Tvöfalt prjón 29. október kl 19-21:30 í versluninni Föndru

Tvöfalt prjón (Double knitting)er mjög skemmtileg prjónaaðferð sem skilar okkur frábærum kósý, tvöföldum flíkum sem nota má á bæði réttu og röngu, það er flíkin er viðsnúanleg.

Traktór saman minnkud

Þegar þú hefur einu sinni prófað að prjóna með þessari aðferð er ekki aftur snúið, þú verður alveg háð/ur þessari tækni. Þetta er frábær leið til þess að prjóna t.d. trefla, húfur, sokka,vettlinga, peysur. Þetta námskeið er ætlað fyrir þá sem hafa grunnþekkingu á prjóni. Örvhentir sem og rétthentir velkomnir.

Námskeiðið er haldið miðvikudaginn 29. október kl. 19-21:30
Staðsetning: Verslunin Föndra, Sunnuhlíð
Verð: 7.500 kr.

Á námskeiðinu förum við yfir tæknina við tvöfalt prjón, fitjum upp og prjónum prufu.

Námskeiðið er í 2 – 2,5 klst. og fylgir með uppskrift að barnahúfu

Þú þarft að koma með:

  • Prjóna nr 2½ – 3½ (sokkaprjóna eða hringprjón)
  • Javanál

***Garn er keypt á staðnum***

Hreindýr saman minnkud

 

Lágmarksfjöldi þátttakenda: 6
Hámarksfjöldi þátttakenda: 12

Verð: kr. 7.500

Fylltu út formið hér að neðan til að skrá þig eða hafðu samband við Guðrúnu, 
netfang: gudrun@handverkskunst.is eða í síma: 861-6655.

**Athugið að mörg stéttarfélög styrkja félaga sína á námskeið**

 

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur