Bohemian Oasis – 14. júní

0

6.000 kr.

Quick overview:

Margir kannast við Bohemian Oasis Teppið frá Garnstudio. Það hefur verið vinsælt í mörg ár og virðist aldrei ætla að detta úr tísku. Enda eru möguleikarnir eru svo margir og fjölbreytnin ótrúleg. Ekkert teppi er eins. Aðrir litir eða önnur leið til að tengja dúllurnar saman og þú ert komin með allt annað teppi en þú heklaðir síðast.
Námskeiðið er kennt fimmtudaginn 14. júní kl. 18:30-21:00
Staðsetning: Handverkskúnst, Hraunbæ 102b, 110 Reykjavík
Frekari upplýsingar neðar á síðunni.

Á lager

SKU: BohemianOasis Category: . Tags: , .

Vörulýsing

Margir kannast við Bohemian Oasis Teppið frá Garnstudio. Það hefur verið vinsælt í mörg ár og virðist aldrei ætla að detta úr tísku. Enda eru möguleikarnir eru svo margir og fjölbreytnin ótrúleg. Ekkert teppi er eins. Aðrir litir eða önnur leið til að tengja dúllurnar saman og þú ert komin með allt annað teppi en þú heklaðir síðast.
Á námskeiðinu verður kennt að hekla Bohemian Oasis dúlluna, hvort sem er eftir texta eða táknum, og tvær aðferðir til þess að tengja dúllurnar saman.
Gott er að kunna að hekla loftlykkjur og stuðla áður en námskeiðið er setið, en ekki nauðsynlegt.
Örvhentir sem rétthentir velkomnir.
Námskeiðið er kennt fimmtudaginn 14. júní kl. 18:30-21:00
Staðsetning: Handverkskúnst, Hraunbæ 102b, 110 Reykjavík
**15% afsláttur er af garni á námskeiðiskvöldi**
Námskeiðið er ca. 2,5 klst og innifalið í námskeiðinu er:
– Kennsla og leiðbeiningar.
– Uppskrift af Bohemian Oasis teppinu í texta og táknum.
Verð: 6.000 kr.
**Athugið að mörg stéttarfélög styrkja félaga sína á námskeið**
Nánari upplýsingar fást í tölvupósti sala@garn.is eða í síma 662-8635 Elín
Lágmarksfjöldi þátttakenda: 4
Hámarksfjöldi þátttakenda: 10