Paul Holes sjalið
Hátíðarsamhekl Handverkskúnstar 2020
Tímasetning: Samheklið byrjar kl. 18 á aðfangadagskvöld. Þá mun uppskriftin birtast í FB hópnum sem þú færð aðgang að þegar þú kaupir uppskriftina. Vinsamlegast athugið að uppskriftin verður ekki afhent/birt fyrr en á uppgefnum tíma. Samheklið stendur til og með 31. janúar. En að sjálfsögðu ræður hver heklari sínum hraða og engin pressa á neinn að klára fyrir þessa dagsetningu.
Garn: Sjölin eru hekluð úr 100% Merino frá Dottir Dyeworks. Fingering/4 ply, 100 g / 400 m.
Í minna sjalið (brúna) fóru 200 g í litnum Acorn. Í stærra sjalið (blágræna) fóru 300 g í litnum Cursed.
Stærðir: Minna sjalið er 45 cm á hæð við miðju og 200 cm á lengd, eftir strekkingu. Stærra sjalið er 55 cm á hæð við miðju og 240 cm á lengd, eftir strekkingu.
Heklunál: 3,5 mm í sjalið og 3 mm í kantinn, eða sú stærð sem þarf til þess að ná réttri heklfestu.
Heklfesta: 24 hækkaðir hálfstuðlar x 18 umferðir = 10 x 10 cm, fyrir strekkingu.
Að sjálfsögðu er hægt að nota hvaða garn sem og passa þá upp á að metrafjöldinn sé réttur. Mikilvægt er að huga að heklfestu svo garnið dugi í verkið.