Category Archives: Teppi

Litið yfir prjónaskapinn árið 2016

Tók saman lista yfir það sem ég prjónaði árið 2016, held að ég sé ekki að gleyma neinu.

Íslandsvettlingar
Uppskrift: frá Emolas Design
Garn: Scheepjes Invicta Extra

Íslandsvettlingar

Glóð húfa
Uppskrift: Glóð frá G. Dagbjört Guðmundsdóttir
Garn: CaMaRose Lamauld

Glóð húfa

Vettlingar á Guðmundu
Uppskrift: How Cold Is It? by Drunk Girl Designs
Garn: Scheepjes Invicta Extra

How cold is it

Peysan Danshringurinn (prjónaði 4 stykki)
Uppskrift: Danshringurinn
Garn: Navia Duo

Danshringurinn8

Eldhúshandklæði
Uppskrift: Eldhúshandklæði
Garn: Scheepjes Stone Washed

Eldhúshandklæðii

Húfan Merida Hat (prjónaði 2 stykki)
Uppskrift: Merida Hat by Alejandra Graterol
Garn: Dale Falk í þá fyrri og Drops Karisma í þá seinni

Merida Hat Maía3insta

Húfan Beyond the Pines
Uppskrift: Beyond the pines by Ekaterina Blanchard
Garn: Drops Baby Merino

Beyond the pines

Færeyska sjalið Túlípanar
Uppskrift: Túlípanar
Garn: Navia Uno

Túlípanar

Húfan Norwegian Style
Uppskrift: 
Norwegian-Style Hat by Mercedes
Garn: 
Scheepjes Invicta Extra og Scheepjes Invicta Colour

Norwegian style hat

Kórónuhúfan Crown Hat
Uppskrift:
 Kórónuhúfa 
Garn: 
Scheepjes Catona og Scheepjes Cotton 8

Kórónuhúfa catona bómullargarn

Sumarhúfan Snúður, prjónaði 3
Uppskrift: 
Snúður
Garn: Drops Baby Merino

Sumarhúfan Snúður

Sjalið Askews Me Shawl
Uppskrift:
Askews Me Shawl by Stephen West
Garn: Kartopu Ketenli

Ask Me Shawl2

Sjalið DonnaRocco handa Tinu frænku
Uppskrift: 
Schal / Scarf *DonnaRocco* by Birgit Freyer
Garn: 
Scheepjes Alpaca Rhythm

DonnaRocco shawl3

Hjálmhúfan Alladin
Uppskrift:
Hjálmhúfan Alladin frá Drops
Garn: 
Drops Alpaca

Alladins húfa

Sumarkjólinn Sóley á Aþenu og Maíu
Uppskrift: Sóley, sumarkjóll
Garn: Scheepjes Cotton 8 og Scheepjes Sunkissed

Sumarkjóllinn Sóley2

Star Wars peysa á Móra
Uppskrift: 
Er í vinnslu kemur fljótlega hjá Handverkskúnst
Garn: Navia Bummull

Star Wars peysa Móra2

Barnapeysan Brim
Uppskrift: 
Brim eftir Hlýnu
Garn: Scheepjes Stone Washed

Brim minnkud

Hjálmhúfan með köðlum
Uppskrift:
Hjálmhúfa með köðlum
Garn: 
Drops BabyAlpaca Silk

hjálmhúfa kaðall

Hvolpasveitapeysurnar Píla og Rikki á Aþenu og Maíu
Uppskrift: 
Er í vinnslu kemur fljótlega hjá Handverkskúnst
Garn: Drops Baby Merino

Hvolpasveita Píla3 Hvolpasveita Rikki 2

Góða peysan
Uppskrift: 
Prjónablaðið Björk nr 5 en einnig hérna
Garn: Drops Karisma

Góða peysan

Peysan Blue Sand fyrir mig
Uppskrift:
BlueSand Cardigan by La Maison Rililie
Garn:
Scheepjes Stone Washed

BlueSand1

Dansekjolen handa Maíu
Uppskrift: 
Dancing Dress / Dansekjolen by C. Pettersen
Garn: Drops Baby Merino

Dansekjolen5m

Ungbarnapeysan Blær (prjónaði 2 stykki)
Uppskrift: Blær ungbarnapeysa
Garn: Scheepjes Stone Washed

Blær3m

Sjalið Emiliana handa mér
Uppskrift: 
Emiliana by Lisa Hannes
Garn: Drops Alpaca

Emiliana sjal 7

Refa- og úlfasokkar á Aþenu og Maíu
Uppskrift: 
Miss Fox Socks by Drops Design
Garn: Drops Alpaca

Rebba og úlfasokkar1

 

Peysan Nancy á mömmu
Uppskrift: 
Nr. 4 “Nancy” kofte by Sandnes Garn (úr Prjónablaðinu Ýr)
Garn: Drops Karisma

Nancy peysa mömmu6

Barnapeysa á Maíu
Uppskrift: 
Drops Design
Garn: Drops Alpaca

BabyDROPS 14-27_1

Aks tuska
Uppskrift:
á Facebook síðu Bittu Mikkelborg
Garn: Scheepjes Cotton 8

AKS tuska

Húfan Lille Kongle
Uppskrift:
Lille Kongle by Ingvill Freland
Garn: Kartopu Merino Ull og Glühwürmchen endurskinsgarn

lille kongle saman

Peysan I Heart You
Uppskrift: 
i heart you by Mandy Powers
Garn: Navia Duo

I herart you2

Ungbarnapeysan Feykir (prjónaði 2 stykki)
Uppskrift: Feykir ungbarnapeysa og húfa
Garn: Drops Baby Merino
Buxurnar eru frá Drops og uppskriftin hérna

Feykir ungbarnapeysa2m

Sjalið Exploration Station
Uppskrift:
Exploration Station by Stephen West
Garn: 
Navia Duo og Drops Alpaca

Exploration Station3

Hafmeyjuteppi (prjónaði 2 stykki)
Uppskrift: Hafmeyjuteppi
Garn: Kartopu Basak og Kartopu Kar-Sim

hafmeyjuteppi

Leikskólasokkar (prjónaði 2 pör)
Uppskrift: s23-30 Blueberry Fields by DROPS design
Garn: Scheepjes Invicta Matterhorn

Leikskólasokkar M&M

Leikskólasokkar
Uppskrift: DROPS Children 26-15 by Drops Design
Garn: Schachenmayr Regia Design Line by Arne og Carlos

Sokkar á Aþenu

Húfan Kertalogi
Uppskrift:
 Kertalogi by G. Dagbjört Guðmundsdóttir
Garn: 
Glühwürmchen endurskinsgarn

Kertalogi endurskins saman
Hér er húfan upplýst til vinstri og í dagsbirtu til hægri

Barnapeysan Mýri (prjónaði 3 stykki)
Uppskrift: Mýri
Garn: Drops Karisma

Mýri2m

Leikskólabuxurnar Haust (prjónaði 3 stykki)
Uppskrift: Haust leikskólabuxur
Garn: Drops Karisma

Haust, leikskólabuxur2m

Bjölluvettlingar
Uppskrift:
Vettlingarnir eru úr bókinni Leikskólaföt
Garn: Drops Merino Extra Fine

Bjölluvettlingar Aþena_m

Fiskemannslue (prjónaði 2 húfur)
Uppskrift: Klompelompe Høst og Vinter
Garn: Drops Merino Extra Fine

Fiskemanslue Aþena og Maía

Småtroll lue (prjónaði 2 húfur)
Uppskrift: Småtroll-lue frá Klompelompe
Garn: Drops Merino Extra Fine

Småtroll lue Móri og Maía Småtroll lue Móri

Kråkebollelua
Uppskrift: 
Urchin hat / Kråkebollelua by Maria / Strikketanten
Garn: Drops Merino Extra Fine

Kråkebollelua Aþena

Vettlingarnir Trítill (prjónaði 7 pör)
Uppskrift: Vettlingarnir eru úr bókinni Leikskólaföt
Garn: Navia Trio og einnig notaði ég afgangsgarn í nokkur pör

Trítill vettlingar_m Trítill vettlingar2

Peysan Bliki
Uppskrift: 
Bliki frá Móakot
Garn: Navia Tradition

Bliki Móakot

Lullaby húfa og Serene hálskragi
Uppskrift: Drops Design
hálskragi
húfa
Garn: Drops Merino Extra Fine

húfa og hálskragi Drops

Endurskinshúfa (prjónaði 2 stykki)
Uppskrift: Endurskinshúfa
Garn: Glühwürmchen endurskinsgarn

Endurskinshúfa saman
Hér er húfan upplýst til vinstri og í dagsbirtu til hægri

Laufblaðapeysa
Uppskrift:
Drops Design
Garn: Drops Cotton Merino

Laufblaðapeysa_minnkud

Snjókorn (prjónaði 2 stykki)
Uppskrift: knitted snowflake by Sharon Winsauer
Garn: Scheepjes Sugar Rush

Snjókorn (4)

Jólatré, laufblaðamunstur (prjónaði 2 stykki)
Uppskrift: NewYear Tree Ёлочка пышная by Larisa Valeeva
Garn: DMC Petra og Rico Glitter

Jólatré

Jólatré (prjónaði 2 stykki)
Uppskrift: Christmas Tree Ёлочка стройная by Larisa Valeeva
Garn: Rico Glitter

Jólatré2

Vinterwarm hálskragi (prjónaði 2 stykki)
Uppskrift: Vintervarm hals og lue by Kairi Aksnes
Garn: Drops Merino Extra Fine

Vintervarm hals_1m

Hálskragi á Þórdísi frænku
Uppskrift: 
Tora Hals by Torunn Steinsland
Garn: Drops Merino Extra Fine

Tora hálskragi þórdís_m Tora hálskragi þórdís_ m

Hálskragi á Móra
Uppskrift:
 Råtasshals by Klompelompe
Garn: Drops Baby Merino prjónaði það tvöfalt

Móra kragi_m

Darth Vader sokkar á Móra
Uppskrift: s23-30 Blueberry Fields by DROPS design en saumaði Darth Vader síðan í eftir á
Garn: Drops Baby Merino

Móra sokkar_m

Snowflake Star, 2 stykki
Uppskrift: Snowflake Star by Judy Gibson
Garn: Rico heklgarn og Scheepjes Maxi

Snjókorn

Húfan Lítill og vettlingarnir Trítill
Uppskrift: 
Lítill by G. Dagbjört Guðmundsdóttir uppskriftir af settinu eru í bókinni Leikskólaföt
Garn: 
Navia Trio

Lítill og Trítill 1m

Snjókorn
Uppskrift: 
tók hluta úr uppskrift af dúk
Garn: Scheepjes Maxi

Snjókorn (2)

Sjalið Building Blocks
Uppskrift:
Leyniprjón by Stephen West
Garn: 
Drops Baby Merino

Bulding Bloks sjal_m

Navia tátiljur
Uppskrift: 
Navia N904
Garn: 
Navia Trio

Tátiljur N904m

Skrautkragi
Uppskrift:
Skrautkragi
Garn: Scheepjes Catona

Skrautkragi Catona

Jólakúlur, 3 stykki
Uppskrift: Prjónað utan um jólakúlur
Garn: Scheepjes Sugar Rush

Jólakúlur

Emelineskjørt, 2 stykki
Uppskrift: sjá bloggfærslu
Garn: Navia Duo

emelineskjort-navia-duo-2m

Loftbóluhúfur endurskinsgarn, 3 stykki
Uppskrift: Endurskinshúfa með loftbólumunstri
Garn: Endurskinsgarnið Glühwürmchen

endurskinshufur-boblur3m

Klosser öklasokkar á Micha frænda
Uppskrift: 
Karevs klosser by Bitta Mikkelborg (úr bókinni Sokker. Strikking hele året)
Garn: 
Drops Karisma

Micha sokkar

Öklasokkar á Stínu frænku
Uppskrift: 
Stjernegutt og Hjertejente
Garn: 
Drops Karisma

Stínu sokkar

Bibbi kápan á Aþenu og Maíu
Uppskrift:
Bibbi úr bókinni Kærlighed på pinde 
Garn:

bibbi-kapa-athenu1bibbi-kapa-maiu

Peysan Valemount á Petreu
Uppskrift: 
Valemount by Ann-Marie Jackson
Garn:
Kartopu Ketenli

Valemount á Petreu_m

Chaparral Hat (tók að mér að prufuprjóna þessa uppskrift)
Uppskrift: Chaparral Hat by Alyssa Latuchie
Garn: Scheepjes Invicta Extra

Prufuprjón húfa

Vesti á Móra
Uppskrift: 
s22-32 Justus by DROPS design
Garn:
Drops BabyAlpaca Silk

Vestið hans Móra_IG

Vettlingarnir Neidonkyynel
Uppskrift: 
Neidonkyynel by Emma Karvonen
Garn:
Drops Merino Extra Fine

Neidonkyynel (2)

Jakki á Móra
Uppskrift:
Johannes jakke úr bókinni Ljúflingar (Klompelompe)
Garn:
Navia Duo og Drops Alpaca tveir þræðir saman, í körfuprjónið notaði ég Drops Merino Extra Fine

Jakkinn hans Móra1

Sly Fox Cowl handa Maíu
Uppskrift: 
Sly Fox Cowl by Ekaterina Blanchard
Garn: 
Kartopu Merino Ull og Drops Alpaca ljósgrái hlutinn, tvær þræðir saman og Endurskinsgarnið Glühwürmchen dekkri grái liturinn

Úlfahúfa Maíu

Mysterious Mittens á Guðmund frænda
Uppskrift: 
Mysterious Mittens by Ysabelh Designs
Garn: 
Drops Merino Extra Fine

Vettlingar á Guðmund_m

Ofelia öklasokkar á Elínu
Uppskrift:
Ofelia úr bókinni Strømper, strikking hele året
Garn: 
Zitron Trekking Sport 

Ofelia minnkud

Veðráttuteppið árið 2016. Lengd 345 sm og 90 sm á breidd
Uppskrift:
Sikk Sakk teppamunstur
Garn:
Kartopu Basak

Veðráttiteppið fullklárað1

Nú er komið nýtt ár og ný verkefni taka við, er með það bak við eyrað að æfa mig að hekla meira á þessu ári.

Prjónakveðja
Guðrún María

 

Hafmeyjuteppi

Hafmeyjuteppi hafa verið vinsæl um tíma og flest hafa þau verið hekluð. Ég er lítill heklari svo ég var alltaf að hugsa um að prjóna hafmeyjuteppi. Lét loksins verða af því í sumar að setja saman teppi.

Ég gerði nokkrar tilraunir og endaði á því að nota Kartopu Basak og hafa það tvöfalt. Garnið er mjög hentugt í teppi þar sem það þvælist vel og má henda beint í þvottavél svo það er ekkert stress þó svo að það sullist á teppið.

hafmeyjuteppi

Stína frænka var að koma í heimsókn frá Kaupmannahöfn svo það var tilvalið að hafa teppi tilbúin og mynda hana og sjá hvernig til hefði tekist. Stína sem er 9 ára var alsæl með þetta teppi og pantaði sér eitt stykki í sínum uppáhalds lit.

hafmeyjuteppi1

Aþena ömmugull mátaði minna teppið fyrir mig og að sjálfsögðu pantaði hún fjólublátt, sem er hennar uppáhalds litur núna.

Teppið kemur vel út einlitt sem tvílitt og um að gera að leika sér með litasamsetningar og/eða leyfa börnunum að velja sjálf litina. Teppið sem Stína er í er prjónað úr Basak og Kar-Sim en Aþena er í teppi sem er prjónað úr Basak

Í Bændablaðinu í dag á bls. 49 er uppskriftin af teppunum í þremur stærðum en það er ekkert mál að minnka eða stækka teppin ef maður vill.

Endursöluaðila víða um land má finna HÉR

Prjónakveðja
– Guðrún María

Tags: , , , ,

Hekl uppgjör 2015

Þegar ég var að hugsa um að skrifa þessa færslu fannst mér ég ekki hafa komið miklu í verk þetta árið – handavinnulega séð. En eftir að hafa flett í gegnum myndir ársins sá ég að ég tók upp á ýmsu.

Kláraði löber sem átti að vera jólagjöf.

IMG_9151 copy

Mágur minn varð þrítugur og fékk þessa mynd. Myndin var samvinnuverkefni fjölskyldunnar, unglingurinn hannaði kafbátinn og við hjónin saumuðum út.

 

IMG_20150117_204205

Lítill herramaður að nafni Daníel fæddist í janúar og fékk þetta teppi að gjöf.

IMG_9142 copy IMG_9138 copy

Jóhanna amma dó í febrúar. Hún fór reglulega með þessa bæn fyrir barnabörnin og fór þessi mynd með henni í kistuna.

IMG_20150219_112923

Við Guðmunda kisa eyddum mörgum stundum saman með handavinnuna.

IMG_20150330_112700

Fór í vettvangsnám sem kennaranemi og fék að kenna 5. bekkingum að vefa.

IMG_20150311_164833

Fór til Færeyja í apríl á Prjónafestival sem var vægast sagt æðislegt. Færeyingar eru höfðingar heim að sækja, landið fallegt og ég var barnlaus í heila viku. Þvílíkur lúxus!

IMG_20150417_180333

Í Færeyjum kenndi ég frændum mínum Pauli og Tóki að graffa. Þeir voru mun spenntari fyrir þessu en ég bjóst við og skreyttu garðinn sinn með hekli.

IMG_20150418_153911

IMG_20150418_152950

Ég prjónaði og labbaði á sama tíma…og fannst ég frekar töff.

IMG_20150418_231810

Fór á vinnustofu og lærði nýtt prjón. Notaði þessa nýju færni til þess að graffa fyrir utan húsið hjá Tínu frænku og Sigurd í Fuglafirði.

Graff1

Graff2

Graff4

Heklaði samt líka i Færeyjum og hannaði þetta teppi. Garnið er færeyskt og munstrið er fengið af færeyskri peysu. Nýji eigandinn er þó íslenskur herramaður að nafni Arnór sem fæddist í maí. Liturinn var sérstaklega valinn fyrir mömmu Arnórs.

IMG_20150505_190904

IMG_20150505_191233

IMG_20150505_191444

Jurtalitaði garn með lauk. Byrjaði að prjóna vettlinga en komst aldrei lengra en þetta.

IMG_20150531_185851

Keypti garnbúð með mömmu. Það er nokkuð merkilegt.

IMG_20150822_155631

Heklaði utan um steina.

IMG_20150510_180243

Skellti í Horna á milli púða sem var skemmtilega glitrandi.

IMG_20150527_163938

Heklaði mér Kríu sjal. Löngu á eftir öllum öðrum.

IMG_20150528_110514 IMG_20150908_230119

Átti margar góðar stundir úti í góða veðrinu með hekl, kaffi og krakkana.

IMG_20150626_002814

Byrjaði að hekla púða…er næstum því búin með hann.

IMG_20150815_151826

Byrjaði á mörgum öðrum verkefnum sem ég mun liklegast aldrei klára.

IMG_20150828_102320

Heklaði þessa peysu. Finnst hún frekar flott þótt ég segi sjálf frá.

20150702_134846

Heklaði nokkrar krukkur eins og vanalega.

20150911_191334

Heklaði skvísukraga fyrir Maíu og Aþenu. Maía var ekki alveg að vinna með mér í myndatökunni.

20150621_180144 20150621_131335

 

Áttaði mig á því að ég er með bómullarblæti.

IMG_20150706_230508

Heklaði þrjár mandölur til heiðurs heklara sem tók sitt eigið líf.

IMG_20150716_015525 IMG_20150716_015922 IMG_20150716_020029

Eiginmaðurinn fann einu sinni mynd af hekluðum typpum á netinu og sagði: “Þú mátt hekla svona handa mér”. Sem ég gerði og gaf honum í brúðkaupsafmælisgjöf.

IMG_20150731_223532

Prufaði ný munstur.

IMG_20150719_233327

Tók heklið oftar en ekki með mér á kaffihús.

IMG_20151011_213314

Kláraði fánalengju sem ég byrjaði á fyrir löngu síðan.

IMG_20151010_210019

Graffaði ljósastaur fyrir utan vinnuna.

IMG_20150821_160739

Bjó til “nýtt” garn úr afgöngum og prjónaði utan um herðatré.

IMG_20151009_172055

Fór til Köben og kenndi námskeið í tvöföldu hekli. Verð að játa að ég var frekar stressuð að kenna í fyrsta sinn á öðru tungumáli en íslensku. Að sjálfsögðu voru dönsku heklararnir ekkert nema almennilegir og námskeiðið gekk vonum framar.

IMG_20150926_163130 IMG_20150927_112400 IMG_20150927_115852 IMG_20150927_115725

Heklið var tekið með trompi í Köben. Meir að segja mamma lagði prjónana til hliðar og heklaði eins og vindurinn.

IMG_20150926_222242

Heklaði fyrsta teppið mitt með tvöföldu hekli. Var búin að steingleyma því. Á algerlega eftir að mynda það og monta mig.

IMG_20150923_174245

Byrjaði að hekla Vírussjalið sem tröllreið öllu. Var hálfnuð þegar ég rakti allt upp vegna villu. Mér til varnar þá var þetta frekar stór villa.

IMG_20151019_155524

Fyrir vikið var seinni útgáfa sjalsins einstaklega vel heppnuð.

IMG_20151029_122229

Heklaði sokkaleista sem eru víst meira tátiljur.

IMG_20151015_140642

Notaði mömmu sem fóta módel. Það fór henni bara vel.

IMG_20151015_140109

Heklaði þennan fína hálskraga úr Navia ullinni. Guli liturinn var í uppáhaldi hjá mér þetta árið.

20151018_164450

Byrjaði á OG kláraði teppið Hjartagull. Það er án efa eitt af því fallegasta sem eg hef heklað.

IMG_20150802_204521

IMG_20150830_174919

Heklaði vettlinga. Ekki bara eitt par heldur tvö.

IMG_20150903_142958 IMG_20150908_202209 IMG_20150908_202128

Jólaskraut er eitt af því sem ég elska að hekla. Byrjaði alltof seint að hekla fyrir jólin. Hefði þurft að byrja í september til að komast yfir allt sem mig langaði til að hekla. En það koma jól eftir þessi jól.

IMG_20151109_120619

Þessi stóra bjalla lifði ekki lengi. En það sullaðist yfir hana kaffi. Ég þarf að fara að læra að geyma kaffið mitt lengra frá kaffinu.

IMG_20151112_142203

Uppáhaldsverkefni ársins eru jólakúlurnar mínar. Þær eru alla vegana uppáhalds núna. Mér finnst þær fullkomnar og þær eru svo dásamlega fallegar á jólatrénu mínu.

IMG_20151228_103941 IMG_20151228_104001 IMG_20151228_104037 IMG_20151228_104049 IMG_20151228_104019

 

Nýja árið leggst vel í mig. Vona að það sama eigi við um þig.
Óska öllum gæfu, gleði og sköpunar á nýja árinu sem er að ganga í garð. Takk fyrir það gamla.

Elín

Sunnudagsklárið – Fuglafjörður

Ég var í Færeyjum í apríl. Ég hef ekki komið þangað síðan 1988 þegar ég fór með ömmu, en amma er Færeysk. Núna 27 árum seinna var ferðinni heitið til Fuglafjarðar. Í þetta sinn var tilgangur ferðarinnar að fara á prjónafestival og að heimsækja Tínu frænku. Blogg um prjónafestivalið er enn í vinnslu c”,)

Til þess að gera langa sögu stutta þá fékk ég innblástur að teppi á meðan heimsókninni stóð og nefndi ég því teppið Fuglafjörð. Garnið er Navia Duo, heklið er svokallað stuðlamynstur (e. filet crochet) og er mynstrið fengið úr færeyskri prjónapeysu. Svo eru það bara myndir…það er mesta fjörið í þeim.

IMG_20150505_190904

IMG_20150505_190941

IMG_20150505_191216

IMG_20150505_191243

IMG_20150505_191300

IMG_20150505_191444

IMG_20150505_191507

Hekl-kveðjur
Elín

Tags: , , ,

Hello Kitty teppið

Hello kitty teppi saman partur klippt merkt

Ég ákvað í janúar 2014 að prjóna 3 teppi með tvöfalt prjón aðferðinni. Ömmugullin mín Aþena Rós, Maía Sigrún og Mattías Móri áttu að fá þessi teppi í jólagjöf. Ég hófst handa 8. janúar og ætlaði að prjóna teppin svona inn á milli verkefna fram að jólum 2014. Það kom svo í ljós að ég er aldrei verkefnalaus svo teppið hennar Aþenu varð ekki langt árið 2014. Kláraði eingöngu 54 umferðir af 306 🙂

Hello kitty teppi partur 0 merkt minnkud

2. janúar 2015: Ég  sá að með þessu áframhaldi yrðu teppin seint tilbúin svo ég ákvað að ég mætti ekki prjóna neitt annað fyrr en þetta teppi yrði tilbúið.

Hello kitty teppi partur 1 merkt minnkud

Hello kitty teppi partur 2 merkt

5. janúar: Prjónaskapurinn gengur bara vel. Hér er komið að því að teikna upp nafnið og prjóna. Teppið farið að þyngjast en það var ekki verst heldur var mér orðið ansi heitt að sitja með það í fanginu og prjóna. Vitandi að hitinn ætti bara eftir að aukast dugði ekkert annað en að bíta á jaxlinn og halda áfram. Jú ég mátti ekki byrja á öðru prjónaverkefni fyrr en teppið væri klárt og ég var með svo margt á verkefnalistanum 🙂

Hello kitty teppi partur 3 merkt

7. janúar: Nafnið komið og þá var stór partur búinn. Ég sá fram á að Hello Kitty sjálf færi að myndast hjá mér.

Hello kitty teppi partur 5 merkt minnkud

10. janúar: Aþena er mikill aðdáandi Hello Kitty og fylgdist vel með framvindu mála í prjónaskapnum en þótti amma ansi lengi með teppið

Hello kitty teppi partur 4 merkt minnkud

10. janúar: Hello Kitty tilbúin og ég farin að sjá fyrir endann á teppinu, búin með 206 umferðir og bara 87 umferðir eftir 🙂

Hello kitty teppi saman merkt18. janúar: Teppið tilbúið og nú átti ég bara eftir að hekla kant hringinn í kringum það. Ég sá fyrir mér hvernig kant ég vildi hafa og þar sem ég bý svo vel að eiga heklsnilling, leitaði á náðir hennar Elínar 🙂

Hello kitty teppi partur 9 hekl minnkud

25. janúar: Kanturinn klár og teppið þvegið

Hello kitty teppi partur 8 bleikt merkt minnkad

Hlið A

Hello kitty teppi partur 8 hvítt merkt minnkad

Hlið B

Stærð:
103×142 án heklaða kantsins

Garn:
Special Aran with Wool (keypt í Nettó)
Stóru dokkurnar úr A4 og Hagkaup hafa sömu prjónfestu
Bleikur nr. 3347 – 2 dokkur
Hvítur nr. 3366 – 2 dokkur

Prjónar:
80 sm hringprjónn nr. 5½

Prjónfesta:
16 lykkjur og 22 umferðir = 10×10 sm

Þegar Móri sá teppið tilbúið sagði hann “amma ég vil Spiderman teppi” svo nú er ég að teikna það upp og svo verður hafist handa við prjónaskapinn. Teppið hennar Maíu Sigrúnar er ég búin að teikna upp en þar sem hún er yngst (14 mánaða) verður hún síðust í röðinni 🙂 Teppin þeirra verða þó prjónuð á þessu ári. En nú ætla ég að leyfa mér að prjóna nokkur stykki áður en ég fer í teppaprjón aftur 🙂

Uppskrift af teppinu má nálgast hérna (verður að smella á HK teppi vinstra megin, til að hlaða því niður í Excel formi).

Prjónakveðja – Guðrún María

Tags: , , ,

Bleika teppið

Á sunnudaginn var kláraði ég teppi sem hefur verið ansi lengi í mótun. Ég tók þátt í samheklinu Ferningagjör 2013 sem fólst i því að hekla 4 ferninga á mánuði út árið. Ég gafst upp eftir 16 ferninga eða 4 mánuði. Ferningarnir lágu svo í skúffu þar til í síðasta mánuði. Þá sá ég yndislega fallegt teppi á Pinterest og fann út að ég gæti loksins notað þessa ferninga.

Linkur á samheklið Ferningafjör 2013

Linkur að fallega teppinu af Pinterest 

IMG_20141026_220022

IMG_20141026_225129

Ég hef alltaf verið veik fyrir köntum og hefur lengi langað til þess að gera breiðan kant sem væri mikið dúllerí. Enn á ný sá ég mynd á Pinterest af teppi með afskaplega fallegum kanti. Sú sem heklaði það teppi hafði notast við kant af sjali og var svo yndisleg að hafa link á sjalið á blogginu sínu.

Linkur að teppinu með fallega kantinum

Linkur að sjalinu og uppskrift að kantinum 

IMG_20141026_225038

IMG_20141026_225234

***

Uppskriftir að ferningunum:

Til þess að stækka ferningana bætti ég fjórum umferðum við hvern ferning. Fyrst einni umferð af stuðlum þar sem ég jafnaði út fjölda lykkja, svo aðra umferð af stuðlum, þriðja umferð var 1 stuðull og 1 loftlykkja til skiptis, fjórða umferð var svo aftur bara stuðlar. Til þess að skilja betur hvað ég er að segja má rýna í myndina af teppinu.

Hægt er að finna íslenska þýðingu að sumum ferningunum inni í grúppunni Ferningafjör.

037 copy

Snowfall

040 copy

Kata

041 copy

Just Peachy Blosson

025 copy

African Flower Motif

024 copy

Blomsterkvadrat

001 copy

Creeping Trebles Square

002 copy

Simple 10-Petal Afghan Square

003

Le Vesinet Square

004 copy

Drop in the Bucket

005 copy

African Flower Square

006 copy

Wolly Snowflake Square

007 copy

KISS-FIST

008 copy

KISS-FIST

021 copy

More V’s Please

Mynd vantar af ferningnum

Yarn Clouds Square

***

Ég tengdi svo ferningana saman með aðferð sem ég hef ekki notað áður sem kallast Rennilásaðferðin. En þá aðferð eins og svo margt annað fann ég í gegnum Pinterest.

Linkur á Rennilás aðferðina

***

Eins og þið sjáið þá var þetta teppi heljarinnar púsluspil. Það var mjög gaman að hekla alla þessa ferninga (eða flesta) og mjög gaman að tengja þá saman í eina heild. Ég er mjög sátt við útkomuna og vona að teppið komi að góðum notum.

Heklkveðjur
Elín

2ja vikna teppið

Ég heklaði teppi í október. Svona eiginlega bara alveg óvart. Og var frekar fljót að því.

Lífið atvikaðist þannig að ég fór af stað komin tæpar 34 vikur. Ég var því lögð inn á spítala og lá inni í 3 daga til þess að hægt væri að stoppa fæðinguna – og það tókst. Áður en ég skottaðist upp á spítala henti ég hekli í töskuna eins og ég geri svo oft. Heklið sem fór í töskuna voru dúllur sem ég var að hekla fyrir byrjendanámskeið sem var á dagskrá hjá Handverkskúnst.

 

teppt

Ég ætlaði bara að hekla nokkrar fyrir námskeiðið.
En eftir 3 daga rúmlegu og ekkert nema tíma til að hekla
þá hafði ég heklað 60 dúllur þegar kom að því að fara heim.
(Tek það fram að maðurinn minn og mamma komu með meira garn upp á spítala handa mér,
ég var ekki með svona svakalegt magn af garni í töskunni).

teppr

Eftir að ég kom heim átti ég að vera rúmliggjandi og hélt því áfram að hekla.
Á næstu dögum heklaði ég 60 dúlllur til viðbótar.

teppe

Á meðan ég var enn rúmliggjandi gekk ég frá öllum endum. Það tók ekki nema 1 dag.
Dúllurnar voru gerðar úr Kambgarni sem ég átti til heima og réð það litavali.

teppq

Búin að raða dúllunum upp í skipulagt óskipulag.

teppw

Móri (með risa glóðarauga) sat með mömmu
og passaði upp á að þetta færi ekki í klúður.
Aldrei þessu vant þá rústaði hann ekki öllu fyrir mér.

*****

Þegar kom að því að hekla dúllurnar saman mátti ég fara að hreyfa mig aðeins svo það tók mig örlítið lengri tíma en að hekla dúllurnar. Ekki mikið þó. Var í viku að hekla teppið saman og hekla kant á teppið.

052

Ég heklaði teppið saman með svokallaðri join-as-you-go aðferð.
Eða heklað-saman-jafn-óðum eins og það myndi beinþýðast.
Þá hekla ég það saman um leið og ég hekla síðustu umferðina.

056

 

Ég varð að kaupa mér 4 dokkur af hvítu Kambgarni til þess að tengja dúllurnar saman.
En annars átti ég allt annað garn til heima.

055

 

Er barasta nokkuð sátt með teppið mitt.
Sem ég er að hugsa um að kalla Gissunni
því maðurinn minn vill ekki nefna dóttur okkar því nafni.

tepp

 

Ég byrjaði að hekla þennan kant um teppið.
En viti menn. Garnið kláraðist svo ég gat ekki klárað.
Er það ekki alveg týpískt svona fyrir afgangateppi?

044

 

Ég var í vandræðum með að láta einn lit endast heila umferð.
Það gerist oft þegar verið er að nota afganga.
Mér datt í hug að hekla með einum lit hverja hlið á teppinu – og ég er að fíla það í botn.

047

 

Ég er hins vegar ekki að fíla bláa kantinn nógu vel
og planið er að skipta honum út fyrir hvítt bara.

045

 

Þess má til gamans geta að það tók mig um mánuð að mynda teppið sem ég var svona svakalega fljót að hekla.
Og Móri var ekki alveg jafn góður þegar ég var að reyna að mynda teppið heldur rústaði hann uppstillingunum mínum nokkrum sinnum. Enda átti ég að vera að horfa á hann hekla en ekki taka myndir af eitthverju hekli.

 

Tvöfalt prjón er vinsælt og ekki að ástæðulausu :)

Það eru ekki mörg ár síðan ég sá fyrst prjónað með tvöfalt prjón aðferðinni. Þessi aðferð vakti athygli mína á Ravelry.com og prjónaði ég einn trefil. Tók mig um 2 vikur að prjóna hann en aðferðin greip mig og mér þótti mjög gaman að prjóna trefilinn.

Hauskuputrefill_medium

Ég lagði þessari tækni síðan til hliðar og prjónaði ekki í 2 ár með aðferðinni tvöfalt prjón en auðvitað er ég alltaf prjónandi svo margt annað rann af prjónunum bara ekki tvöfaldar flíkur 🙂

Haustið 2012 byrjuðum við mæðgur með Handverkskúnst og ákváðum að halda námskeið og kenna prjón og hekl. Ég hafði horft lengi á hekluðu bjöllurnar sem allir voru að gera og þótti þær gífurlega fallegar. En þar sem ég er mun sterkari í prjónaskap en hekli hafði ég aldrei lagt í að hekla mér seríu. Var reyndar svo heppin að dóttir mín gaf mér eina svo ekkert rak mig áfram í að læra að hekla þær.

hekluð sería frá EKG

Heklaðar bjöllur

Aftur á móti hvatti Elín mig til að prjóna bjöllur og var hún viss um að einhverjar myndu vilja prjóna sér líka seríu. Úr varð að ég settist og byrjaði að prjóna og rekja upp og prjóna þar til ég fann rétta stærð og úr urðu 4 mismunandi munstur af bjöllum.  Viti menn bjöllurnar vöktu gífurlega athygli og margar komu á námskeið og fjöldi annarra keypti sér uppskriftina. Svo ég var ekki sú eina sem langaði í bjöllur á seríuna mína en bara ekki heklaðar heldur prjónaðar 🙂

Bjöllur_minnkuð

Prjónaðar bjöllur

Ég ákvað nú fljótt að ekki gæti ég bara verið að kenna fólki að prjóna bjöllur svo eitthvað fleira yrði nú að koma til. Þá ákvað ég að draga fram aftur tvöfalda prjónið. Prjónaði nokkrar húfur og setti saman námskeið.

DK_Allt í bland

DK_Micha

Micha frændi valdi sér hauskúpur á húfuna sína

DK_Stina

Stína frænka var heldur betur ánægð með Hello Kitty húfuna sína

Það er ekki að ástæðulausu sem þetta námskeið er það allra vinsælasta og hefur sprengt allar mínar væntingar til áhuga fólks á þessari tækni. Þessi prjónaaðferð er svo skemmtileg og alls ekki flókin þegar tæknin er komin á hreint. Útkoman er skemmtileg og hefur marga góða kosti t.d.:

  • flík sem snúa má á báða vegu
  • engir þræðir að flækja sig í á röngunni
  • munstur herpist ekki
  • extra hlý flík en ekki of þykk eða óþjál
  • barnið fer aldrei í flíkina öfugt því sama er hvor hliðin snýr út

Vettlingar ugla og köttur

Ungbarnavettlingar

sokkar

Ungbarnasokkar (sama parið sitthvor hliðin)

fuglavettlingar_bakhlið

Kvenmannsvettlingar (sama parið sitthvor hliðin)

fuglavettlingar

Kvenmannsvettlingar (sama parið sitthvor hliðin)

Kaktus

Herravettlingar (sama parið sitthvor hliðin)

teppi hlið A

Barnateppi (hlið A)

teppi hlið B

Barnateppi (hlið B)

Svo þú sér lesandi góður að það er ekki að ástæðulausu sem þessi námskeið hafa notið svona mikilla vinsælda. Ekki bara skemmtileg prjónaaðferð heldur mjög svo mikið notagildi í flíkinni sem þú prjónar.

Það er nú einu sinni svo að alltaf vill maður læra meira og meira svo þegar þú hefur náð góðu valdi á þessari aðferð með tveimur litum ferðu að vilja læra meira eins og t.d. að prjóna sitthvort munstrið þannig að útkoman verður áfram tvær flíkur en ólíkar þar sem hliðarnar skipta ekki bara um lit. Nú eða bæta við lit númer 3 og jafnvel 4.

529206_433423366747223_3230446_n

Herrahúfa (sitthvort munstrið)

peysan

Barnapeysa (sitthvort munstrið)

Ég er með fast aðsetur í Reykjavík með námskeiðin mín en fer út á land þegar pöntun berst og hef virkilega gaman að því að ferðast og hitta prjónakonur og -menn (reyndar bara fengið einn karlmann á námskeið til mín) um allt land.

Í nóvember ætla ég að vera á Akureyri og Ísafirði svo ef þú hefur áhuga á að koma á námskeið og/eða þekkir einhverja sem hafa áhuga þá endilega deildu þessu áfram til þeirra. Dagsetningar koma hér fljótlega

Tvöfaldar prjónakveðjur,
Guðrún María

Nýr erfingi – nýtt teppi

Nú er það orðið opinbert að ég á von á enn einum erfingjanum. Í þetta sinn er lítil dama á leiðinni. Sem er voða spennandi þar sem ég á tvo yndislega stráka fyrir. Svo fæ ég alltof sjaldan tækifæri til að hekla bleik teppi.

533566_484502701641266_667069689_n20 vikna sónarmynd og byrjunin á nýja teppinu.

1017428_481472078610995_105546615_nMín með 20 vikna bumbu.

Ég beið og beið eftir 20 vikna sónarnum til að geta farið að versla garn í “réttu” litunum. Ég var svo viss um að ég væri að fá þriðja strákinn að ég var alveg með það á hreinu hvaða stráka liti ég ætlaði að nota. En svo kom í ljós að lítil stelpa var á leiðinni og þá var ég engan vegin með litavalið á hreinu. Við mamma skelltum okkur í A4 og röðuðum saman litum þar til ég var sátt með mitt.

025

029Ég endaði á að kaupa mér Dale Baby Ull því það er í uppáhaldi hjá mér. 
Valdi mér þessa fimm liti.

Ferningarnir sem ég er að hekla kallast Granny Arrow Square. Á rúmri viku er ég búin að hekla næstum alla 70 ferningana sem þarf í teppið. En ég sé það að ég á eftir að vera heillengi að ganga frá öllum endunum. Ég ákvað raða litunum ekki eins í öllum ferningunum og tók myndir af ferningunum eftir því að þeir stækkuðu, finnst gaman að sjá mismunandi litasamsetningarnar þróast. Og ég verð að segja að mér finnst þessir litir sem ég valdi mér passa alveg svakalega vel saman.

4umf4 umferðir komnar.

5umf5 umferðir komnar.

6umf6. umferðir komnar.

Að lokum læt ég fylgja með eina mynd af stóra litla barninu mínu honum Móra
sem er dyggur aðstoðarmaður mömmu sinnar þegar kemur að öllu garntengdu.

003

 

Teppakveðjur
Elín c”,)

Í fréttum er þetta helst

Stundum finnst mér eins og ég verði að gera massa stórt teppi til þess að geta prufað nýtt hekl. En ég nenni ekki alltaf að gera heilt teppi og því sleppi ég að prufa. En eftir að ég byrjaði í skólanum og er búin að vera að gera alls kyns prufur og þá er ég uppnumin af þeirri snilld sem prufur eru.
Þannig að um daginn gerði ég prufur. Sofia frænka kom í heimsókn frá DK og kenndi mér að gera Lævirkjahekl (Larksfoot). Sem er virkilega skemmtilegt en einstaklega auðvelt hekl.

Ég gerði líka prufu að annari týpu af hekli. Ég sá teppi sem Kata ská-frænka mín var að hekla og ég hef ekki séð áður, held að hún hafi fundið það í gömlu blaði. Fannst það virkilega skemmtilegt svo ég tók mynd af því og hermdi. Finnst þetta einstaklega töff.

Í skólanum er ég að byrja í Efnisfræði og klára þannig önnina. Þetta gæti orðið mjög áhugavert. Við byrjuðum efnisfræðina á að læra um íslensku ullina og svo fengum við prufur að alls konar ull sem er ekki algeng á Íslandi (eða ég held allavegana ekki). Þarna var angóru-ull, llama-ull, vísunda-ull, sauðnauts-ull, kamel-ull, kínversk kiðlinga-ull. Ég þarf algerlega að skoða ullargarn betur.
Um daginn fór ég í A4 og keypti mér hamingju í formi Kambgarns á afslætti. Ég keypti alveg massa mikið af garni í hellings litum…án þess að hafa nokkuð ákveðið verkefni í huga. Ég veit ekki hvort mér á að finnast það sorglegt eða ekki hvað mér finnst gaman að kaupa garn.

Það er búið að vera mikið að gera í skólanum og lífinu svo ég hreinlega varð að hafa heklverkefni við höndina til að stelast í á kvöldin. Vinapar okkar á von á litlum manni í heiminn 29. nóvember og tilvalið að smella í eitt teppi handa honum og nýta þannig Kambgarnið sem ég keypti og nýja Lævirkjaheklið.
Ef ykkur finnst Lævirkjaheklið flott og langar að læra
þá verð ég með námskeið miðvikudaginn 21. nóvember.

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur