánuðum 🙂

Prjónakveðja

   – Guðrún María

Skildu eftir svar