Langar þig að læra að hekla? Þá er þetta klárlega námskeiðið fyrir þig. Teppahekl er í miklu uppáhaldi hjá mér, það fyrsta sem ég lærði sjálf að hekla var teppi og þekki því vel sjálf hvað teppi eru þægileg byrjendaverkefni.
Þetta námskeið er ætlað þeim sem eru algerir byrjendur í hekli og vilja læra grunninn í hekli. Örvhentir sem og rétthentir velkomnir.
Lágmarksfjöldi er 4 nemendur en hámark er 6 nemendur.
Á fyrra kvöldinu (24. maí) verða heklaðar prufur, farið yfir heiti á heklsporum og lauslega farið yfir hvernig á að lesa út úr uppskrift. Nemendur fara svo heim með nokkrar uppskriftir og prufa sig áfram. Á seinna kvöldinu (31. maí) verður farið yfir það sem gert var heima, spurningum svarað, vandamál leyst og haldið áfram að hekla.
Verð: 14.000
**Athugið að mörg stéttarfélög styrkja félaga sína á námskeið**
Innifalið í námskeiði:
- Leiðbeiningahefti um hekl fyrir byrjendur.
- Uppskriftir af 5 teppum:
- Ljósmæðrateppið
- Einfalt bylgjuteppi
- Lævirkinn
- Stjörnuteppi
- Ömmuferningar
- Garn í prufur.
- Heklunálar sem hæfa garni.
- Góða skapið 🙂