Eftirþankar sjalið – Samhekl 2022

750 kr.

Eftirþankar sjalið

Samheklið byrjar formlega 22.2.22 og stendur yfir til 4.4.22.

Enginn er þó skyldugur til þess að byrja eða klára innan þessa tímaramma. Mesta fjörið er að sjálfsögðu í heklinu sjálfu en næst mesta fjörið fer fram í Facebook hópnum okkar, Heklað með Handverkskúnst, þar sem við ætlum að sýna okkar sjöl og sjá annarra 😊

Uppskriftin býður upp á að gera tvær útgáfur af sjalinu, reglulega og óreglulega, munurinn felst í því hvernig línunum er raðað upp. Einnig er hægt að stjórna lengdinni/stærðinni á sjalinu eftir eigin höfði. Þetta er allt saman útskýrt vel í uppskriftinni.

Uppgefið garn: Fingering garn frá Dottir Dyeworks, 300-400g eða 1200-1600m. Nánari upplýsingar um magn er hér neðar á síðunni sem og í uppskriftinni.

Heklunál: 3,5 mm, eða sú stærð sem þarf til þess að ná réttri heklfestu.

Leiðbeiningar í uppskrift eru bæði fyrir örvhenta sem rétthenta.

Einnig er hægt að kaupa þessa uppskrift á Ravelry.

Á lager

Vörunúmer: eftirþankarsjal Flokkar: , , Merki: ,