Prjónauppgjörið fyrir árið 2015

Já ég prjónaði mikið árið 2015, það er alltaf gaman að taka það saman og sjá svona í einu yfirliti.

Ég klárið þetta teppi handa Aþenu ömmugulli. En ég ætlaði að vera mun fljótari með það en síðan varð ég að setja bann á öll önnur verkefni fyrr en ég væri búin með þetta teppi. Skemmtilegt að prjóna tvöfalt prjón

Hello kitty teppi saman merkt

Fyrsta verkefnið mitt var hringtrefill á Sofiu frænku sem hún pantaði sér. Rautt og blátt er í uppáhaldi hjá henni núna.

Sofiu hólkur

Petrea með hólkinn fyrir myndatöku áður en ég sendi hann til Kaupmannahafnar

Hef gaman af því að prjóna sokka. Prjónaði þessa og er búin að vera á leiðinni að skrifa uppskriftina síðan eða í tæpt ár! Spurning um að gera eitthvað í því á þessu ári 🙂

Bleikir sokkar mín hönnun

Kjólar á ömmuprinsessurnar mínar. Var lengi búin að leita að verkefni fyrir þetta garn. Norski barnakjólinn kemur vel út og stelpurnar eru flottar í þeim

aþenu kjoll saman1 minnkadur

Ég tók þátt í vettlingaprjóni þar sem þemað var hjörtu og Freja vettlingar urðu fyrir valinu.

Freja vettlingar tilbunir

Systir mín hjólar mikið og þegar ég sá þessa vettlinga á netinu bara varð ég að skella í eina handa henni.

hjolavettlingar1

Vesti á Hauk, hann var lengi búinn að tala um að ég prjónaði vesti og þegar ég sá þessa uppskrift ákvað ég að skella í eitt. JB vest frá Marly Bird

Hauksvesti3_minnkud

Spiderman peysa á Móra ömmugull. Þessi klikkar ekki fyrir Spiderman aðdáendur

Spiderman Basak1 minnkud

Aþena ömmugull pantaði bleika peysu með Mínu Mús og auðvitað varð ég við því

Mína mús minnkud

Maía Sigrún ömmugull byrjaði á leikskóla og fékk auðvitað peysu og húfu

Leikskólapeysa Maíu tilbúin

Útskriftargjöf fyrir frænkur. Hnésokkar – alltaf gott að eiga svoleiðis

Gunnusokkar minnkud2

Ingibjargarsokkar minnkud4

Fór á Bindifestival í Færeyjum í apríl, var með námskeið í tvöföldu prjóni og naut mín umvafin gestrisnum Færeyingum

Bindifestivalurin

DK kurs 1e

Féll alveg fyrir þessum stuttbuxum þegar ég sá þær. Stjörnustuttbuxur prjónaðar á Aþenu og Maíu

Stuttbuxur2

Móakotspeysa var búin að vera lengi á listanum hjá mér. Prjónaði Móbjörgu sem smellpassar á Jóhönnu mína

Móbjörg Navia1

Þegar við mæðgur keyptum Bjarkarhól – tókum við að okkur uppskriftir í Bændablaðið. Þetta var fyrsta uppskriftin frá mér – Góða peysan, prjónaði tvær

godapeysan_maia minnkud

Góða peysan móri

Kanínuvettlingar á Maíu

Maíu kanínuvettlingar

Sumarhúfa á Maíu

Maíu sumarhúfa

Keypti mér Navia garn í Færeyjum í þessa skemmtilegu peysu á Maíu Sigrúnu

Maíu peysa Navia1

Kaðlapeysan Hrífa á prjóna nr 12 – langt síðan ég hef prjónað með svona grófum prjónum

hrífa

Aþena var mikið með húfur þetta sumarið og prjónaði ég þessa á hana. Uppskriftin heitir Fern

Aþenuhúfa1

Sá þessar fallegu leggings á norskri síðu og prjónaði eitt stykki. Paleas leggings

Paelas hversdagstihts

Molund hat, húfa eftir uppskrift frá Bittu Mikkelborg

Molund hat

Stutta hettupeysan Selma kom í Bændablaðinu

Selma_stuttpeysa (8)

Í júní var komið að því að prjóna kjól úr Stone Washed. Skömm að því að segja að ég hef aldrei náð mynd af barninu í kjólnum. Kjörinn leikskólakjóll

Aþenu kjóll Stone Washed

Þessi kjóll var búinn að vera lengi á biðlistanum hjá mér, skemmtilegur að prjóna. Maía Sigrún tekur sig vel út í sumarkjólnum sínum. Uppskriftin heitir Ava Tunic og fæst á Ravelry

Ava tunic6_instagram

Ermar er alltaf gott að eiga og voru þessar mikið notaðar. Frábært að eiga utan yfir kjóla, uppskriftin heitir Twyla og ég notaði Stone Washed garn

Twyla Aþenu 2

Peysan Perlur fór í Bændablaðið

Perlur1m

Borðtuskur, jú prjónaði nokkrar. Bitta Mikkelborg er í uppáhaldi hjá mér og voru mínar tuskur prjónaðar eftir uppskrift frá henni þetta árið.

Advent tuska1 Borðtuska Tenn lys2 haust klútabók

Borðtuskur cotton 8

Sumarið er ágætur tími til að undirbúa börnin fyrir haustið og mín litlu fengu auðvitað lopavettlinga

Lopavettlingar3_m

Barnabörnin fengu líka nýja sokka fyrir leikskólann. Aþena og Maía fengu eins sokka

Aþenu vetrarsokkar

Móri fékk þessa

Móra sokkar

Kaðlahúfa úr Merino Ull

Kaðlahúfa Dóra Ste

Hvolpasveitapeysan fyrir einlægan aðdáanda þessara hvolpa. Mikil gleði og erfitt var að fá hann úr peysunni sama hversu heitt var úti….

Hvolpasv, instagram

Polku-myssy kaðlahúfa á Maíu

Kaðlahúfan Polku Myssy3

Herrapeysan Rákir fyrir Bændablaðið

Rákir herrapeysa

Frost vettlingar sem ég teiknaði upp eftir gömlum vettlingum frá tengdamömmu

Frost instagram

Kolkrabbahálskragi á Maíu og Móra

kolkrabbakragi maíu kolkrabbakragi móra

Kaðlahúfan Matti á Móra

Kaðlahúfan Matti3m

Og ein aukalega fyrir búðina

Kaðlahúfan Matti

Hjartakaðlahúfa fyrir Aþenu – hún kallar hana Frozen húfu

Hjartakaðall4m

og ein auka fyrir búðina okkar

Hjartakaðall7m

Frigg vettlingar 

Frigg1

Fleiri kaðlahúfur

Hvíta og græna kaðlahúfan

Petrea mín á engil á himnum, prjónaði þessa vettlinga handa henni til minningar um litlu Emilíu Mist

Emilia mist

Sá þennan skemmtilega kjól í Færeyjum og keypti mér garn og uppskrift í kjóla en hef bara prjónað annan af tveimur ennþá…..

Kjóli við megastjörnu

Myria sokkar úr nýju sokkabókinni hennar Bittu

Myria sokkar2

Leikskólagallinn Grallari – 4 eintök

Grallari leikskólagalli5m

Grallari leikskólagalli28m

Færeyska sjalið Demantar

Demantar Navia1

Afkvæmið barnaútgáfa af Erfingjanum

afkvæmið

Fleiri hnésokkar, á eftir að skrifa uppskriftina af þeim

Hnésokkar GMG

Keypti Minions leggings á stelpurnar og ákvað að prjóna kjóla/túniku við þá í hlutlausum lit

Aþena fékk Smilla´s kjole

Aþenu minions kjóll

Maía fékk Fionas Top

Maíu minions kjóll

Hér er komið myrkur og komið að endurskinsgarninu. Prjónaði vettlinga og húfur

Endurskinsvettlingar

Endurskinshúfur2

Hálskragi á Aþenu – uppskriftin heitir Løvfallhals

Hálskragi aþena

Kisuvettlingarnir Kettunøsin

Kisuvettlingar1

Jólapeysa á rauðvíns- og hvítvínsflöskur

Rauðvíns og hvítvínsflaska2

Prjónaði mér dúk

Dúkur

Smekkpils á Maíu

Smekkpils Maíu2

Húfu og vettlinga handa mömmu

húfa og vettlingar mamma

Peysan Bjarni á soninn

Bjarni

Guðmunda fékk tvöfalt prjón vettlinga í jólapakkann

Guðmundu vettlingar tvöfalt prjón hlið A
Hlið A

Guðmundu vettlingar tvöfalt prjón hlið BHlið B

Tátiljur í jólapakka

Tátiljur2

Endaði á að prjóna tvær endurskinshúfur í jólapakka.

Græna fyrir fótboltastelpu í Breiðablik

Endurskinshúfur9

og rauða fyrir fótboltastelpu í Val

Endurskinshúfur3

Þessir vettlingar voru á dagskrá um jólin ásamt nokkrum prufum og eldhúshandklæði sem ég var að gera. Kláraðist á nýju ári svo það fer ekki með hérna.

Vettlingar GR des

Já þetta er bara slatti sem „datt“ af mínum prjónum árið 2015. Nú er komið nýtt ár og gaman að sjá hvað maður tekur sér fyrir hendur þetta árið.

Prjónakveðja
– Guðrún María