Dokkurokkurinn passar upp á garnið þitt á meðan þú prjónar eða heklar. Þú skellir dokkunni á pinnann og dokkan snýst svo hring eftir hring með garninu þínu á meðan þú vinnur. Dokkan skoppar ekkert í burtu, dettur ekki á gólfið eða flækist í verkefnapokanum. Pinninn er laus á svo hægt er að færa hann til ef þörf er á.
Dokkurokkurinn er íslensk framleiðsla, smíðaður af fullorðnum herramanni á Austurlandi. Hægt að fá dokkurokk fyrir eina dokku eða tvær.