Skuggahekl – 20. september

0

6.000 kr.

Quick overview:

Á námskeiðinu verður kennd skuggahekl tæknin, uppskrift af Crochet Between the Lines sjalinu fylgir með á námskeiðinu og þeir sem vilja geta byrjað á því, einnig verður sýnt yfir hvernig má nota skuggaprjóns/blekkingarprjóns uppskriftir til að hekla eftir.
Námskeiðið er kennt fimmtudaginn 20. september kl. 18:30-21:00
Staðsetning: Handverkskúnst, Hraunbæ 102b, 110 Reykjavík
Frekari upplýsingar neðar á síðunni.

Á lager

SKU: CBTLhekl-1 Category: . Tags: , , .

Vörulýsing

Skuggahekl er skemmtileg heklaðferð sem leynir á sér. Við fyrstu sýn virðist Skuggahekl vera “bara” línur  en þegar horft er á stykkið frá öðru sjónarhorni kemur annað munstur í ljós.
Skuggaheklið er ekki ný heklaðferð en hefur ekki verið áberandi hingað til. Ekki fyrr en garnframleiðandinn Scheepjes fór af stað með samhekl á sjalinu Crochet Between the Lines. Sjalið er heklað með skuggahekli og er ótrúlega magnað. Það er ógerlegt að mynda sjalið almennilega því það kemst hreinlega ekki til skila á mynd hvernig munstrið er – það breytist eftir því hvernig sjalið er hreyft.
Á námskeiðinu verður kennd skuggahekl tæknin, uppskrift af Crochet Between the Lines sjalinu fylgir með á námskeiðinu og þeir sem vilja geta byrjað á því, einnig verður sýnt yfir hvernig má nota skuggaprjóns/blekkingarprjóns uppskriftir til að hekla eftir.
Nauðsynlegt er að kunna að hekla loftlykkjur og fastapinna til að geta setið námskeiðið.
Örvhentir sem rétthentir velkomnir.
Námskeiðið er kennt fimmtudaginn 20. september kl. 18:30-21:00
Staðsetning: Handverkskúnst, Hraunbæ 102b, 110 Reykjavík
**15% afsláttur er af garni á námskeiðiskvöldi**
Námskeiðið er ca. 2,5 klst og innifalið í námskeiðinu er:
– Kennsla, leiðbeiningar og uppskrift af prufu.
– Uppskrift af Crochet Between the Line, sjali hekluðu með skuggahekli.
Verð: 6.000 kr.
**Athugið að mörg stéttarfélög styrkja félaga sína á námskeið**
Nánari upplýsingar fást í tölvupósti sala@garn.is eða í síma 662-8635 Elín
Lágmarksfjöldi þátttakenda: 4
Hámarksfjöldi þátttakenda: 10

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur