Þríhyrningateppi – uppskrift

Hér kemur uppskriftin af þríhyrningateppinu sem hefur vakið svo mikla lukku. Vona að uppskriftin sé auðskilin og að þið eigið eftir að skemmta ykkur jafn vel og ég við að gera þetta teppi c“,)


Þríhyrningur:
Gerið 5 ll, tengið saman í hring með kl.
1.umferð: 3 ll (telst sem 1 st), 2 st í hringinn, 4 ll, 3 st, 4 ll, 3 st, 4 ll, tengið saman með kl í 3ju ll sem var hekluð í byrjun.
2. umferð: 3 ll (telst sem 1 st), st í næstu 2 st, *3 st, 4 ll, 3 st* í loftlykkjubilið, st í næstu 3 st, *3 st, 4 ll, 3 st* í loftlykkjubilið, st í næstu 3 st, *3 st, 4 ll, 3 st* í loftlykkjubilið, tengið saman með kl í 3ju ll sem var hekluð í byrjun.
3. umferð: 3 ll (telst sem 1 st), st í næstu 5 st,*3 st, 4 ll, 3 st* í loftlykkjubilið, st í næstu 9 st, *3 st, 4 ll, 3 st* í loftlykkjubilið, st í næstu 9 st, *3 st, 4 ll, 3 st* í loftlykkjubilið, st í næstu 3 st, tengið saman með kl í 3ju ll sem var hekluð í byrjun.
4. umferð: 3 ll (telst sem 1 st), st í næstu 8 st,*3 st, 4 ll, 3 st* í loftlykkjubilið, st í næstu 15 st, *3 st, 4 ll, 3 st* í loftlykkjubilið, st í næstu 15 st, *3 st, 4 ll, 3 st* í loftlykkjubilið, st í næstu 6 st, tengið saman með kl í 3ju ll sem var hekluð í byrjun.
5. umferð: 3 ll (telst sem 1 st), st í næstu 11 st,*3 st, 4 ll, 3 st* í loftlykkjubilið, st í næstu 21 st, *3 st, 4 ll, 3 st* í loftlykkjubilið, st í næstu 21 st, *3 st, 4 ll, 3 st* í loftlykkjubilið, st í næstu 9 st, tengið saman með kl í 3ju ll sem var hekluð í byrjun.
Þríhyrningurinn er tilbúinn.

Heklið 54 þríhyrninga, eða 18 af hverjum lit ef þið ætlið að hafa 3 liti.

Raðið þríhyrningunum saman í þá röð sem þið viljið hafa þá áður en þið byrjið að hekla þá saman.
1. röð: 7 þríhyrningar
2. röð: 9 þríhyrningar
3. röð: 11 þríhyrningar
4. röð: 11 þríhyrningar
5. röð: 9 þríhyrningar
6.röð: 7 þríhyrningar


Heklað saman:
Teppið er heklað saman með fp. Snúið þríhyrningunum saman á röngunni og heklið 1 fp í þann helming lykkjunar sem er á réttunni. Byrjið á að hekla einn og einn þríhyrning saman til að mynda raðir og heklið svo raðirnar saman. Fp halla aðeins svo það er fínt að passa sig á að hekla alltaf í sömu átt svo fp halli allir í sömu átt.
(Á þessari mynd sést hvernig er heklað í helming lykkjunnar – á röngunni reyndar).


Heklað utan um:
1. umferð: Byrjið hvar sem er með því að stinga nálinni í e-a lykkju, 1 ll, 1 fp í sömu lykkju, 1 fp í hverja lykkju. Gerið 5 til 7 fp í hornin (hvort sem ykkur finnst þurfa), lokið umferðinni með 1 kl í 1sta fp umferðarinnar.
2. umferð: 1 ll, 1 fp í sömu lykkju, 4 fp, *3 ll, 1 kl í 1. ll þessara 3ja* = hnútur gerður, 5 fp, 1 hnútur, endurtakið út umferðina, lokið umferðinni með kl í 1sta fp umferðarinnar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur