Daily Archives: 20/04/2010

Spor – Hálfur stuðull (hst)


1. Byrjið á að gera upphafslykkjur, sláið garninu yfir nálina (garnið yfir) og stingið nálinni í þriðju loftlykkju frá nálinni.


2. Dragið garnið í gegnum lykkjuna, þá eru þrjár lykkjur á nálinni. Garnið yfir og dragið í gegn um allar þrjár lykkjurnar, þá er ein lykkja eftir á nálinni. Einn hálfur stuðull hefur verið heklaður.


3. Endurtakið út umferðina, heklið hálfann stuðul í hverja lykkju. Í lok umferðarinnar eru heklaðar tvær loftlykkjur til þess að snúa (um snúningslykkjur
sjá hér). Sleppið fyrstu lykkjunni, heklið hálfann stuðul í aðra lykkju umferðarinnar og í hverja lykkju fyrri umferðar. Seinasta spor hverrar umferðar er svo heklað í efri snúningslykkju fyrri umferðar.
Ísl – Hálfur stuðull (hst)
US – Half double crochet (hdc)
UK – Half treble
(htr)
DK – Halv stang maske (hstm)
Myndirnar og hluta textans fékk ég lánað úr bókinni
200 Crochet blocks eftir Jan Eaton.
Þessi bók er bara snilld, kenndi mér ótrúlega mikið!
Tags:

Spor – Fastapinni (fp)


1. Byrjið á að gera upphafslykkjur og stingið nálinni inn í aðra loftlykkju frá nálinni. Sláið garninu yfir nálina (garnið yfir) og dragið það í gegnum fyrstu lykkjuna, þá eru tvær lykkjur á nálinni.
– Nálinni er alltaf stungið í lykkjuna að framan og kemur út að aftan (from front to back).


2. Til þess að fullgera sporið, garnið yfir og dragið í gegn um báðar lykkjurnar á nálinni, þá er ein lykkja eftir á nálinni. Endurtakið þetta, heklið fastapinna í hverja loftlykkju út umferðina.


3. Í lok umferðarinnar, snúið, heklið eina loftlykkju til þess að snúa (munið að þessi lykkja telst ekki með sem spor – sjá meira hér). Stingið nálinni í fyrsta fastapinnann í byrjun umferðarinnar. Heklið fastapinna í hverja lykkju/spor fyrri umferðar, en passið ykkur á að hekla síðasta fastapinnann í hverri umferð ekki í snúningslykkju fyrri umferðar.

Ísl – Fastapinni/fastahekl (fp)
US – Single crochet (sc)
UK – Double crochet
(dc)
DK – Fast maske (fm)
Myndirnar og hluta textans fékk ég lánað úr bókinni
200 Crochet blocks eftir Jan Eaton.
Þessi bók er bara snilld, kenndi mér ótrúlega mikið!
Tags: ,

Spor – Keðjulykkja (kl)

Keðjulykkja er stysta sporið af öllum hekl sporum og er oftast notað til þess er að tengja saman hringi/umferðir, hekla saman búta/dúllur og færa nálina og garnið frá einum stað yfir á annann.
Stingið nálinni í þá lykkju sem um ræðir, farið í alla lykkjuna (allt V-ið), sláið garninu upp á nálina og dragið í gegn um báðar lykkjurnar, þá sem þið voruð að stinga í og þá sem er uppá nálinni.
Þá er ein lykkja eftir á nálinni og ein keðjulykkja hefur verið gerð.
– Þegar verið er að tengja saman umferðir í verkum þar sem heklað er í hringi er frjálst að velja hvort farið er í alla lykkjuna eða bara hálfa. Ég hugsa að það sé algengara að aðeins sé stungið í hálfa þótt ég sjálf stingi alltaf í báðar. – Þegar er verið að hekla saman búta/dúllur er líka hægt að fara í bæði alla lykkjuna eða bara hálfa, það fer algerlega hvað þú ert að gera og hvað hverjum finnst fallegast.

Ísl – Keðjulykkja (kl)
US – Slip stitch (sl st)
UK – Slip stitch
(sl st eða ss)
DK – Kædemaske (km)
Myndirnar og hluta textans fékk ég lánað úr bókinni
200 Crochet blocks eftir Jan Eaton.
Þessi bók er bara snilld, kenndi mér ótrúlega mikið!
Tags: