Tag Archives: ömmuhekl

Ömmuferningur

Hér er uppskrift af því hvernig á að gera hefðbundinn ömmuferning.

Upphafslykkjur: Byrjið með lit A, heklið 6 ll og tengið með kl til að mynda hring.

1. umf: 3 ll (telst sem 1 st), 2 st í hringinn, 3 ll, * 3 st í hringinn, 3 ll; endurtakið frá * tvisvar í viðbót, tengið með kl í 3ju ll af þeim þrem sem voru heklaðar í byrjun. Skiptið í lit B.

2. umf: Tengið lit B í hvaða loftlykkjubil sem er, 3 ll (telst sem 1 st), [2 st, 3 ll, 3 st] í sama loftlykkjubil (horn búið til), *1 ll, [3 st, 3ll, 3 st] í næsta loftlykkjubil; endurtakið frá * tvisvar í viðbót, 1 ll, tengið með kl í 3ju ll af þeim þrem sem voru heklaðar í byrjun. Skiptið í lit C.

3. umf: Tengið lit C í hvaða horn sem er, 3 ll (telst sem 1 st), [2 st, 3 ll, 3 st] í sama loftlykkjubil, *1 ll, 3 st í ll bilið, 1 ll, **[3 st, 3 ll, 3 st] í næsta horn; endurtakið frá * tvisvar og frá * til ** einu sinni enn, tengið með kl í 3ju ll af þeim þrem sem voru heklaðar í byrjun. Skiptið í lit D.

4. umf: Tengið lit D í hvaða horn sem er, 3 ll (telst sem 1 st), [st, 3 ll, 3 st] í sama loftlykkjubil, *[1 ll, 3 st], í hvert loftlykkjubil meðfram ferningnum, 1 ll, **[3 st, 3 ll, 3 st] í næsta horn; endurtakið frá * tvisvar og frá * til ** einu sinni, tengið með kl í 3ju ll af þeim þrem sem voru heklaðar í byrjun.

Hvað er:
llstklEf ferningurinn á að vera stærri þá er hægt að gera eins margar umferðir og mann lystir c”,)
Ferningurinn sem ég gerði hér var 7 umferðir.

Tags: , ,

Teppi handa Guðmundi Óskari

Ég lá inná spítala í febrúar 2009. Það var ekki það skemmtilegasta sem ég gerði og leiddist mér afskaplega. Því var tilvalið að nýta tímann og hekla. Begga systir hans Freys var þá nýbúin að eignast strákinn sinn – Guðmund Óskar. Og því eiginlega bara meant to be að hekla handa honum eitt stykki teppi.

Ég ákvað að gera fullt af litlum ömmu-ferningum og hekla saman. Ég fór í Molý og keypti mér risa 400 gramma dokkur af bláu og hvítu og keypti svo 2 dokkur af grænu úr e-u öðru garni sem ég man ekki hvað heitir.
Ég notaði heklunál nr. 3 – sem var eiginlega of lítið fyrir þetta garn.

Það eru ekki allir jafn hrifnir af risa akríl dokkunum sem er verið að selja…en ég elska þær…og ég elska akríl.

Ferningarnir urðu rúmlega 80 og ég ætlaði aldrei að klára að ganga frá öllum þessum endum! Enda voru 8 endar á hverjum ferning. *úfffff*

Þetta tókst allt að lokum og teppið varð ótrúlega flott þótt ég segi sjálf frá!

Tags: , ,

Teppið hans Mikaels

Ég var að skoða einn daginn á Flickr-inu hjá Söru London. Sem er hreint út sagt hekl snillingur og idol-ið mitt. Og rakst á þessa mynd. Mér fannst þetta of töff og ég hreinlega varð að gera svona.

Þá var bara spurning handa hverjum?

Hr. Mikael varð fórnarlambið mitt að þessu sinni. Þannig að það var rölt út í Europris og keypt garn. Ég hafði hugsað mér að hafa teppið hvítt og hafa nokkra bláa liti með…kannski smá grænt. En Mikael var ekki á sömu skoðun og valdi hann þessa 3 liti – svart, rautt og blátt.

Ég hafði enga uppskrift svo ég varð bara að prófa mig áfram. Það var samt alveg merkilega auðvelt. Þeir sem eru vanir að gera ömmu-ferninga ættu ekki að vera í neinum vandræðum með þetta.

Upprunalega átti teppið að vera röndótt en mynstrið varð til fyrir mistök.
Mér líkaði það svo ég hélt því þannig.

Ég heklaði teppið í lok 2008. Í gær var ég svo að þvo teppið og steingleymdi að teppið væri úr ullargarni. Svo nú er teppið þæft.
Teppið er mest líklegast ekki ónýtt. En nú er það enn styttra á breiddina og ekki hægt að nota það sem rúmteppi lengur. Það nýtist vonandi sem sófateppi.

Hér má svo sjá ungherra Mikael stilla sér upp við teppið fyrir móður sína.
Mikael er ca. 140 á hæð, svo teppið er þokkalega langt.
Ein mynd fyrir mig…

…og ein fyrir hann c”,)
Tags: , ,

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur