View cart “Bohemian Oasis – 14. júní” has been added to your cart.

Skuggahekl – 27. júní

0

6.000 kr.

Quick overview:

Á námskeiðinu verður kennd skuggahekl tæknin, uppskrift af Crochet Between the Lines sjalinu fylgir með á námskeiðinu og þeir sem vilja geta byrjað á því, einnig verður sýnt yfir hvernig má nota skuggaprjóns/blekkingarprjóns uppskriftir til að hekla eftir.
Námskeiðið er kennt miðvikudaginn 27. júní kl. 18:30-21:00
Staðsetning: Handverkskúnst, Hraunbæ 102b, 110 Reykjavík
Frekari upplýsingar neðar á síðunni.

Á lager

SKU: CBTLhekl-1 Category: . Tags: , , .

Vörulýsing

Skuggahekl er skemmtileg heklaðferð sem leynir á sér. Við fyrstu sýn virðist Skuggahekl vera “bara” línur  en þegar horft er á stykkið frá öðru sjónarhorni kemur annað munstur í ljós.
Skuggaheklið er ekki ný heklaðferð en hefur ekki verið áberandi hingað til. Ekki fyrr en garnframleiðandinn Scheepjes fór af stað með samhekl á sjalinu Crochet Between the Lines. Sjalið er heklað með skuggahekli og er ótrúlega magnað. Það er ógerlegt að mynda sjalið almennilega því það kemst hreinlega ekki til skila á mynd hvernig munstrið er – það breytist eftir því hvernig sjalið er hreyft.
Á námskeiðinu verður kennd skuggahekl tæknin, uppskrift af Crochet Between the Lines sjalinu fylgir með á námskeiðinu og þeir sem vilja geta byrjað á því, einnig verður sýnt yfir hvernig má nota skuggaprjóns/blekkingarprjóns uppskriftir til að hekla eftir.
Nauðsynlegt er að kunna að hekla loftlykkjur og fastapinna til að geta setið námskeiðið.
Örvhentir sem rétthentir velkomnir.
Námskeiðið er kennt miðvikudaginn 27. júní kl. 18:30-21:00
Staðsetning: Handverkskúnst, Hraunbæ 102b, 110 Reykjavík
**15% afsláttur er af garni á námskeiðiskvöldi**
Námskeiðið er ca. 2,5 klst og innifalið í námskeiðinu er:
– Kennsla, leiðbeiningar og uppskrift af prufu.
– Uppskrift af Crochet Between the Line, sjali hekluðu með skuggahekli.
Verð: 6.000 kr.
**Athugið að mörg stéttarfélög styrkja félaga sína á námskeið**
Nánari upplýsingar fást í tölvupósti sala@garn.is eða í síma 662-8635 Elín
Lágmarksfjöldi þátttakenda: 4
Hámarksfjöldi þátttakenda: 10