Spor – Keðjulykkja (kl)

Keðjulykkja er stysta sporið af öllum hekl sporum og er oftast notað til þess er að tengja saman hringi/umferðir, hekla saman búta/dúllur og færa nálina og garnið frá einum stað yfir á annann.
Stingið nálinni í þá lykkju sem um ræðir, farið í alla lykkjuna (allt V-ið), sláið garninu upp á nálina og dragið í gegn um báðar lykkjurnar, þá sem þið voruð að stinga í og þá sem er uppá nálinni.
Þá er ein lykkja eftir á nálinni og ein keðjulykkja hefur verið gerð.
– Þegar verið er að tengja saman umferðir í verkum þar sem heklað er í hringi er frjálst að velja hvort farið er í alla lykkjuna eða bara hálfa. Ég hugsa að það sé algengara að aðeins sé stungið í hálfa þótt ég sjálf stingi alltaf í báðar. – Þegar er verið að hekla saman búta/dúllur er líka hægt að fara í bæði alla lykkjuna eða bara hálfa, það fer algerlega hvað þú ert að gera og hvað hverjum finnst fallegast.

Ísl – Keðjulykkja (kl)
US – Slip stitch (sl st)
UK – Slip stitch
(sl st eða ss)
DK – Kædemaske (km)
Myndirnar og hluta textans fékk ég lánað úr bókinni
200 Crochet blocks eftir Jan Eaton.
Þessi bók er bara snilld, kenndi mér ótrúlega mikið!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur