Snjókorn

Ég fékk þá geggjuðu hugmynd að hekla allt jólaskraut á jólatréð mitt seinustu jól. Ekkert svo slæm hugmynd þannig…nema ég byrjaði að framkvæma hana tæpum mánuði fyrir jól.

Ég heklaði nokkur snjókorn, af þrem gerðum minnir mig. En ég var með alltof þykkt garn…og alltof stuttan tíma. Svo ég gafst upp.

Í febrúar var systir mín svo á flandri heima hjá mér…að gramsa í heklinu mínu…og fann snjókornin. Hún bað mig um að gera úr þeim hárband.


Mér finnst það bara frekar töff. En ég hugsa að ég sé ekki týpan í að ganga með það.

Skildu eftir svar