Allt er framförum háð

Mér miðar hressilega áfram með teppið mitt. Er búin að vera að hekla það í ca. 5 vikur núna og það er orðið ca. 150 cm á lengd. Fer bráðum að vera búin – vonandi – því það eru bara 30 cm eftir.

Ég er ekkert smá ánægð með þetta teppi og verð meira og meira hrifin af því eftir því sem ég hekla meira og meira.


Ég ákvað að hafa litina ekki alltaf í sömu röð…en auðvitað er regla í óreglunni…ég er ekki fær um neitt annað.

Þó ég sé hrifin af öllum þessum litum…


…þá er þetta litacombo alveg uppáhalds.
Baby grænn, blár og hvítur glimmer.
Langar að gera sér teppi með þessum litum.

Þegar ég er búin að hekla teppið sjálft þá er bara eftir að ganga frá nokkrum endum.
Vildi óska að ég færi að venja mig á það að hekla endana inní heklið jafnóðum.
Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja.


Aþena systurdóttir mín er svo hrifin af teppinu að hún bókstaflega slefar yfir því.Skildu eftir svar