Prjónauppgjör ársins 2022

Prjónauppgjör ársins 2022

Þegar árinu lýkur er gaman að renna yfir hvað var prjónað það árið. Ekki tekst mér alltaf að klára það sem ég byrja á og stundum verða verkefni að bíða næsta árs. Ég nota Ravelry til að halda utan um prjónaskapinn, það er svo þægilegt að eiga uppskriftirnar þar inni sem og að halda utan um hvaða garn var notað og prjónastærð.

En hér kemur upptalningin í þeirri röð sem verkefni voruð kláruð.

Árið byrjaði á að prufuprjóna húfuna Peak cable hat (handa Úlfi ömmugulli)
Garn: Dottir Dyeworks Tweed, sem ég átti í skúffunni

 

Júní húfa og vettlingar (handa væntanlegu barnabarni)
Garn: Schachenmayr Regia Silksem ég átti einnig til í skúffunni

 

Hjálmhúfa, sokkar og vettlingar(fyrir búðina)
Garn: Drops BabyAlpaca Silk.

Húfan hefur lengi verið til hjá okkur í Handverkskúnst, en ég ákvað í byrjun árs að laga hana til og bæta við vettlingum og sokkum, Uppskriftin hefur ekki verið uppfærð og nú er garnið hætt í framleiðslu svo ég þarf að prjóna aftur úr öðru garni áður en uppskriftin birtist uppfærð. Kannski það gerst á árinu 2023 🙂

 

Bylur barnapeysa varð til í einni gulu eða rauðu lægðinni í janúar. Uppskrift kemur á nýju ári 2023
Garn: Drops Lima


Twisted Bloomers
– von var á nýju barnabarni og ég ennþá að teygja mig í skúffuna góðu eftir garni.
Garn: Sandnes garn Sunday

Sydänmaa Mittens (handa mér)
Garn: Drops Nepal 


Kría barnapeysa
(prjónaði tvær fyrir búðina)
Garn: Drops Baby Merino

Sydänmaa Mittens (handa Aþenu ömmugulli)
Garn: Drops Lima


Bella barnapeysa

Garn: Drops Belle


Kría barnapeysa 
á ömmustrákana Úlf og Birnir
Garn:
 Sandnes garn Sunday


Sweet Ivy
(gjöf)
Garn: Drops Baby Merino


Hrafnar barnapeysa
(handa Sverri ömmugulli)
Garn: Dottir Dyeworks
Ég féll alveg fyrir litnum Seaside og úr varð að Sverrir fengi peysu úr þessum lit. Uppskriftin er ekki alveg tilbúin en vonandi ein af mörgum sem koma á nýju ári. Bláa peysan var prjónuð fyrir búðina.

 

Strætóvettlingar handa Sverri
Sverrir Hrafn var algjör strætókarl og prjónaði ég vettlinga og saumaði strætó í eftir á. 2ja ára guttinn var mjög glaður með þá:)

 

Maí ungbarnateppi (fyrir væntanlegt barnabarn)
Garn: Scheepjes Whirl 

 

 

Avena á frumburðinn hana Elínu
Garn: Drops Karisma og Dottir Dyeworks DK
Það kom að því að ég prjónaði á Elínu elstu dóttur mína. Eftir miklar pælingar fram og aftur valdi hún koksgráan Karisma og Shamrock í Dottir Dyeworks. Kom mjög vel út.

 

Zenta ungbarnapeysa (uppskrift ekki tilbúin)
Garn: Zenta ByPermin

Zenta húfa
Garn: Zenta ByPermin
Hérna var ég að prófa nýtt garn en þessi peysa og húfa eru eitt af ókláruðum uppskriftum mínum. Mæli með þessu garni.

 

Cropped Rib Sweater (gjöf)
Garn: Drops Air
Prjónaði þessa á Aþenu Rós en hún var of lítil svo hún verður gefin.

 

Nóel heilgalli (einn fyrir búðina og hinn fyrir væntanlegt ömmugull)
Garn: Drops Baby Merino
Þessi var prjónaður á væntanlegt ömmubarn. Dóttir mín vissi ekki kynið en valdi liti í gallana.

 

Bobblupeysa á Guðmundu
Garn: Drops Karisma
Guðmunda fékk svona peysu árið 2017 og vildi aðra, fer henni vel þessi en ég studdist við uppskrift úr Tinnu blaði nr 65.

 

Ingrid baby (á nýfæddann ömmuson)
Garn: Drops Lima

 

Monday Balaclava (handa Birni Þór ömmugulli)
Garn: Filcolana Merci

 

Krókur heilgalli og húfa (fyrir búðina)
Garn: Scheepjes Terrazzo

 

Ingrid barnapeysa (handa Sverri ömmugulli, bræðurnir verða að vera eins)
Garn: Drops Lima

 

Fura barnapeysa – uppskrift væntanleg 2023, prjónaði þessa þegar Leonóra kom til okkar. Einstaklega mjúkt og skemmtilegt garn
Garn: Leonóra frá Permin

 

 

Krókur, heilgalli og húfa (handa Birni Þór)
Garn: Scheepjes Terrazzo

 

Ingrid barnapeysa (handa Úlfi ömmugulli)
Garn: Drops Cotton Merino

 

Húfan Skári (handa Aþenu ömmugulli)
Garn: HipKnitShop Pop Merino

 

Úlfurinn hennar Siggu (handa Úlfi)
Garn: HipKnitShop Pop Merino
Þessi húfa var alltaf á dagskrá fyrir Úlf minn

 

Stuðlar, húfa sokkar og vettlingar
Garn: Scheepjes Metropolis

 

Stuðlar ungbarnapeysa húfa, sokkar og vettlingar
Garn: Scheepjes Metropolis
Þetta sett prjónaði ég þegar Loki Hrafn var væntanlegur úr garni sem við erum að prófa og velta fyrir okkur.

 

Nóel barnapeysa (fyrir búðina)
Garn: Drops Baby Merino

 

Bambaló lambhúshetta (gjöf)
Garn: Drops Baby Merino og Drops Kid-Silk
Þessi var prjónuð þar sem mig langaði að sjá hvernig þessir litir kæmu út saman. Húfan er mjög klæðileg þó myndirnar sýni hana frekar krumpaða

 

Nóel sett (fyrir búðina)
Garn: Drops Baby Merino

 

Trom vesturinn
Garn: Zenta ByPermin og Scheepjes Alpaca Rythm
Þetta er eitt af mínum uppáhalds færeysku mynstrum og þegar ég horfði á Trom sjónvarpsþættina var ég ákveðin í að prjóna mér eitt vesti.

 

Leikskólavettlingar á Birni Þór
Garn: Drops Karisma

 

Sokkar á Birni og Úlf
Garn: Opal Black Dragon 1

 

Krókur peysa og buxur
Garn: Drops Soft Tweed

 

Jupiter Crop (þessi er enn í vinnslu en mjög falleg peysa, hlakka til að klára hana)
Garn: Zenta ByPermin

Hérna er kominn september og ég skráði mig í Afgangasamprjón á Facebook. Kjörið tækifæri að teygja sig í skúffuna góðu.

Autumn Acron (handa Aþenu) þykir þessi úrtaka svo falleg.
Garn: Sandnes garn Klompelompe

 

Baby Bear Balaclava (gjöf)
Garn: Drops Flora og Drops Kid-Silk

 

Ein tuska slæddist inn Rosenknopp 
Garn: Scheepjes Cotton 8

 

Friday Sweater Mini (gjöf)
Garn: Arwetta og Sunday

 

Wild Blueberry Mittens (á Sverri)
Garn: Drops Karisma

 

Loki, húfa sokkar og vettlingar (handa Loka)
Garn: Drops Merino Extra Fine

 

Hjartakaðlahúfa
Garn: Drops Nepal 
Þetta er gömul uppskrift frá okkur, sem ég var að prófa að gera aftur þar sem upphaflega garnið er hætt í framleiðslu

 

Sav sokkar (gjöf)
Garn: Drops Fabel

Sunneva frænka sem býr í Kaupmannahöfn bað um extra háa sokka. Úr varð að dóttir hennar Stína, vildi einnig fá þannig sokka svo ég prjónaði tvö pör. Þessir ná uppá miðlæri.

Sav sokkar (gjöf)
Garn: Drops Fabel

 

Dropi (peysa og húfa): (gjöf)
Garn: Filcolana Merci
Dropi er ungbarnasett sem ég hef ekki klárað uppskriftina af. Ákvað að klára garn sem ég átti þar sem mig vantaði eitthvað að gera og þetta garn var til í skúffunni.

Risaeðluhúfa handa Úlfi Nóel
Tvöfalt prjón – flott báðu megin. Fékk ekki að mynda hann en kemur kannski seinna mynd

Jólasokkar
Garn: jólalitur Dottir árið 2022, December og Cloud.
Ég ákvað að prjóna mér jólasokka til að nota á jólum.

 

Alda barnakjóll
Garn: Dottir Dyeworks

     

Þetta átti að vera jólakjóllin fyrir árið 2022 hjá Handverkskúnst en stundum tekur lífið yfir og uppskriftum seinkar. Fallegur kjóll.

 

Spiderman peysa handa Sverri
Garn: Drops Karisma

 

Chilli Day Balaclava handa Úlfi
Garn: Drops Air

 

Móa lambhúshetta handa Úlfi
Garn: Drops Air

 

Uppskriftir í vinnslu
Dömueysa
prjónuð úr Drops Flora og Kid-Silk

 

Dropi ungbarnasett
Prjónað úr Drops Baby Merino

Held að ég hafi ekki gleymt neinu en gaman að renna yfir og sjá hvað prjónað var. Þetta eru um 23.000 metrar af garni sem prjónað var úr. Það sem kom mér mest á óvart var að ég prjónaði enga peysu á mig á árinu 2022, ég elska peysur og á nokkuð margar en bæti við einhverjum á nýju ári.

Gleðilegt nýtt handavinnuár

prjónakveðja
Guðrún María