Garnpakki fyrir Queen CAL samheklið hennar Tinnu Þórudóttur Þorvaldar sem byrjar 18. september 2020!
Í tilefni af samheklinu voru gefnar út “official” litapallettur úr garni frá Stylecraft (sjá í teppinu á myndinni). Við erum búnar að stæla litapalletturnar og að setja saman garnpakka með Scheepjes garni. Í pakkanum eru 12 dokkur af Scheepjes Colour Crafter og eru litirnir bara eiginlega alveg eins og eru í “official” litapökkunum.
Takmarkað magn í boði.
Uppskriftina af samheklinu kaupir þú í gegnum Ravelry síðuna hennar Tinnu og þar finnur þú einnig allar nánari upplýsingar um samheklið.
Svo er það möst að vera með í FB hópnum hennar Tinnu – Tinna’s Crochet Club – þar sem hægt er að sýna sitt hekl og sjá annarra heklara um allan heim!