Snjókorn Snjógríparans #1 – uppskrift


Heklið 4 ll, tengið saman í hring með kl í 1. ll.

1. umf: 3 ll (telst sem 1 st), 1 st inn í hringinn, *2ll, 2st inn í hringinn* endurtakið frá * að * 4 sinnum, lokið umf með því að hekla 1 ll, 1 hst í 3. ll af þeim 3 sem gerðar voru í byrjun umf (þessi 1 ll og 1 hst teljast sem seinustu 2 ll og þú heklar yfir hst í næstu umf).

2. umf: 3 ll (telst sem 1 st), 1 st yfir hst fyrri umf, *2 st, 5 ll, 2 st í næsta ll bil* endurtakið frá * til * 4 sinnum, 2 st í fyrsta ll bilið, 2 ll, 1 st í 3. ll af þeim 3 sem gerðar voru í byrjun umf (þessar 2 ll og 1 st teljast sem seinustu 5 ll og þú heklar yfir st í næstu umf).

3. umf: 3 ll (telst sem 1 st), 4 st yfir st fyrri umf, *10 st í næsta ll bil* endurtakið frá * til * 4 sinnum, 5 st í fyrsta ll bilið, lokið umf með kl í 3. ll af þeim 3 sem gerðar voru í byrjun umf.

4. umf: 3 ll (telst sem 1 st), 1 st í næsta st, 1 hst í næsta st, 1 fp í næsta st, *hoppið yfir næstu 2 st, 1 fp í næsta st, 1 hst í næsta st, 1 st í næstu 2 st, 7 ll, 1 st í næstu 2 st, 1 hst í næsta st, 1 fp í næsta st* endurtakið frá * að * 4 sinnum, hoppið yfir næstu 2 st, 1 fp í næsta st, 1 hst í næsta st, 1 st í næstu 2 st, 3 ll, 1 tvöf st í 3. ll af þeim 3 sem gerðar voru í byrjun (3 ll og 1 tvöf st teljast sem seinustu 7 ll og þú heklar yfir tvöf st í næstu umf).

5. umf: 3 ll (telst sem 1 st), 6 st yfir tvöf st fyrri umf, *7 st í næsta ll bil, 17 ll, kl í 13. ll frá nálinni (8 laga lykkja gerð), 4 ll, 7 st í sama ll bil* endurtakið frá * til * 4 sinnum, 7 st í fyrsta ll bilið, 17 ll, kl í 13. ll frá nálinni, 4 ll, kl í 3. ll af þeim 3 sem gerðar voru í byrjun.

6. umf: 10 ll (telst sem 1 st og 7 ll), *1 st í bilið á milli stuðlahópa fyrri umf, 7 ll, 3 st í næsta ll bil (neðri hluta 8 laga lykkjunnar), 1 hst, 1 fp í sama bil, í næsta ll bil (eftri hluta 8 laga lykkjunnar) er gert [3 fp, 1 hst, 1 st, 3 ll, 1 st, 1 hst, 3 fp, 1 hst, 1 st, 5 ll, 1 st, 1 hst, 3 fp, 1 hst, 1 st, 3 ll, 1 st, 1 hst, 3 fp], í næsta ll bil (aftur í neðri hluta 8 laga lykkjunnar) er gert 1 fp, 1 hst, 3 st, 7 ll* endurtakið frá * að * 5 sinnum, í seinasta sinn er þó sleppt seinustu 7 ll og aðeins 2 st gerðir í stað 3ja, umf er lokað með kl í 3. ll af þeim 10 sem gerðar voru í byrjun.

Slítið bandið frá og gangið frá endum. Stífið snjókornið í rétt form.Deborah „Snowcatcher“ Atkinsson á höfundarréttinn að þessari uppskrift.
Uppskriftin er þýdd og birt hér með hennar leyfi.
Það má ekki afrita uppskriftina á neinn máta nema með leyfi Deborah.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur