Yndislegar peysur á ömmustelpurnar mínar

Ég á 4 dætur og tvær þær yngstu eru fæddar með 16 mánaða millibili. Ég var oft með þær eins klæddar þar sem ég gat ekki valið hvor þeirra átti að fá viðkomandi flíkur og keypti því eins á báðar. Núna er ég í sömu stöðu með 2 ömmustelpur sem eru fæddar á sitt hvoru árinu. Þegar ég sé fallega peysu eða kjól sem mig langar að prjóna þá get ég oft ekki valið á hvora á að prjóna, svo þær fá bara eins 🙂

Þegar ég sá peysuna Alettejakke á Raverly.com þá vissi ég að þessa yrði ég að prjóna og auðvitað urðu báðar að fá þessa fallegu peysu.

Peysan er prjónuð úr Drops Air garninu og því þrufti ég að bíða í smátíma eftir að garnið yrði fáanlegt hjá okkur í Handverkskúnst. Drops Air er dúnmjúkt og þolir þvott á ullarprógrammi í þvottavél.

Ég notaði góða veðrið í gær til að mynda stelpurnar í peysunum fallegu.