Tvöfalt prjón er vinsælt og ekki að ástæðulausu :)

Það eru ekki mörg ár síðan ég sá fyrst prjónað með tvöfalt prjón aðferðinni. Þessi aðferð vakti athygli mína á Ravelry.com og prjónaði ég einn trefil. Tók mig um 2 vikur að prjóna hann en aðferðin greip mig og mér þótti mjög gaman að prjóna trefilinn.

Hauskuputrefill_medium

Ég lagði þessari tækni síðan til hliðar og prjónaði ekki í 2 ár með aðferðinni tvöfalt prjón en auðvitað er ég alltaf prjónandi svo margt annað rann af prjónunum bara ekki tvöfaldar flíkur 🙂

Haustið 2012 byrjuðum við mæðgur með Handverkskúnst og ákváðum að halda námskeið og kenna prjón og hekl. Ég hafði horft lengi á hekluðu bjöllurnar sem allir voru að gera og þótti þær gífurlega fallegar. En þar sem ég er mun sterkari í prjónaskap en hekli hafði ég aldrei lagt í að hekla mér seríu. Var reyndar svo heppin að dóttir mín gaf mér eina svo ekkert rak mig áfram í að læra að hekla þær.

hekluð sería frá EKG

Heklaðar bjöllur

Aftur á móti hvatti Elín mig til að prjóna bjöllur og var hún viss um að einhverjar myndu vilja prjóna sér líka seríu. Úr varð að ég settist og byrjaði að prjóna og rekja upp og prjóna þar til ég fann rétta stærð og úr urðu 4 mismunandi munstur af bjöllum.  Viti menn bjöllurnar vöktu gífurlega athygli og margar komu á námskeið og fjöldi annarra keypti sér uppskriftina. Svo ég var ekki sú eina sem langaði í bjöllur á seríuna mína en bara ekki heklaðar heldur prjónaðar 🙂

Bjöllur_minnkuð

Prjónaðar bjöllur

Ég ákvað nú fljótt að ekki gæti ég bara verið að kenna fólki að prjóna bjöllur svo eitthvað fleira yrði nú að koma til. Þá ákvað ég að draga fram aftur tvöfalda prjónið. Prjónaði nokkrar húfur og setti saman námskeið.

DK_Allt í bland

DK_Micha

Micha frændi valdi sér hauskúpur á húfuna sína

DK_Stina

Stína frænka var heldur betur ánægð með Hello Kitty húfuna sína

Það er ekki að ástæðulausu sem þetta námskeið er það allra vinsælasta og hefur sprengt allar mínar væntingar til áhuga fólks á þessari tækni. Þessi prjónaaðferð er svo skemmtileg og alls ekki flókin þegar tæknin er komin á hreint. Útkoman er skemmtileg og hefur marga góða kosti t.d.:

  • flík sem snúa má á báða vegu
  • engir þræðir að flækja sig í á röngunni
  • munstur herpist ekki
  • extra hlý flík en ekki of þykk eða óþjál
  • barnið fer aldrei í flíkina öfugt því sama er hvor hliðin snýr út

Vettlingar ugla og köttur

Ungbarnavettlingar

sokkar

Ungbarnasokkar (sama parið sitthvor hliðin)

fuglavettlingar_bakhlið

Kvenmannsvettlingar (sama parið sitthvor hliðin)

fuglavettlingar

Kvenmannsvettlingar (sama parið sitthvor hliðin)

Kaktus

Herravettlingar (sama parið sitthvor hliðin)

teppi hlið A

Barnateppi (hlið A)

teppi hlið B

Barnateppi (hlið B)

Svo þú sér lesandi góður að það er ekki að ástæðulausu sem þessi námskeið hafa notið svona mikilla vinsælda. Ekki bara skemmtileg prjónaaðferð heldur mjög svo mikið notagildi í flíkinni sem þú prjónar.

Það er nú einu sinni svo að alltaf vill maður læra meira og meira svo þegar þú hefur náð góðu valdi á þessari aðferð með tveimur litum ferðu að vilja læra meira eins og t.d. að prjóna sitthvort munstrið þannig að útkoman verður áfram tvær flíkur en ólíkar þar sem hliðarnar skipta ekki bara um lit. Nú eða bæta við lit númer 3 og jafnvel 4.

529206_433423366747223_3230446_n

Herrahúfa (sitthvort munstrið)

peysan

Barnapeysa (sitthvort munstrið)

Ég er með fast aðsetur í Reykjavík með námskeiðin mín en fer út á land þegar pöntun berst og hef virkilega gaman að því að ferðast og hitta prjónakonur og -menn (reyndar bara fengið einn karlmann á námskeið til mín) um allt land.

Í nóvember ætla ég að vera á Akureyri og Ísafirði svo ef þú hefur áhuga á að koma á námskeið og/eða þekkir einhverja sem hafa áhuga þá endilega deildu þessu áfram til þeirra. Dagsetningar koma hér fljótlega

Tvöfaldar prjónakveðjur,
Guðrún María

Skildu eftir svar