Ellý dömupeysa opin

1.500 kr.

Allur ágóði af sölu þessarar uppskriftar rennur til Alzheimersamtakanna á Íslandi

Afhverju heitir peysan Ellý? Afhverju Alzheimersamtökin?
Svörin við því fást í blogginu um Ellý peysuna.
Smelltu hér til að lesa það.

Peysan er prjónuð neðan frá og upp, fram og til baka. Bolur og ermar sameinað á hringprjón, laskaúrtaka og síðan mynstur samkvæmt teikningu. Listar eru prjónaðir eftir á.

Stærðir: 1 (2) 3 (4) 5 (6) 7
– yfirvídd: 82 (92) 102 (112) 122 (132) 142 cm (m.v. ca 5 cm aukavídd)

Garn: Dottir Dyeworks fingering (100g = 400m)

1230 (1300) 1390 (1690) 1790 (1950) 2010 metrar

Aðrir garnmöguleikar: Drops Flora (50g = 200m)

Prjónar: Hringprjónn 40, 60 og 80-100 cm nr 2,75 og 3,25. Sokkaprjónar nr 2,75 og 3,25

Prjónfesta: 26 lykkjur x 40 umferðir = 10×10 cm í sléttu prjóni

Tölur: 18mm, 7-10 stykki

Rafræn uppskrift berst eftir að kaup hafa verið staðfest.

Kaupa uppskrift á Ravelry

Á lager