Tag Archives: Handverkskúnst

Alltaf hægt að finna sér ný prjónaverkefni er það ekki?

Ég prjóna töluvert og fá barnabörnin mín að njóta góðs af því. Ég er yfirleitt með nokkur verkefni í gangi í einu og setti mig því í bann um miðjan nóvember. Mátti alls ekki byrja á nýju verkefni fyrr en þau sem eru nú þegar á prjónunum eru kláruð.

En þá kom bókin Kærlighed på pinde í verslunina og eftir að hafa flett henni var ég friðlaus, bókin er svo falleg og hugsaði ég með mér að ég þyrfti fleiri barnabörn til að prjóna á!  Aþena, Móri og Maía geta ekki endalaust tekið við eða jú kannski 🙂

Það eru að koma jól svo kápan Bibbi datt á prjónana alveg óvart. Þegar sú fyrsta var tilbúin á Aþenu sá ég að Maía yrði líka að fá svona skemmtilega flík. Þetta er falleg kápa sem stelpurnar geta notað fram á vor, ekkert bara spari heldur þegar þeim hentar við ýmis tækifæri.

Aþenu kápa er prjónuð úr Merino Ullinni okkar og fóru 4 dokkur í stærð 6 ára.

bibbi-kapa-athenu1 bibbi-kapa-athenu

Maíu kápu prjónaði ég úr Navia Duo og Drops Alpaca saman og fóru  tæpar4 dokkur af hvorri tegund í kápuna.

bibbi-kapa-maiu

bibbi-kapa-maiu1

 

Kærlighed på pinden er gullfalleg bók með 53 prjónauppskriftum í aldurshópnum nýfætt til 8-10 ára

kaerlighed-paa-pinde_362671

Prjónakveðja

 • Guðrún María
Tags: , , , ,

Rákir herrapeysa – uppskrift í Bændablaðinu

Uppskrift að skemmtilegri herrapeysu er í Bændablaðinu í dag. Peysan er prjónuð úr nýju garni frá okkur, Ketenli Yün sem er blanda af ull, líni og akrýl. Yndislega mjúkt og kósý garn sem svipar til grófleika léttlopa.

Rákir

Það var alveg kominn tími á að hafa eitthvað fyrir karlmenn í blaðinu þar sem ég hef einblínt mikið á barnaföt….kannski meira á stelpur en stráka 🙂

Ég persónulega hef alltaf valið “vandað” ullargarn í mín verkefni og helst þannig að þau þoli þvott í vél. Er ein af þessum sem leiðist þessi handþvottur. Eftir að barnabörnin mín komu til sögunnar sá ég að það sem prjónað var á þau úr garni sem mátti eingöngu handþvo voru bara ekki þvegin nema amma færi með flíkurnar heim og framkvæmdi verkið. Þetta gerði það að verkum að ég einblíni alltaf á þvotta-leiðbeiningar garns.

Elín var spennt fyrir þessu garni og vildi prófa að panta það inn í verslun okkar en ég dró lappirnar en samþykkti síðan að prófa. Það kom mér virkilega á óvart hversu gott það er að prjóna úr og vinna með Ketenli garnið okkar, sem og t.d. Basak sem ég hef einnig verið að prjóna töluvert úr. Eins og margir viðskiptavinir okkar segja akrýl er ekki sama og akrýl, þ.e. akrýlgarn eða akrýlblandað garn er jafn misjafnt að mýkt og gæðum og ullargarn ýmis konar.

Rákir2

Uppskriftin er eins og áður segir á bls 41 í Bændablaðinu í dag en hana getur þú einnig nálgast frítt hjá okkur hér

Garnið fæst einnig hjá Heilsubúðinni Grænumörk í Hveragerði og hjá Draumaland Tjarnargötu 3 í Reykjanesbæ.

Prjónakveðja
Guðrún María

 

Tags: , , ,

Lopavettlingar á leikskólabörnin

Lopavettlingar3_m

Eins og ég hef áður talað um hér á blogginu þá er stutt síðan ég byrjaði að prjóna úr íslenska lopanum. Ég hef ekki neina sérstaka skýringu á því aðra en að hann stingur og mig klæjar undan honum. Ég er aftur á móti alveg forfallin þegar kemur að börnum og Disney get endalaust prjónað eitthvað sem tengist Disney fígúrum og prinsessum.

Barnabörnin mín njóta í dag góðs af því og þegar hún Ása Hildur (Buffaló-Ása) kom með Frozen lopavettlingana í fyrra bara varð ég að heimsækja hana í prjónakaffið í Krika og prjóna eina handa Aþenu. Veit ekki hvor var spenntari fyrir þeim amman eða barnabarnið 🙂

Frozen vettlingar AR merkt

Til að gera langa sögu stutta þá voru þessir vettlingar notaðir í allan vetur og héldu höndum Aþenu hlýjum í kuldanum. Leikskólakennararnir á leikskólanum hennar sögðu mér að þetta væru albestu vettlingar fyrir  börnin þ.e. prjónaðir vettlingar úr lopa. Háir upp á handlegginn og svo þæfist lopinn við notkun í snjó og bleytu þannig að þeir eru afskaplega hlýir.

Það þurfti ekki að sannfæra ömmu meira og prjónaði ég nú í vikunni nýja vettlinga fyrir næsta vetur handa yngstu barnabörnunum mínum. Ég nota áfram uppskriftina hennar Ásu þar sem hún er einstaklega góð að prjóna eftir og smellpassar á litlar hendur. Í ár breytti ég um mynd á þeim eiginlega bara svo Aþena verði ekki aftur með Frozen vettlinga næsta vetur.  Móri fékk Batman vettlinga, Maía fær kanínu (er með fílavettlinga á myndinni en ég þarf að minnka þá aðeins fyrir hana) og Aþena fékk útgáfu af áttablaðarós.

Munstrin eru ekki mín heldur fann ég þau frí á netinu og læt þau fylgja hér með ef þið viljið prjóna þessa góðu vettlinga í fleiri útgáfum.

Lopavettlingar_m

 

Þó svo að það sé ekki kalt í dag þá held ég að Móri verði með vettlingana á höndunum, hann var himinlifandi með þessa Batman vettlinga. Aþena kallar sína Frozen þó svo þeir séu bleikir en Maía er bara glöð að vera með í liðinu.

Lopavettlingar2_m

Aþena Rós, Maía Sigrún og Mattías Móri, þrjú yngstu ömmugullin mín

Hérna finnur þú .pdf skjal

– með munstrunum

– uppskrift af vettlingunum

Prjónakveðja
Guðrún María

Tags: , , , , , , ,

Pinterest

Ég er ekki mjög dugleg að fylgjast með handavinnubloggum en þegar ég opna Pinterest geta flogið klukkutímar og ég gleymi mér alveg. Á Pinterest er hægt að finna nánast allt milli himins og jarðar. Ég er þó mest í því að skoða allt er viðkemur prjóni, hekli og mat.

Þessa dagana eiga kaðlar nánast hug minn allan þar sem ég er með ákveðna flík í huga sem mig langar að hanna og flæðir hugur minn um Pinterest í leit að hugmyndum. Hérna get ég geymt myndir sem ég séð og fundið þær allar á einum stað og farið beint á uppskrift eða nánari lýsingu eða bara skoðað mydina.

Ef þú hefur ekki skoðað Pinterest mæli ég með því að þú stofnir þér aðgang og opnir heim þinn á þann mikla fróðleik sem þar er inni.

Hér eru valdar myndir af köðlum sem ég fann á Pinterest

kaðlar

Skemmtileg útfærsla á einföldum köðlum

fe0778baee803078b7baa9b9621ddb50

Fallegt að setja kaðal að aftan

d9f483644333e148ff5cc00d53bb39c4

Þennan kaðal hef ég ekki séð áður

e09d5e762b852807093e3fdee7e53ebd
Þessi er á “to do” listanum mínum. Falleg flík

2d2eb5fabe2ff01e8fa891571f3e43fe breytt
Fallegt

1e9573b9a49a27687912d3b2bb8350d5
Jú ég er nú alltaf á leiðinni að prjóna utan um púða

246ec1391796501d7d3987f8e2a1bc83

d022168903633c656797c182aad16328Öðruvísi

061dff027481d97eca161639eb4c3cc9
Þessi fallega kápa fer ekki úr huga mér. Hún verður prjónuð þegar ég hef teiknað upp kaðlana sem notaðiur eru

Nánari upplýsingar um þessa kaðla og fleiri getið þið fundið á töflunni minni á Pinterest “Cable Knitting Patterns”.

Notendanafnið mitt á Pinterest er gmgknitting en Elínu finnið þið undir elinella

Góða skemmtun
Prjónakveðja
– Guðrún María

 

Tags: ,

Norskur barnakjóll – frí uppskrift

Clara dress á norska blogginu mynd1

Þegar Maía Sigrún fæddist var ég alveg ákveðin í að nú skyldi ég prjóna fallega kjólinn Clara fyrir eins árs afmælið hennar. Eftir mikið brölt á netinu fann ég loksins leið til að kaupa hann í gegnum netverslun í Bandaríkjunum. Ég varð hins vegar að kaupa garn með til að fá uppskriftina. Þegar garnið kom langaði mig ekki að prjóna kjólinn úr því svo ég ákvað að prjóna úr Drops Baby Alpaca Silk. Kjóllinn reyndist hins vega smellpassa á hana 7 mánaða gamla svo ekki varð þetta afmæliskjólinn hennar.  Þessi fallegi kjóll bíður inni í skáp hjá mér eftir nýjum eiganda og Maía fékk annan afmæliskjól fyrir fyrsta afmælisdaginn sinn 🙂

Clara dress Maía minnkud merkt

Ég fylgist með prjónasíðum á Facebook og þar sá ég stundum umræðu um hvar uppskrift af þessum fallega kjól fengist. Eitt sinn kom fram ábending á norska síðu þar sem uppskrift af honum var birt frítt. Ég hafði samband við Tone sem heldur úti blogginu misemors-hobbyrom.blogspot.no og fékk leyfi hjá henni til þess að þýða kjólinn yfir á íslensku.

aþenu kjoll saman minnkadur

Kjólarnir saman og eins og þið sjáið þá er lítill munur á uppskriftum

Þegar ég las yfir uppskriftina sá ég í raun mjög litla breytingu á uppskriftinni sem ég hafði keypt frá þessari upprunalegu. Uppskriftin er eins að öllu leiti nema úrtaka í hálsmáli er aðeins öðruvísi. Kjóllinn er gefinn upp í stærðum 6-9 mánaða og 1½ árs. Mig langaði ennþá að prjóna kjólinn á Maíu og Aþenu svo ég ákvað að stækka hann upp í stærðir 2 og 4 ára.

Ég valdi mér garnið Sera frá Filatura Di Crosa í kjólana þeirra, fallegt garn með smá glitri í sem hæfir prinsessunum mínum. Garnið keypti ég hjá Bjarkarhól en einnig er hægt að versla það á www.garn.is. Kjólinn hennar Maíu er prjónaður alveg eftir norsku uppskriftinni, á prjóna nr. 4. Ég stækkaði hann ekki að öðru leiti en því að ég síkkaði pilsið á kjólnum og passar hann fyrir 2 ára.

aþenu kjoll minnkadur

Aþenu kjóll er prjónaður eftir uppskriftinni Clara dress á prjóna nr. 4. Ég jók lykkjufjöldann hjá henni og hækkaði berustykki aðeins svo hann smellpassar á 3-4 ára.

aþenu kjoll saman1 minnkadur

Kjólarnir eru gullfallegir, stelpurnar glæsilegar í þeim og amma sátt þar sem nú hefur hún prjónað hinn margumtalaða kjól á þær. Hvort sem við köllum hann Clara dress eða norskur barnakjóll skiptir ekki máli þeir eru 97% eins 🙂

Kjólinn í stærðum 6-9 mánaða og  1½ árs prufuprjónaði Bergey vinkona mín og notaði garnið Dale Baby Ull  á prjóna nr 2,5. Já Bergey gerði prjónfestuprufu og þá kom í ljós að hún þurfti að nota minni prjona en uppskriftin segir til um.  Endilega gerið prjónfestuprufu áður en lagt er af stað í svona fallegan kjól 🙂

Linda Bergey

Dale Baby Ull klikkar ekki og er kjólinn mjög fallegur eins og sjá má á fallegu Lindu Bergey.

 

Norskur barnakjóll, uppskrift – .pdf

Prjónakveðja
– Guðrún María

Tags: , , , , , ,

Októberprjón og frí sokkauppskrift

Aldrei slegið slöku við í prjónaskapnum á þessum bæ, listinn yfir óprjónaða hluti styttist þó ekki þar sem ég er sífellt að fá nýjar hugmyndir og finna uppskriftir af einhverju sem mig langar til að prjóna….eða eins og ég segi: ég bara verð að prjóna þetta. Það kannast nú örugglega fleiri prjónakonur við þetta vandamál mitt 🙂

ZigZag sokkar saman_merkt2Frí uppskrift af þessum fallegu sokkum í þessu bloggi

 

Ég er Disney aðdándi og hef mikið gaman af því að prjóna eitthvað sem tengist þeim teiknimyndum sem eru í gangi hverju sinni. Núna er það teiknimyndin um Frozen prinsessuna Elsu sem flæðir um allt og prjónaðar eru margar flíkur henni til heiðurs. Glitrið í flíkunum er sennilega það sem heillar litlu stelpurnar sem ljóma í flíkum prjónuðum af mömmu, ömmu, frænku eða vinkonu.

Frozen peysa:
Frænka mín hún Þórdís Halla fékk þessa peysu í 7 ára afmælisgjöf.
Uppskriftin er úr Óveðursblaðinu og heitir Bylur, einnig er hægt að kaupa uppskriftina beint frá höfundi á netfangið steinunnbirna@gmail.com
Garn: Easy Care Big og Kartopu Kar-sim
Prjónar: númer 5

Frozen Þórdís2 merkt minnkudFallega Þórdís Halla

Frozen Þórdís merkt minnkud

 

Frozen kjóll:
Aþena ömmugull er einnig mikill aðdánandi að Frozen og fékk hún kjól sem hún er alsæl með.

Uppskrift: kjóllinn er uppúr mér en munstrið úr peysunni Byl er notað.
Garn: Sunseek garn frá handprjón.is
Prjónar: númer 4½

sameinud_minnkud merkt
Aþena kát í kjólnum

Frozen kjóll Aþena merkt minnkud

 

Frozen vettlingar:
Ég átti afgang af Easy Care garninu og prjónaði því eina Frozen klukkuprjónsvettlingar á prjóna nr 5.

Frozen vettlingar Easy Care Big merkt minnkud


Ljónahúfa Móra
Móri ömmugull hefur gaman af gröfum og ljónum. Ég teiknaði þessa húfu fyrr á þessu ári og var ákveðin í að prjóna handa honum ljónahúfu fyrir veturinn. Hann var alsæll með húfuna og tekur hana nánast ekki niður. Aþena fékk Hello Kitty húfu. Báðar prjónaðar með tvöfalt prjón tækninni, hlýjar og góðar húfur í vetur.

Uppskrift sem ég setti saman í kringum ljónið sem ég fann á netinu.
Garn: Heritage sock frá handprjón.is
Prjónar: nr 3½

ljónahúfa og Hello KittyMóri og Aþena sæl með nýju húfurnar sínar

Ljónahúfa sameinuð merkt minnkud

Gíraffa vettlingar:
Rakst á þessa skemmtilegu vettlinga á síðunni hennar Jorid. Þessa bara varð ég að prjóna en ég átti garn sem gekk af þegar ég prjónaði ljónahúfuna þannig að Gíraffa vettlingar urðu fljótprjónaðir.

Uppskrift: Jorids mønsterbutikk
Garn: Heritage sock frá handprjón.is
Prjónar: nr 3½

 Gíraffavettlingar merkt minnkud

 

Jólasokkar fyrir hnífapörin
Svona sokka sá ég á netinu í fyrra en þar sem ég fann ekki uppskrift prjónaði ég mína eigin. Þeir eiga eftir að taka sig vel út með hnífapörunum á  jólaborðinu í ár.

Uppskrift: Jólasokkar, frí uppskrift frá Handverkskúnst
Garn: Kartopu Kar-Sim, frá garn.is

Jólasokkur hnífapör hvítmerkt og m

 

Um miðjan október ákvað ég að fara með Guðmundu dóttur minni á Jólahandverksmarkað í Sjóminjasafninu þann 16. nóvember. Ég hef ekki farið áður á svona sölumarkað en þar sem ég á eitthvað af prjónavörum og hef prjónað smávegis til viðbótar verður þetta bara skemmtilegt.  Nokkrir vettlingar og sokkar hafa verið prjónaðir í þeim tilgangi að selja í nóvember.

Kanínuvettlingar 3-4 ára
Ég er svona að móta vettlinga fyrir þau yngstu sem ná aðeins uppá handlegginn. Þægilegir vettlingar á leikskólann og rólóvöllinn.

Uppskrift: Ég að fikta
Garn: Kambgarn
Prjónar: nr 3

Kanínuvettlingar merkt minnkud

 

Tilbrigði við “Litríku vettlingana”
Þessa vettlinga er að finna í bókinni Vettlingaprjón eftir Guðrúnu S. Magnúsdóttur. Ég notaði stroffið á þeim en ákvað að hafa þá einlita og setja kaðal á framhlíð til að skreyta þá aðeins.

Stærð: 7-8 ára
Garn:  Kambgarn
Prjónar: nr 3,25

tilbrigði við litríku vettlingana merkt minnkud

 

Miðfell 2
Rauðir/orange/bláir vettlingarnir, úr bókinni Hlýjar hendur eftir Ágústu Þóru Jónsdóttur

Uppskrift: Miðfell 2
Stærð: 6-7 ára
Garn: Kambgarn
Prjónar: nr 3

Miðfell 2 Kambgarn merkt minnkud

 

Leikskólavettlingar:
Þægilegir vettlingar, háir upp og renna ekki léttilega af litlum höndum.

Uppskrift: Fikt í mér
Stærðir: 1-2 og 3-4 ára
Garn: Smart
Prjónar: nr 3½

Smart vettlingar merkt minnkud

 

Barnasokkar
Þessir voru prjónaðir eftir uppskrift frá Bitta Mikkelborg. Það eru fullorðinssokkar en ég notaði fínna garn og fékk þessa fínu barnasokka

Uppskrift: Ryggesokker
Skóstærð: 26-27
Garn: Lane Cervinia Strømpegarn
Prjónar: nr 3½

Ryggesokker merkt minnkud

 

Vilje sokkar
Þessa sokka er að finna í bókinni hennar Bitte Sokker – strikkning hele året . Mér þykja þessir sokkar afskaplega fallegir og hef prjónaða þá áður.

Uppskrift: Vilje
Skóstærð: 37-38
Garn: Tove ullargarn frá Sandnes
Prjónar: nr 3½

Vilje sokkar merkt minnkud

Fallegt munstur á þessum sokkum

Vilje sokkar nærmynd merkt minnkud

Zig-Zak sokkar
Þetta zig-zak munstur kemur skemmtilega út á sokkum. Ég sá sokka á Ravelry með þessu munstri og prjónaði þessa bláu. Prjónaði síðan aðra á grófari prjóna ogsá þá að þessa uppskrift er hægt að nota í margar stærðir af sokkum. Þú stýrir stærðinni með misgrófu garni og prjónum, lengd á fæti er síðan eftir því hver verðandi eigandi er.

Uppskrift: Zig-Zak sokkar, frí uppskrift frá Handverkskúnst
Skóstærð: 26-28 /36-38
Aldur: (3-5 ára) / (8-10 ára)
Garn: Smart frá Sandness eða Dale Falk
Prjónar: nr 3,25 (bláu sokkarnir) eða nr 4 (bleiku sokkarnir)

Zig-Zag sokkar Smart merkt minnkud2Smart garn á prjóna nr 3,25

ZigZag sokkar Dale Falk_merktDale Falk á prjóna nr 4

Sokkauppskriftin:

Garn: Ég notaði Smart í bláu sokkana og Dale Falk fyrir bleiku sokkana, 2 dokkur í báðar stærðir
Prjónar: Sokkaprjónar nr 3 fyrir minni sokkana,  sokkaprjónar nr 4 fyrir stærri sokkana.
Prjónfesta:
28 lykkjur á prjóna nr 3 = 10 sm
24 lykkjur á prjóna nr 4 = 10 sm
Stærðir:
Bláu sokkarnir eru í skóstærð: 26-28 (3-5 ára)
Bleiku sokkarnir eru í skóstærð: 36-38 (8-10 ára)

Útskýringar á skammstöfunum:
v: prjónið framan og aftan í lykkjuna
4S: prjónið 4 lykkjur slétt
1Ó+2Ss+STY: ein lykkja tekin óprjónuð, tvær lykkjur prjónaðar sléttar saman, óprjónuðu lykkjunni steypt yfir
sm: sentimetrar
B: prjónið bruðið
S: prjónið slétt
s: saman
2Szs: prjónið 2 lykkjur slétt saman í gegnum aftir lykkjuboga á báðum lykkjum
Sz: prjónað slétt aftan í lykkjuna; í aftari lykkjubogann

ZigZak munstur:
Umferð 1: prjónið slétt
Umferð 2: prjónið *v, 4S, 1Ó+2Ss+STY, 4S, v* endurtakið *-* út umferðina.


Aðferð:
Fitjið upp 52 lykkjur og prjónið stroff 2 slétt, 2 brugðið, 2½ sm. Skiptið yfir í ZigZag munstur og prjónið þar til stykkið mælist 16-17 sm

Hællstykki:
Hællstykkið er prjónað yfir 26 lykkjur á prjóni 3 og 4 en lykkjur á prjóni 1 og 2 eru geymdar á meðan; snúið við og prjónið:

Umferð 1 (frá röngunni): Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið brugðið út umferðina = 26 lykkjur
Umferð 2 (frá réttu): *takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 1 lykkju slétt* endurtakið frá *-* út umferðina. = 26 lykkjur

Endurtakið þessar tvær umferðir þar til;
Minni sokkur: 20 umferðir hafa verið prjónaðar, endið á umferð frá réttunni.
Stærri sokkur: 24 umferðir hafa verið prjónaðar, endið á umferð frá réttunni.

Hælúrtaka:
Umferð 1 (frá röngunni): Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið 14B, 2Bs, 1B, snúið við
Umferð 2 (frá réttunni): Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið 5S, 2Szs, 1S snúið við
Umferð 3: Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið brugðið þar til 1 lykkja er að gatinu, 2Bs, 1B, snúið við
Umferð 4: Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið slétt þar til 1 lykkja er að gati, 2Szs, 1S, snúið við
Endurtakið umferðir 3 og 4 þar til allar lykkjur hafa verið prjónaðar = 16 lykkjur

Skiptið þeim á 2 prjóna og takið upp á hlið hælsins:
Minni sokkur: 10 lykkjur
Stærri sokkur: 14 lykkjur

Umferðin byrjar nú á miðjum hæl (undir il) og er prjónað slétt yfir prjón 1 og 4 en munstur yfir lykkjur á prjóni 2 og 3.
Minni sokkur: nú eru 18 lykkjur á prjóni 1 og 4 en 13 lykkjur á prjóni 2 og 3
Stærri sokkur: nú eru 22 lykkjur á prjón 1 og 4 en 13 lykkjur á prjóni 2 og 3.

Prjónið eina umferð slétt á prjóni 1 og 4, ATH: prjónið lykkjur á hælstykki Sz og munstur á prjóni 2 og 3.

Úrtaka á aukalykkjum:
Prjónn 1: prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóninum, 2Ss, 1S,
Prjónn 2: prjónið munstur
Prjónn 3: prjónið munstur
Prjónn 4: 1S, 2Szs, prjónið slétt út prjóninn

Prjónið 1 umferð án úrtaka (prjónið slétt á prjónum 1 og 4 en munstur yfir prjóna 2 og 3)
Endurtakið þessar tvær umferðir þar til 13 lykkjur eru eftir á prjóni 1 og 4.
2Szs: prjónið 2 lykkjur slétt saman í gegnum aftir lykkjuboga á báðum lykkjum
Sz: prjónað slétt aftan í lykkjuna; í aftari lykkjubogann

ZigZak munstur:
Umferð 1: prjónið slétt
Umferð 2: prjónið *v, 4S, 1Ó+2Ss+STY, 4S, v* endurtakið *-* út umferðina.

Sokkur:
Fitjið upp 52 lykkjur og prjónið stroff 2 slétt, 2 brugðið, 2½ sm. Skiptið yfir í ZigZak munstur og prjónið þar til stykkið mælist 16-17 sm

Hællstykki:
Hællstykkið er prjónað yfir 26 lykkjur á prjóni 3 og 4 en lykkjur á prjóni 1 og 2 eru geymdar á meðan; snúið við og prjónið:

Umferð 1 (frá röngunni): Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið brugðið út umferðina = 26 lykkjur
Umferð 2 (frá réttu): *takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 1 lykkju slétt* endurtakið frá *-* út umferðina. = 26 lykkjur

Endurtakið þessar tvær umferðir þar til;
Minni sokkur: 20 umferðir hafa verið prjónaðar, endið á umferð frá réttunni.
Stærri sokkur: 24 umferðir hafa verið prjónaðar, endið á umferð frá réttunni.

Hælúrtaka:
Umferð 1 (frá röngunni): Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið 14B, 2Bs, 1B, snúið við
Umferð 2 (frá réttunni): Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið 5S, 2Szs, 1S snúið við
Umferð 3: Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið brugðið þar til 1 lykkja er að gatinu, 2Bs, 1B, snúið við
Umferð 4: Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið slétt þar til 1 lykkja er að gati, 2Szs, 1S, snúið við
Endurtakið umferðir 3 og 4 þar til allar lykkjur hafa verið prjónaðar = 16 lykkjur

Skiptið þeim á 2 prjóna og takið upp á hlið hælsins:
Minni sokkur: 10 lykkjur
Stærri sokkur: 14 lykkjur

Umferðin byrjar nú á miðjum hæl (undir il) og er prjónað slétt yfir prjón 1 og 4 en munstur yfir lykkjur á prjóni 2 og 3.
Minni sokkur: nú eru 18 lykkjur á prjóni 1 og 4 en 13 lykkjur á prjóni 2 og 3
Stærri sokkur: nú eru 22 lykkjur á prjón 1 og 4 en 13 lykkjur á prjóni 2 og 3.

Prjónið eina umferð slétt á prjóni 1 og 4, ATH: prjónið lykkjur á hælstykki Sz og munstur á prjóni 2 og 3.

Úrtaka á aukalykkjum:
Prjónn 1: prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóninum, 2Ss, 1S,
Prjónn 2: prjónið munstur
Prjónn 3: prjónið munstur
Prjónn 4: 1S, 2Szs, prjónið slétt út prjóninn

Prjónið 1 umferð án úrtaka (prjónið slétt á prjónum 1 og 4 en munstur yfir prjóna 2 og 3)
Endurtakið þessar tvær umferðir þar til 13 lykkjur eru eftir á prjóni 1 og 4.

Prjónið nú áfram án úrtaka þar til lengd á sokk er 4 sm styttri en rétt lengd á að vera.

Úrtaka á tá:
Nú er prjónað slétt yfir allar lykkjur, prjónið úrtökuumferð þannig:

Prjónn 1: prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir 2Ss, 1S
Prjónn 2. 2Sz, prjónið slétt út prjóninn
Prjónn 3: prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir 2Ss
Prjónn 4: 1S, 2Szs, prjónið slétt út prjóninn

Prjónið 3 umferðir án úrtöku
Prjónið úrtökuumferð
Prjónið 2 umferðir án úrtöku
Prjónið úrtökuumferð
Prjónið 1 umferð án úrtöku
Takið nú í hverri umferð þar til 16 lykkjur eru eftir, prjónið þá 2 lykk jur slétt saman út umferðina = 8 lykkjur eftir. Slítið bandið frá og dragið í gegnum þær sem eftir eru.

Gangið frá endum, þvoið sokkana og leggið til þerris.

 

Zig-Zag sokkar Smart nærmynd_merktNærmynd af munstri sokkanna
ZigZag sokkar Dale Falk nærmynd_merkt

Sokkauppskriftina á pdf formi má nálgast hér

Eigið góða helgi

– Prjónakveðja frá Guðrúnu Maríu

Tags: , , , , , , , , , , , , ,

Prjónauppgjör júlí-september

Einhverra hluta vegna dró ég það að blogga um prjónaskapinn í sumar en ég tók nú ekki pásu. Ég prjóna hvern einasta dag ársins eitthvað smávegis alla vega. Mér þykir gott að halda utan um það sem ég prjóna hér svo nú kemur listi með smá upplýsingum við hverja mynd. Man ekki alveg í hvaða röð hlutirnir voru prjónaðar en svona nokkurn veginn 🙂

Í júlí fórum við mamma til Færeyja í heimsókn til ættingja og vina. Þar prjónaði ég loksins mitt fyrsta færeyska sjal.

Færeyskt sjal 
Garn: Navia Uno
Prjónar nr 5,5

Færeyskt sjal1 merkt minnkuð

Þegar ég hafði prjónað þetta sjal var ekki aftur snúið og ég teiknaði upp tvö sjöl og prjónaði. Lesa má um þau hér

Demantur – færeyskt sjal
Garn: Snældan 2ja þráða
Prjónar nr 5,5 og 6


041 copy
Minna sjalið er prjónað á prjóna nr 5,5

060 copyStærra sjalið er prjónað á prjóna nr 6

Blómaknúpar – færeyskt sjal
Garn: Einrum +2
Prjónar nr 5,5

025 copy

Uppskriftir af sjölunum getur þú keypt hjá mér, gudrun@handverkskunst.is eða á Ravelry: Demantar og Blómaknúpar bæði sjölin er seld á íslensku, ensku eða dönsku.

Afmæliskjóllinn hennar Maíu Sigrúnar var líka prjónaður í Færeyjum. Uppskriftina fékk ég á Ravelry

Afmæliskjóll Maíu
Garn: Santa Fe
Prjónar nr 4
Stærð: 18 mánaða

Afmæliskjólinn minkuð mix merktMaía Sigrún í kjólnum, hún verður 1 árs 18. nóvember n.k.

Við mægður ákváðum að prjóna og hekla tuskur, hafði verið lengi á dagskrá en alltaf dregist

Borðtuskur 
Garn: Bómullargarn
Prjónar nr 3 og 3,5

Tuskur allar merktFría uppskrift finnur þú á síðunni okkar, bloggfærsla er hér

Júlí vettlingarnir voru tvöfalt prjón vettlingar sem frænka mín fékk í afmælisgjöf í ágúst. Munstrið fann ég á netinu og breytti smávegis svo það passaði á þessa vettlinga

Kisuvettlingar handa frænku
Garn: Arwetta Classi
Prjónar nr 2,5

Ingibjargar vettlingar merkt minnkuð

Það kom að því að ég prjónaði eitthvað á mig. Þessa peysuuppskrift hafði ég séð á heimasíðu Filcolana fyrir nokkru síðan og keypti mér 3ja þráða Snældu í Færeyjum til að prjóna hana úr.

Gula peysan mín
Garn: Snældan 3ja þráða
Prjónar nr 4,5

Gula peysan mínEkki mjög góð mynd en ég á eftir að taka betri mynd af henni.

Þennan Hello Kitty kjól prjónaði ég árið 2012, uppskrift eftir mínu höfði en ég kláraði ekki að sauma slaufu og augu í Hello Kitty fyrr en í ágúst 2014.

Hello Kitty kjóll
Garn: Sisu
Prjónar nr 3
Stærð: 4ra ára

Hello Kitty kjóll merkt minnkud

Ágúst vettlingarnir voru fljótprjónaðir en uppskriftina fékk ég hjá Ásu í Buffaló Ása á Facebook. Fór nokkrum sinnum til hennar á Krika við Elliðavatn í sumar og hitti þar fleiri prjónakonur, skemmtilegur félagsskapur.

Frozen vettlingar
Garn: Léttlopi
Prjónar nr 4,5

Frozen vettlingar AR merktAþena var sátt við þessa flottu vettlinga

Í ágúst hafði samband við mig kona í Frakklandi sem sá Marius peysurnar mínar og vildi endilega fá Hello Kitty útgáfuna handa 4ra ára dóttur sinni.

Marius Hello Kitty peysa og húfa
Garn: Sisu
Prjónar nr 3,5
Stærð: 4ra ára

HK frakkland

HK húfa Frakkland sameinaðHúfuna prjónaði ég með tvöfalt prjón aðferðinni svo hún verður góð í vetur

Aþena fór að fá mikinn áhuga á prinsessum og kórónum og vildi endilega að amma prjónaði kórónu handa sér. Auðvitað var það snarað fram 🙂

Kóróna
Garn: Rautt með glimmer sem ég átti til
Prjónar nr 4

Aþena kóróna minnkuð merkt

Þegar dóttir vinkonu minnar bað mig um að prjóna heimferðasett á barnið sitt var það sjálfsagt mál. Hún valdi sér dress á prinsinn og ég hófst handa. Ég prjónaði ekki alveg minnstu stærðina svo hann geti notað það aðeins lengur.

Heimferðasett á prins
Garn: Dale Baby ull
Prjónar nr 3
Stærð: 3 mánaða
Uppskrift úr Dale Baby nr 277

Helgudress1 merkt

Fyrst ég var byrjuð að prjóna á hann skellti ég í eitt teppi líka. Það er að mínu mati nauðsynlegt að eiga alla vega eitt teppi fyrir litlu krílin. Uppskriftina fann ég á Ravelry og hún er frí þar.

Barnateppið Chevron Baby Blanket
Garn: Dale Baby Ull (prjónaði úr tvöföldu garni)
Prjónar nr 6

Helguteppi merkt

Ég er voðalega lítið fyrir leyniprjón en freistaðist til að vera með í september í Mistery Mitt á Ravelry. Þar fengum við vikulega hlut af uppskriftinni. Byrjaði ágætlega en svo sá ég að vettlingarnir voru ekki alveg að gera sig. Byrjaði á prjónum nr 3 en þeir voru á mjög smávaxna hendi svo ég rakti hann upp og breytti í prjóna nr 3,5.  Eitthvað var ég ekki sátt við þá svo ég hætti og kláraði þá ekki. Ég held að leyniprjón sé bara ekki minn vettvangur. Ég vil vita hvað ég er að fara að prjóna 🙂

Hello Kitty húfa fyrir Aþenu
Garn: Easy Care frá Mayflower
Prjónar nr 3,5

Hello Kitty Easy Care

 

Soria Moria vettlingar
Garn: Dale Baby Ull
Prjónar nr 3,5

Leynivettlingaprjón merkt sameinaðFramhlið og bakhlið vettlingsins

September vettlingar mínir urðu því einfaldir þar sem ég hafði einungis tvo daga til að prjóna þá.

September vettlingar
Garn: Kambgarn
Prjónar nr. 3,25

September vettlingar

Ég smitaðist af konum úr Handóðir prjónarar á Facebook en þær voru að tala um Ugluhúfur en uppskriftin fæst á Ravelry. Skellti í handa 4 börnum, afskaplega fljótprjónaðar húfur.

Ugluhúfur
Garn: bláa er prjónuð úr Gipsy, hvíta úr Merino ull+Kar-Sim, ljósbrúna úr Merino ull
Prjónar nr 6,5

Ugluhúfur merkt

 

Ég byrjaði á húfu með kraga fyrir Maíu mína, en er ekki alveg sátt við hana svo hún hefur ekki verið fullkláruð. Þarf að hugsa þetta aðeins betur.

Húfan hennar Maíu
Garn: Dale Baby Ull
Prjónar nr 3

húfa með kraga Maía

Ég held að þetta sé nú upptalið man annars ekki eftir því að hafa prjónað fleira á þessum mánuðum 🙂

Prjónakveðja

   – Guðrún María

Tags: , , , , , , , ,

Jólin nálgast

Það eru að koma jól, ertu byrjuð/byrjaður að föndra fyrir jólin?

Jólasokkur hnífapör hvítmerkt og mHnífapörin taka sig vel út – frí uppskrift

Við mæðgur höfum mjög gaman af því að prjóna og hekla fíngerða hluti. Nú þegar jólin nálgast förum við að hugsa um hluti til að prjóna eða hekla hluti til skreytinga. Þegar ég legg á borð á aðfangadag þykir mér svo skemmtilegt að draga fram eitthvað sem ég nota bara um jólin. Nú í ár ætla ég að skreyta borðið með sokkum utan um hnífapörin.

Þessir sokkar eru ekki mín hugmynd en ég sá þessa mynd á netinu í fyrra og útbjó mína uppskrift af þeim og þykir þeir ansi krúttlegir og hlakka til að sjá þá á dekkuðu jólaborðinu. Servéttuhringir sem móðir mín gaf mér fyrir mörgum árum hafa verið mikið notaðir, þeir verða ekki gleymdir en fá hvíld nú um jólin. Þessir eru heklaðir af konu sem bjó í sama húsi og móðir mín, því miður veit ég ekki nafn hennar.

heklaður servéttuhringur merktur minnkaður

Árið 2012 hannaði ég þessar prjónuðu bjöllur á ljósaseríur. Þar sem ég er lítill heklari en hafði ég lengi horft á allar bjöllurnar sem voru heklaðar um allt og langaði líka í mína seríu. Flottar bjöllur og fallegar á ljósaseríu.

Bjöllur allar merkt minnkudUppskriftin af 4 prjónuðum bjöllum kostar kr 900 og þú getur keypt hana hérna

hekluð sería frá EKG merkt

Hún Elín er með svo margar útgáfur af bjöllum. Smelltu hér til að skoða úrvalið hennar.

Prjónað utan um jólakúlur var verkefni fyrir jólin 2013. Fíngert prjón höfðar mikið til mín og þessar kúlur eru prjónaðar á prjóna nr 2-2½ úr heklgarni nr 10. Þær taka sig vel út á jólatré, sem pakkaskraut, saman í skál eða hvar sem hugarflugið leiðir þær.

prjónadar allar merktAllar 3 tegundir saman komnar, uppskrift fæst hér

jólakúla á tre merktJólakúlan tekur sig vel út á jólatré

Heklaðar jólakúlur voru líka hannaðar af Elínu og gaman að blanda saman hekluðum og prjónuðum jólakúlum.

Heklaðar saman merkt minkud

Jólin eru skemmtilegur tími og það er virkilega gaman af því að hanna fyrir jólin. Ég á 4 dætur og hún Guðmunda mín hannar mikið smáhluti sem hún saumar. Flott handverk hjá henni og gaman að skreyta jólapakka með munum frá henni.

Gudrunardaetur merktKíktu á Facebook síðu hennar og skoðaðu úrvalið.

Við verðum með jólanámskeið þar sem bæði prjónað og heklað verður fyrir jólin:
Akureyri
Grindavík
Reykjavík

Skoðaðu uppskriftirnar okkar:
– Jólasokkur – frí uppskrift (.pdf)
Fríar prjónauppskriftir
Fríar hekluppskriftir
Seldar prjónauppskriftir
Seldar hekluppskriftir

Góða helgi til allra

– Prjónakveðja, Guðrún María

Tags: , , , , , ,

Færeysk sjöl

060 copy

Að prjóna sjal þykir mér skemmtileg iðja, það er þó ekki langt síðan ég byrjaði að prjóna sjöl eins og ég hef áður bloggað um. Bókin Føroysk Bindingarmynstur, Bundnaturriklæðið hefur móðir mín átt síðan í byrjun 9. áratugarins og ég stundum skoðað hana og langað að prjóna færeyskt sjal. Bókin inniheldur ekki mikið af leiðbeiningum en ég vissi þó að færeysk sjöl hafa þá sérstöðu fram yfir önnur sjöl að þau sitja svo vel á öxlunum. Þetta þykir mér mikill kostur og er hægt að nota sjölin í stað gollu eins og Elín dóttir mín sagði þegar hún prófaði sjölin sem ég prjónaði á síðustu 3 vikum.

006 copy

Færeysk sjöl eru:

 • Alltaf prjónuð með garðaprjóni
 • Skiptast í 2 vængi og miðjustykki. Miðjustykkið er misbreytt en passa verður að hafa það ekki of mjótt eða ekki færri en 25 lykkur og mest fer það í 35 lykkjur
 • Sjalið er prjónað neðan frá og upp
 • Kögur var og er sett neðst á sjalið en í dag er einnig farið að hekla hringinn í kringum sjalið og sleppa kögri
 • Miðlungssjal inniheldur 300-350 lykkjur en stórt sjal 400-450 lykkjur í upphafi
 • Vængirnir mynda þríhyrning sem gerir það að verkum að sjalið situr vel en hafa sum sjöl einnig úrtökur á öxlunum
 • Lögun þeirra gerir það að verkum að þau sitja sem fastast á öxlum notanda þrátt fyrir að hann sé á ferðinni, óþarfi að festa það með nælu eða loka að framan á annan hátt

Færeyskt sjal1 merkt minnkuð

Í sumar fór ég til Færeyja og notaði tækifærið og prjónaði eitt sjal um leið og ég ræddi við mér fróðari konur um færeysku sjölin. Það sjal prjónaði ég úr Navia Uno á prjóna nr. 5,5

Það varð ekki aftur snúið ég elska þetta sjal og ákvað að hanna mína eigin uppskrift að sjali. Ég keypti garnið Snældan 2ja þráða í Færeyjum og prjónaði frumgerðina úr því. Ég ákvað að prjóna annað og hafa það aðeins stærra og lausara í sér þ.e. prjóna úr grófari prjónum.

050 copy

Litla Prjónabúðin selur garnið frá Snældunni hér á Íslandi og þangað dreif ég mig og keypti mér garn hjá Döggu. Snældan er dásamlegt ullargarn og stingur ekki. Gott að prjóna úr því og til í mörgum fallegum litum.

054 copy

Eftir að hafa prjónað þessi þrjú sjöl var ég eiginlega komin í ham og langaði að gera eitt enn. Verslunin Amma Mús var að opna á Grensásvegi og þar var nýtt garn Einrum á kynningarverði. Ég stóðst ekki mátið og keypti mér garn (Einrum + 2) með það í huga að prjóna annað sjal. Skundaði heim og teiknaði upp nýtt munstur og hófst handa við að prjóna 🙂

025 copy

Öll sjölin er prjónuð slétt allar umferðir þ.e. garðaprjón en mismikið munstur á þeim. Sjalið Demantar er hannað með aukaúrtökum á öxlum en sjalið Blómaknúpar hefur eingöngu hinar hefðbundnu fjórar úrtökur í annarri hverri umferð.

035 copy

Þetta sjal er einstaklega fallegt og kjörið að prjóna á verðandi brúðir til að hafa við höndina á bruðkaupsdaginn

Hér sérðu sjölin útbreidd:

055 copy

Demantar, stærra sjal (breidd: 160 cm, sídd: 70 cm)

043 copy

Demantar, minna sjal (breidd: 145 cm, sídd: 62 cm)

030 copy

 Blómaknúpar (breidd: 174 cm, sídd: 88 cm)

Er ég ekki búin að vekja forvitni þína og heilla upp úr skónum með þessum sjölum? Uppskriftir af sjölunum getur þú keypt hérna

Prjónakveðja,
Guðrún María

 

 

 

 

Tags: , , , , ,

Maí uppgjör

Ég prjóna á hverjum degi en það rennur mishratt af prjónunum hjá mér. Ég datt í sokkaprjón í maí enda alsæl með uppgötvun mína á 20 og 30 cm prjónum. Þvílík snilld og sokkaprjónar að verða algjör undantekning 🙂

Þetta er hann Móri minn, 2 1/2 árs gutti. Hann var ekki sáttur við það um daginn að amma prjónaði eins peysur á systur hans og frænku. Svo hann varð nú heldur betur glaður þegar hann fékk þessa fallegu apahúfu og alveg eins handa Maíu og Aþenu.

Móri merktur

Þessi húfa var lengi búin að vera á verkefnalistanum hjá mér og þar sem ég gat ekki ákveðið hver ætti að fá svona húfu prjónaði ég á þau öll þrjú gullin mín litlu.

Apahúfur merkt6

Apahúfur merkt4

Stærri húfurnar prjónaði ég úr Mayflower Easy Care frá versluninni Rósa Amma en litla húfan er prjónuð úr Dale Baby Garn frá A4. Uppskriftin heitir Monkey Hat frá Mary Ann Stephens sem ég keypti á Ravelry.

Vettlingar maí mánaðar voru auðveldir að prjóna. Ég valdi mér þessa vettlinga sem ég sá á Ravelry og má nálgast uppskriftina frítt, hún heitir Mittens with Leaves og er á ensku. Ég notaði Kambgarn og prjóna nr. 3,5

Maívettlingar merkt

 

Kjóllin Clara dress var loksins prjónaður. Ég notaði Drops Alpacka Silk, gott að prjóna úr þessu garni en ég er ekki viss ennþá hvort ég láti Maíu fá þennan kjól eða prjóni annan og stækki uppskriftina. Mig langaði að gefa henni þennan kjól fyrir 1 árs afmælið og þess smellpassar á hana núna 7 mánaða gamla. Svo hver fær kjólinn er ekki ennþá ákveðið, en fallegur er þessi kjóll.

Clara dress Maía

Sokkar

Prjónaði nokkur sokkapör og datt í sokkabók sem ég keypti mér í apríl sem heitir: Sokker. Strikking hele året eftir Bitta Mikkelborg og er hún á norsku.

Røff og tøff prjónaði ég handa Móra á prjóna nr 3 úr Dale Baby Garn. Fínir sokkar fyrir næsta vetur.

Mórasokkar merkt

 

Öklasokkarnir Søte frøken sommer urðu næst fyrir valinu. Munstrið á ristinni nýtur sín ekki nógu vel með þessu garni en þetta eru þægilegir sokkar að smella á fæturnar þegar kalt er. Garn: sokkagarn frá Lane Cervinia, prjónar nr 3

Ökklasokkar merkt

 

Leikskólasokkar á Aþenu mína eru tilbúnir fyrir veturinn en fyrri sokkana Eyrarbakki úr prjónabókinn Hlýir fætur voru prjónaðir á prjóna nr 2,5 úr Regia sokkagarni. Seinna parið Vilje eru prjónaðir á prjóna nr 3  úr sokkagarni frá Lane Cervinia. 

Aþenusokkar2 merkt

 Eyrarbakki

Aþenusokkar merkt

Vilje

 

Ætlunin er að prjóna eins sokka á Móra og Maíu en ég er bara búin með hennar sokka. Eitthvað annað greip mig svo Móra sokkar verða prjónaðir seinna í sumar. Sokkarnir heita Espen Askepott og eru prjónaðir á prjóna nr 3 úr sokkagarni frá Lane Cervinia. Ekki beint stelpulegir sokkar en prjónaðir fyrir Móra svo þau systkinin geti verið eins í vetur 🙂

Maíusokkar merkt

 

Að lokum datt í í þessa hnésokka. Ég elska þennan eiturgræna lit og veit ekkert hver fær sokkana en langaði bara að prjóna þá. Sá þetta skrautmunstur einhvers staðar og ákvað að prófa það á sokka og hafði þá einfalda að öðru leiti. En eins og stundum gerist með mig þá eru nokkur verkefni í gangi þannig að ég hef bara prjónað annan sokkinn. Hinn kemur síðar í sumar 🙂 Prjónaðir á prjóna nr 3 úr sokkagarni frá Lane Cervinia

grænu hnésokkarnir merkt

grænu hnésokkarnir nærmynd merkt

 Nærmynd af munstrinu

Læt þetta duga í bili, prjónaði eina húfu úr tvöföldu prjóni líka í maí en á eftir að mynda hana 🙂

Prjónakveðja út í sumarið til allra

– Guðrún María

Tags: , , , ,

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

 • wordpress_test_cookie
 • wordpress_logged_in_
 • wordpress_sec
 • devicePixelRatio

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur