Zpagetti motta

Eins og ég hef minnst á áður þá fékk ég tvær dokkur af Zpagetti garni í afmælisgjöf. Á miðanum stóð að það ætti að nota heklunál nr. 12 og hún fylgdi með í afmælispakkanum.
Það var samt ekki að ræða það að ég gæti heklað með þessari nál. Hún var hreinlega of lítil fyrir þetta garn. Ég spurðist fyrir á meðal annara heklara og þær sögðust vera að nota nálar nr. 10 eða 12. Ég hélt að málið væri bara að ég heklaði svona svakalega fast. 
Eeeen svo fór ég í Föndru um daginn og sá annað Zpagetti garn og þá fattaði ég afhverju ég átti í vandræðum. Garnið sem ég var með var miklu þykkara en venjulegt Zpagetti garn og stífara. Haut að vera.

Eftir að hafa fengið heklunál nr. 15 í gjöf frá mömmu þá byrjaði ég að hekla.

Ég gafst upp á að reyna að hekla í hring og ákvað að hekla bara fram og til baka. Það gekk mun betur og ég var enga stund að hekla mottuna. Hafði tærnar á mér með á myndinni svo stærðin sæist almennilega…mottan er 70×50 cm á stærð…og ég nota skó nr. 39 btw.

Hér sést nálin nr. 15, Zpagetti garnið.
Heklunál nr. 4,5 fékk að vera með á myndinni til að sýna stærðina betur. 

Í lokin ein mynd af flensuprinsinum Móra með Zpagetti-garns-kórónu og heklunálar-veldissprota c“,)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur