Litun á ull – Námskeið

Fékk þetta mail frá Kristínu bloggara og ákvað að deila þessu áfram hérna.
Ef þið hafið áhuga á að lita ull þá er þetta þrælsniðugt námskeið.


Mynd af blogginu hennar Kristínar


Litun á ull – jurtalitun og út úr eldhússkápnum


Ég býð uppá námskeið í litun á ull, þar sem ég kenni notkun á litfesti (Álsalt) ásamt því að kynna ýmis litunarefni sem er að finna í næsta nágrenni við okkur á höfuðborgarsvæðinu og inní eldhússkápnum hjá flestum okkar.

Hversu margir geta tekið þátt?
– Þar sem við verðum í heimahúsi og pláss er takmarkað, get ég tekið á móti 4 þátttakendum í einu.

Hvað verður gert?
– Námskeiðið verður haldið í Mosfellsbæ, þar sem farið verður í stutta jurtaskoðunarferð (örstuttur göngutúr).
– Kynning á á ýmsum litunarefnum
– Við “sjóðum” saman einband uppúr litfesti (álsalti og vínsteini)
– Við litum ull með einhverjum skemmtilegum efnum

Verð og hvað er innifalið?
– 7500 kr.
– 2 dokkur af einbandi sem við litum saman
– Lítið hefti með helstu upplýsingum úr námskeiðinu

Tími:
– Frá 13:00-17:00 á laugardegi (eða þangað til við erum búin að lita ullina og hún farin að kólna)

Hvað á að koma með?
– Prjóna- eða hekludótið, þar sem við munum þurfa að sitja og bíða eftir að garnið sé tilbúið…

Ef einhver sem þú þekkir eða þú sjálf/ur hefur áhuga, skaltu endilega hafa samband:
kristin-hrund@gmx.de

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur