Category Archives: Jól

Hekl uppgjör 2015

Þegar ég var að hugsa um að skrifa þessa færslu fannst mér ég ekki hafa komið miklu í verk þetta árið – handavinnulega séð. En eftir að hafa flett í gegnum myndir ársins sá ég að ég tók upp á ýmsu.

Kláraði löber sem átti að vera jólagjöf.

IMG_9151 copy

Mágur minn varð þrítugur og fékk þessa mynd. Myndin var samvinnuverkefni fjölskyldunnar, unglingurinn hannaði kafbátinn og við hjónin saumuðum út.

 

IMG_20150117_204205

Lítill herramaður að nafni Daníel fæddist í janúar og fékk þetta teppi að gjöf.

IMG_9142 copy IMG_9138 copy

Jóhanna amma dó í febrúar. Hún fór reglulega með þessa bæn fyrir barnabörnin og fór þessi mynd með henni í kistuna.

IMG_20150219_112923

Við Guðmunda kisa eyddum mörgum stundum saman með handavinnuna.

IMG_20150330_112700

Fór í vettvangsnám sem kennaranemi og fék að kenna 5. bekkingum að vefa.

IMG_20150311_164833

Fór til Færeyja í apríl á Prjónafestival sem var vægast sagt æðislegt. Færeyingar eru höfðingar heim að sækja, landið fallegt og ég var barnlaus í heila viku. Þvílíkur lúxus!

IMG_20150417_180333

Í Færeyjum kenndi ég frændum mínum Pauli og Tóki að graffa. Þeir voru mun spenntari fyrir þessu en ég bjóst við og skreyttu garðinn sinn með hekli.

IMG_20150418_153911

IMG_20150418_152950

Ég prjónaði og labbaði á sama tíma…og fannst ég frekar töff.

IMG_20150418_231810

Fór á vinnustofu og lærði nýtt prjón. Notaði þessa nýju færni til þess að graffa fyrir utan húsið hjá Tínu frænku og Sigurd í Fuglafirði.

Graff1

Graff2

Graff4

Heklaði samt líka i Færeyjum og hannaði þetta teppi. Garnið er færeyskt og munstrið er fengið af færeyskri peysu. Nýji eigandinn er þó íslenskur herramaður að nafni Arnór sem fæddist í maí. Liturinn var sérstaklega valinn fyrir mömmu Arnórs.

IMG_20150505_190904

IMG_20150505_191233

IMG_20150505_191444

Jurtalitaði garn með lauk. Byrjaði að prjóna vettlinga en komst aldrei lengra en þetta.

IMG_20150531_185851

Keypti garnbúð með mömmu. Það er nokkuð merkilegt.

IMG_20150822_155631

Heklaði utan um steina.

IMG_20150510_180243

Skellti í Horna á milli púða sem var skemmtilega glitrandi.

IMG_20150527_163938

Heklaði mér Kríu sjal. Löngu á eftir öllum öðrum.

IMG_20150528_110514 IMG_20150908_230119

Átti margar góðar stundir úti í góða veðrinu með hekl, kaffi og krakkana.

IMG_20150626_002814

Byrjaði að hekla púða…er næstum því búin með hann.

IMG_20150815_151826

Byrjaði á mörgum öðrum verkefnum sem ég mun liklegast aldrei klára.

IMG_20150828_102320

Heklaði þessa peysu. Finnst hún frekar flott þótt ég segi sjálf frá.

20150702_134846

Heklaði nokkrar krukkur eins og vanalega.

20150911_191334

Heklaði skvísukraga fyrir Maíu og Aþenu. Maía var ekki alveg að vinna með mér í myndatökunni.

20150621_180144 20150621_131335

 

Áttaði mig á því að ég er með bómullarblæti.

IMG_20150706_230508

Heklaði þrjár mandölur til heiðurs heklara sem tók sitt eigið líf.

IMG_20150716_015525 IMG_20150716_015922 IMG_20150716_020029

Eiginmaðurinn fann einu sinni mynd af hekluðum typpum á netinu og sagði: “Þú mátt hekla svona handa mér”. Sem ég gerði og gaf honum í brúðkaupsafmælisgjöf.

IMG_20150731_223532

Prufaði ný munstur.

IMG_20150719_233327

Tók heklið oftar en ekki með mér á kaffihús.

IMG_20151011_213314

Kláraði fánalengju sem ég byrjaði á fyrir löngu síðan.

IMG_20151010_210019

Graffaði ljósastaur fyrir utan vinnuna.

IMG_20150821_160739

Bjó til “nýtt” garn úr afgöngum og prjónaði utan um herðatré.

IMG_20151009_172055

Fór til Köben og kenndi námskeið í tvöföldu hekli. Verð að játa að ég var frekar stressuð að kenna í fyrsta sinn á öðru tungumáli en íslensku. Að sjálfsögðu voru dönsku heklararnir ekkert nema almennilegir og námskeiðið gekk vonum framar.

IMG_20150926_163130 IMG_20150927_112400 IMG_20150927_115852 IMG_20150927_115725

Heklið var tekið með trompi í Köben. Meir að segja mamma lagði prjónana til hliðar og heklaði eins og vindurinn.

IMG_20150926_222242

Heklaði fyrsta teppið mitt með tvöföldu hekli. Var búin að steingleyma því. Á algerlega eftir að mynda það og monta mig.

IMG_20150923_174245

Byrjaði að hekla Vírussjalið sem tröllreið öllu. Var hálfnuð þegar ég rakti allt upp vegna villu. Mér til varnar þá var þetta frekar stór villa.

IMG_20151019_155524

Fyrir vikið var seinni útgáfa sjalsins einstaklega vel heppnuð.

IMG_20151029_122229

Heklaði sokkaleista sem eru víst meira tátiljur.

IMG_20151015_140642

Notaði mömmu sem fóta módel. Það fór henni bara vel.

IMG_20151015_140109

Heklaði þennan fína hálskraga úr Navia ullinni. Guli liturinn var í uppáhaldi hjá mér þetta árið.

20151018_164450

Byrjaði á OG kláraði teppið Hjartagull. Það er án efa eitt af því fallegasta sem eg hef heklað.

IMG_20150802_204521

IMG_20150830_174919

Heklaði vettlinga. Ekki bara eitt par heldur tvö.

IMG_20150903_142958 IMG_20150908_202209 IMG_20150908_202128

Jólaskraut er eitt af því sem ég elska að hekla. Byrjaði alltof seint að hekla fyrir jólin. Hefði þurft að byrja í september til að komast yfir allt sem mig langaði til að hekla. En það koma jól eftir þessi jól.

IMG_20151109_120619

Þessi stóra bjalla lifði ekki lengi. En það sullaðist yfir hana kaffi. Ég þarf að fara að læra að geyma kaffið mitt lengra frá kaffinu.

IMG_20151112_142203

Uppáhaldsverkefni ársins eru jólakúlurnar mínar. Þær eru alla vegana uppáhalds núna. Mér finnst þær fullkomnar og þær eru svo dásamlega fallegar á jólatrénu mínu.

IMG_20151228_103941 IMG_20151228_104001 IMG_20151228_104037 IMG_20151228_104049 IMG_20151228_104019

 

Nýja árið leggst vel í mig. Vona að það sama eigi við um þig.
Óska öllum gæfu, gleði og sköpunar á nýja árinu sem er að ganga í garð. Takk fyrir það gamla.

Elín

Heklaðar jólagjafir 2014

Ég var svo á seinasta séns þessi jól að það var glatað. Ég kláraði að kaupa gjafirnar á Þorláksmessu og sat svo á Aðfangadag að pakka inn. Ég var engan veginn að fíla allt þetta stress sem fylgdi þessu svo ég ætla ekki að endurtaka leikinn næstu jól. Afþví að ég var svona sein þá náði ég ekki að hekla mér neitt nýtt jólaskraut…og ég elska að hekla jólaskraut. En ég náði að hekla nokkrar jólagjafir.

Eins og fyrr segir var ég að leggja lokahönd á gjafirnar á Þorláksmessu. Ég var búin að sitja lengi að títa niður dúk og var farin að fá í bakið. Kemur þá ekki herramaðurinn minn Mikael og tekur við. Það er ekki allra að títa svona niður því þetta er jú nákvæmnis vinna en Mikael minn kláraði verkið með glæsibrag.

IMG_8930 copy

Á Aðfangadagsmorgun fékk ég svo hjálp frá Móra við að plokka upp alla títuprjónanna. Svona er ég rík.

IMG_8931 copy

Þótt það hafi verið stress á mér að klára jólagjafirnar þá verð ég að segja að þær heppnuðust þær vel.

Gjöf #1
Ég heklaði þennan stóra fallega dúk handa ömmu minni. Ég hef aldrei heklað svona stóran dúk áður, ég klikkaði á að mæla hann en hann er stór. Ferskjubleiki liturinn er æðislegur, mun flottari en myndin sýnir. Ég gerði síðustu umferðina svo með gylltu glitri því amma er svo glysgjörn. Amma þjáist af minnistapi og það er ekki margt nýtt sem hún man, en þegar ég talaði við hana daginn eftir mundi hún eftir dúknum og sagðist kunna að meta að ég hefði gert hann sjálf. Að hún skyldi muna eftir dúknum er mér  dýrmætt.

Garn: Heklgarn nr. 10 og glimmergarn í kantinn.
Heklunál: 2,5 mm
Uppskrift: af Pinterest.
Stífað: Með Undanrennu

IMG_8934 copy

IMG_8938 copy

Gjöf #2
Ég sá mynd af þessum dúk á Pinterest og ég bara VARÐ að hekla hann. Mynstrið er einfalt en samt svo geggjað.

Garn: Heklgarn nr. 10.
Heklunál: 2,5 mm
Uppskrift: af Pinterest.
Stífað/mótað: með vatni

IMG_8942 copy

Gjöf #3
Þessa dúka átti ég reyndar til. Ég heklaði þá fyrir einhverju síðan eftir gömlum dúk sem ég keypti í Góða.

Garn: Heklgarn no. 10.
Heklunál: 2 mm
Uppskrift: Ekki til
Stífað/mótað: með vatni.

IMG_8946 copy

Gjöf #4
Stjúpamma mín fékk þennan dúk í jólagjöf. Mynstrið er geggjað en eg hélt að þetta yrði dúkur en ekki dúlla. Engu að síður falleg dúlla.

Garn: Heklgarn no. 10.
Heklunál: 2,5 mm
Uppskrift: af Ravelry.
Stífað/mótað: með vatni.

IMG_8948 copy

Gjöf #5
Þessar þrjár dúllur fékk svilkona mín. Upprunalega átti bara að vera ein dúlla eeeen þegar ég var búin að gera eina með tveimur litum VARÐ ég að gera aðra…og svo aðra. Ég er extra stolt af þessum dúllum/dúkum því þetta er uppskrift eftir mig, fyrsta dúka uppskriftin sem ég geri en alls ekki sú seinasta.

Garn: Heklgarn no. 10.
Heklunál: 2,5 mm
Uppskrift: Rósíða úr Heklfélaginu.
Stífað/mótað: með vatni.

IMG_8949 copy

Ein hópmynd af öllum dúllunum saman. Finnst þetta soldið flott sko.

IMG_8953 copy

Gjöf #6
Hin svilkona mín fékk þessar glasamottur…sem eru já kattarassar. Ég sá þessar glasamottur fyrir löngu í Handóðum Heklurum á FB og þar sem svilkonan elskar ketti þá kom þetta strax upp í hugann. Hún brosti og hló þegar hún opnaði pakkann. Vonandi koma motturnar að góðum notum. Ég bætti þó við einni umferð þar sem glasamotturnar voru of litlar samkvæmt uppskriftinni.

Garn: Bómullargarnið í pínulitlu dokkunum, haft tvöfalt.
Ein dokka dugði í eina glasamottu.
Heklunál: 5 mm
Uppskrift: Af blogginu My Yarn Spot.
Stífað: með Mod Podge lími.

IMG_8958 copy
IMG_8959 copy

Gjöf #7
Aþena Rós systurdóttir mín fékk þessa gjöf. Ég var pínu sein með hana svo þetta varð gamlársgjöf en ekki jólagjöf. Ég keypti þetta tímaritabox (eða hvað sem þetta heitir) í Góða fyrir lööööngu og ætlaði alltaf að mála það. Mig hefur lengi langað til að mála stöff en ekki komið mér af stað í það, verið hálf rög við að prufa og komast að því að ég er léleg í því. En ég sló loks til og þetta kom bara vel út.

IMG_8929 copy

Frekar mikill munur ha?!

IMG_9010 copy

Þessi fánalengja fór líka með í pakkann. Ég var að hekla þessa þríhyrninga um daginn þegar Aþena sá til og bað hún mig um að hekla svona handa sér. Eða hún hoppaði á öðrum fæti á meðan hún hló og galaði “Jájájá bleika handa mér!” Ég ætlaði að gera stafi en það var að flækjast svo mikið fyrir mér í hvaða lit þeir ættu að vera. Því fóru bara þessir spottar með sem litaprufur og mamman fær að velja hvort það verði stafir eða ekki.

IMG_9006 copy

Ég fékk auðvitað jólagjafir líka og þetta árið voru nokkrar gjafir handavinnutengdar…svona eins og fyrri ár.

Gjöf til mín #1 – Garn frá mömmu.

IMG_9018 copy

Gjöf til mín #2 – Við Gissur fengum SAMAN þessa skemmtilegu bók frá móðursystur minni. Hekl fyrir karlmenn. Bók eftir karlmann með uppskriftum sem henta karlmönnum. Gissur minn er að taka vel í að læra að hekla, það er nefninlega ein uppskrift í bókinni af nipplu-nælum.

IMG_9020 copy

Gjöf til mín #3 – Clover heklunálar og 100 stk af prjónamerkjum frá vinnunni aka Handverkskúnst. Ekki amalegt að geta keypt sjálfur jólagjöfina sína.

IMG_9021 copy

Gjöf til mín #4 – Hippe Hullen þýska útsaumsbókin sem Guðmunda systir tók þátt í að gera…gjöf frá Guðmundu systur.

IMG_9037 copy

Heklkveðjur Elín 

Jólagjafir

Í ár fóru nokkrir hlutir frá mér í jólapakkana. Ég ætlaði að prjóna sokka handa öllum í jólagjöf en endaði á því að prjóna 4 sokkapör, 2 vettlingapör, sjal og utan um léttvínsflöskur.

Systurdætur mínar búa í Kaupmannahöfn. Sofia frænka er dugleg að biðja um alls konar vettlinga en Sunneva frænka er aftur á móti sú sem fær hnéháa sokka fyrir veturinn. Svo í þetta sinn fóru vettlingar í jólapakkann til hennar.

Rós vettlingar, uppskrift úr bókinni Tvöfalt prjón – flott báðum megin
Garn: Arwetta Classic (fjólublár og ljósbrúnn)
Prjónar:  nr 2½

Sunnevuvettlingar merkt minnkud

                                                                       Hlið A                                                                                                  Hlið B
Mágkona mín hún Debbie kom ásamt bróður mínum yfir jólin frá Seattle. Ég prjónaði á hana líka vettlinga.

Fugl vettlingar uppskrift úr bókinni Tvöfalt prjón – flott báðum megin
Garn: Mayflower sokkagarn (rautt og svart)
Prjónar: nr 2½

Fugl saman merkt

Fyrst ég var búin að prjóna tvenna vettlinga ákvað ég að prjóna líka á Ellý systur.

Opin stjarna vettlingar
Garn: 
Arwetta Classic (hvítur og deminblágrænn)
Prjónar: nr 2½

Opin stjarna saman merkt minkuð

 

Mágur minn hann Maggi, Pétur bróðir og Micha frændi fengur sokka. Ég hef aldrei prjónað handa þeim og þótti tilvalið að gefa þeim fallega sokka. Fyrir valinu urðu sokkar úr norskri sokkabók sem ég held mikið uppá, Sokker, strikking hele året eftir Bitta Mikkelborg, uppskriftin heitir Motorsyklistens pensokk

Péturs sokkar                                                     
Garn: Trekking Sport, deminblár
Skóstærð: 54
Prjónar: nr 2,75

Magga og péturssokkar3 m               Nærmynd af sokkunum, skemmtileg úrtakan við hælin

Magga sokkar                                                     
Garn: Trekking Sport, dökkgrár
Skóstærð: 43
Prjónar: nr 2,75

Magga og péturssokkar mBáðir voru alsælir með sokkana sína og þeir smellpössuðu

 

Micha sokkar
Garn: Opal sokkagarn, blátóna
Skóstærð: 39
Prjónar: nr 2½

Sokkar micha merkt m

Skottan hún Stína frænka fékk líka sokka úr bókinni hennar Bittu. Fyrir valinu varð uppskriftin Vilje sem mér þykja svo fallegir.

Stínu sokkar
Garn: Hot Socks New Jaquard
Skóstærð: 34
Prjónar: nr 3½

Vilje sokkar Stina merkt m

 

Sofia frænka á nokkuð marga vettlinga eftir mig. Hún er afskaplega hrifin af áttablaðarósinni svo mér þótti það alveg snilldarhugmynd að prjóna handa henni utan um rauðvíns- og hvítvínsflöskur.

Rautt eða hvítt
Garn:
Basak og Kar-Sim
Prjónar: nr 3½

Rautt eða hvítt minnkud

 

Ég hannaði í sumar 2 tegundir af færeyskum sjölum. Mamma hreifst svo af þeim svo auðvitað fékk hún eitt í jólagjöf í ár.

Demantar sjal
Garn: Snældan, færeysk ull
Prjónar: nr 5½

043 copy

Mynd af samskonar sjali frá því í sumar. Mamma heillaðist af þessum dökkrauða lit á fallegu sjali

Að lokum læt ég fylgja með eina vettlinga sem ég prjónaði í byrjun desember fyrir Sofiu frænku. Alltaf klassískir þessir

Áttablaðarósin
Garn: Kambgarn (brúnn og grár)
Prjónar: nr 3

áttablaðarós kambgarn merkt

Gleðilegt nýtt ár!

Prjónakveðja
Guðrún María

Tags: , ,

Prjónað í nóvember

Tíminn flýgur áfram og árið að enda. Í nóvember var prjónað nema hvað 🙂 Nokkuð var um einfalda hluti hjá mér þar sem ég ætlaði að vera með Guðmundu minni á jólamarkaði og skellti því í nokkra smáhluti fyrir hann.

Þessa fallegu sokka hef ég prjónað áður en ákvað að nota Navia garn í þetta sinn þar sem ég á svo mikið af því.

Áttablaðaróssokkar
Skóstærð:
 25
Garn: Navia Duo
Prjónar: nr. 4

Áttablaðarós með stundaglashæl Navia_merkt_m

Áttablaðaróssokkar
Skóstærð:
26
Garn: 
Navia Duo
Prjónar: nr. 4½

Áttablaðarós með garðaprjónshæl Navia merkt m

Elínborgarsokkar, úr bókinni Sokkaprjón e. Guðrúnu S. Magnúsdóttur
Skóstærð: 26-28
Garn: 
 Easy Care Big skóstærð 26-28
Prjónar nr. 

Elínborgarsokkar merkt m

 

Frozen vettlingar, uppskrift frá Ásu Hildi
Garn:
 Bsaak og Kar-Sim
Prjónar: nr 4
Stærð: 6-8 ára

Frozen vettlingar Easy Care Big merkt minnkud

Jólakúla, uppskrift frá Handverkskúnst
Garn: Glicer garn
Prjónar: nr 2½

Þetta garn ákvað ég að prófa í stað bómullargarns sem ég nota venjulega í jólakúlur og bjöllur. Garnið er til í mörgum litum og fæst hjá Bjarkarhól eða á www.garn.is Jólakúlur koma fallega út í skrautgarni.

Jólakúla Glicer garn2 merkt m

 

Systir mín bað mig að prjóna eina húfu fyrir sig sem hún ætlaði að gefa í sængurgjöf. Þessi húfa með stjörn kemur vel út í tvöfalda prjóninu.

Stjörnuhúfa
Stærð: 6-9 mánaða
Garn: Dale Baby Ull
Prjónar: nr 2½

Tobbu húfa saman merkt

 

Þessa fallegu hnésokka prjónaði ég handa Maíu lita gullinu mínu. Þeir eru aðeins og stórir en hún vex hratt 🙂

Hnésokkar, úr bókinni Sokkaprjón e. Guðrúnu S. Magnúsdóttur
Garn: Lanett
Prjónar: nr 2½

Hnésokkar Maíu1 merkt

Hnésokkar Maíu merkt

Maía varð 1 árs 18. nóvember og auðvitað varð hún að fá eitthvað fallegt prjónað af ömmu <3 Ég ákvað að prjóna vettlinga með þumli á hana og háa upp á handlegginn svo hún rifi þá ekki auðveldlega af sér.

Maíu sett
Garn:
Dale Baby Ull
Prjónar: nr 3½

Húfusett Maíu sameinað

 

Maía Sigrún er einstaklega forvitin og það var annað mun áhugaverðara í gangi í næsta herbergi en að stilla sér upp í myndatöku fyrir ömmu.  En hún tekur sig vel út sem settið og verður hlýtt í vetur.

Prjónakveðja
– Guðrún María

Litlar jóladúllur – uppskrift

 

Þessar litlu jóladúllur eru með klassísku sniði. Eins og svo oft áður þá sótti ég innblástur i gamalt hekl. Ég elska að finna gamlar dúllur á nytjamörkuðum og nota mynstrin úr þeim til þess að skapa eitthvað nýtt.

IMG_8894 copy

Það er ótrúlega einfalt að hekla þessar dúllur og í raun svo einfalt að það varð erfitt að skrifa uppskriftina niður. Það vill oft verða þannig að erfiðast er að útskýra það einfaldasta. Þið kannist kannsi við það?

IMG_8896 copy

IMG_8900 copy

 

Eftir að dúllan hefur verið hekluð má títa hana niður og móta. Bæði er hægt að hafa hana sexhyrnda og hringlótta. Ég var ekkert að stífa dúllurnar mínar, notaði bara hreint vatn.

IMG_8899 copy

Ég nota dúllurnar mínar undir kertastjaka. En það mætti einnig tengja þær saman og gera stærri dúk.

IMG_8902 copy

Þið getið sótt uppskriftina í pdf skjali eða bara hér fyrir neðan.

Skammstafanir
á hekli:

LL – loftlykkja
LLbogi – loftlykkjubogi
FP – fastapinni
HST – hálfstuðull
ST – stuðull
sl. – sleppa

Fitjið upp 10 LL eða gerið töfralykkju

1. umf: Heklið 3 LL (telst sem ST), 23 ST í hringinn.

2. umf: Heklið 9 LL (telst sem ST og 6 LL), [ST í næstu 4 ST, 6 LL] x 5, ST í síðustu 3 ST, lokið umf með KL í 3ju LL af þeim níu sem heklaðar voru í byrjun umf.

3. umf: Heklið KL yfir í næstu LL, 3 LL (telst sem ST), 10 ST í sama LLboga, [11 ST í næsta LLboga] x 5, lokið umf með KL í 3ju LL af þeim þrem sem heklaðar voru i byrjun umf.

Hér eftir er eingöngu heklað í aftari lykkju stuðlanna.

4. umf: Heklið KL yfir í næsta ST, 3 LL (telst sem ST), ST í næstu 8 ST, 2 LL [sl. 2 ST, ST í næstu 9 ST, 2 LL] x 5, lokið umf með KL í 3ju LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun umf.

5. umf: Heklið KL yfir í næsta ST, 3 LL (telst sem ST), ST í næstu 6 ST, 4 LL, FP í LLboga, 4 LL, sl. ST, [ST í næstu 7 ST, 4 LL, FP í LLboga, 4 LL, sl. 1 ST] x 5, lokið umf með KL í 3ju LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun umf.

6. umf: Heklið KL yfir í næsta ST, 3 LL (telst sem ST), ST í næstu 4 ST, 4 LL, FP í LLboga, 5 LL, FP í LL boga, 4 LL, sl. ST, [ST í næstu 5 ST, 4 LL, FP í LLboga, 5 LL, FP í LLboga, 4 LL, sl. ST] x 5, lokið umf með KL í 3ju LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun umf.

7. umf: Heklið KL yfir í næsta ST, 3 LL (telst sem ST), ST í næstu 2 ST, [4 LL, FP í LLboga, 5 LL, FP í LLboga, 5 LL, FP í LLboga, 4 LL, sl. ST, ST í næstu 3 ST] x 5, 4 LL, FP í LLboga, 5 LL, FP í LLboga, 5 LL, FP í LL boga, lokið umf með 1 LL, ST í 3ju LL af þeim þrem sem gerðar voru í byrjun.

8. umf: Heklið FP utan um ST sem var gerður til að loka fyrri umf, [5 LL, FP í næsta LLboga] endurtakið út umf, lokuð umf með KL í fyrsta FP umf.

9. umf: Heklið FP, HST, ST, LL, ST, HST, FP í hvern LLboga umf, lokið umf með kl í fyrsta FP umf.

 

Njótið vel og góða skemmtun að hekla
Elín 

Jólahandverksmarkaður

Guðrúnardætur2

Ég ákvað með stuttum fyrirvara að vera með á Jólahandverksmarkaði sem haldinn var í dag á Sjóminjasafninu í Reykjavík, Víkin. Ég var eins og lítið barn innan um alla dásemdina sem þarna var í boði og dansaði um salinn. Það var svo gaman að sjá og skoða þegar allir voru að stilla upp vörum sínum upp og gera sig tilbúna fyrir daginn. Við eigum svakalega margt hæfileikaríkt fólk og þegar kemur að handverki er ekkert gefið eftir, úrvalið er gífurlegt. Ég fékk leyfi frá öllum að mynda borðin þeirra og birta hér á blogginu mínu.

Guðrúnardætur

Við mæðgur vorum saman Guðrúnardætur og Handverkskúnst. Guðmunda saumar út krossasaumsmyndir í mörgum útfærslum og útbýr: lyklakippur, bókamerki, nælur, hálsmen, myndir, eyrnalokka og ermahnappa. Afskaplega fallegt hjá henni.

GuðrúnardæturGuðmunda klár í slaginn

Guðrúnardætur2Fallegu vörurnar hennar


Álfaskór

Alltaf gaman að skoða álfaskóna. Mikið úrval í öllum stærðum.

Álfaskór.is2Álfaskór í öllum stærðum og mörgum litum

Álfaskór.is


Handverk og hönnun – astast

Eyfirskt handverk og hönnun þar sem áhersla er lögð á gæði og góðann frágang. Margskonar vörur til sölu m.a. barnafatnaður og ullarvara. Kertin hennar eru virkilega falleg og svo þóttu mér hálstau fyrir kisur algjör snilld.

Ásta H Stefánsdóttir3Ásta við borðið sitt

Ásta H StefánsdóttirHálstau fyrir ketti, hvaða köttur væri ekki glæsilegur með svona um hálsinn?

Ásta H Stefánsdóttir2Falleg kerti skreytt með kirkjum


Nína Fína Textil

Skemmtilegar húfur í öllum litum og flottir verndarenglar, mjög skemmtileg hugmynd

Nínafína textil2 Húfurnar fallegur

Nínafína textilVerndarenglar


Hárskraut *LíLa-Líríó*

Skemmtileg hugmynd og hárböndin hennar falleg, sá þarna í fyrsta skipti hárbönd með uglum og voru þau æði.

Líla Líríó1Hárbönd í mörgum litum

Líla Líríó2Eru ugluhárböndin ekki sæt?


EMM handverk, vinnustofa

Flottir skartgripir: Hálsmen, nælur, eyrnalokkar, armbönd, prjónamerki og fleira.

EMM HandverkFallegir skartgripir

EMM Handverk2


Prjón íslenskt

Kolbrún er með prjónavörur t.d. húfusett, vettlinga, inniskó, peysur, sjöl og trefla. Fallegar vörur hjá henni.

Prjón ÍslensktFallegar vörur


Sigga S. Glerkúnst

Glerhandverk; Klukkur, Matarstell, Lampar, Skartgripir, Kertaljós, Skálar og Aðventukransar eru dæmi um það sem ég hef til sölu. Einnig hef ég verið að búa til og hanna hluti eftir tilefnum og óskum viðskiptavina. Virkilega flottar vörur hjá henni og aðventukransarnir ofboðslega fallegir.

SiggaS GlerkúnstSmá sýnishorn af vörum hennar


Handverkið mitt

Vörur unnar úr rekavið. Ásta er snillingur og vörurnar hennar skemmtilegar

Handverkið mittJólasveinar

Handverkið mitt1Jólauglan er sæt

Handverkið mitt2Kúlur á jólatréð


Frida design

Hólmfríður hannar fallegar þæfðar vörur úr íslenskri ull.

Frida designBásinn hennar

Frida design1Sjal / herðaslá

Frida design2Hattur


KúMen

Skart og nytjahlutir úr horni og beinum.

KúMenFlottar vörur hjá Þórdísi Höllu í KúMen


Handverk Ebbu

Mikið úrval hjá henni, tréhálsmen, orkeraðir skartgripir, leðurarmbönd.

Handverk EbbuHálsmen

Handverk Ebbu1Hálsmen og armbönd


Gallerý Ársól

Hún var með mikið úrval af leðurveskjum og silfurskarti

Gallerý Ársól1Hluti af úrvalinu

Gallerý ÁrsólHringar


H&E Design

Þau Hulda Birna og Einar eru með frábært úrval af slaufum, ekki eingöngu hefðbundnar heldur líka litríkar og skreyttar hinum ýmsu teiknimyndum og fleira. Íslensk hönnun, íslenskt handverk, frábærar gjafir – tel þær hitta í mark hjá öllum.

H&E slaufurTurtles skjaldbökur

H&E designjpgLeður og prjónaðar slaufur

H&E slaufur2Gífurlegt úrval og allir ættu að finna eina við sitt hæfi


Icewool

Tískuvörur unnar úr íslenskri ull

Wool companyIcewool


Gagga handver og hönnun

Ýmis útsaumur, textar, hvítsaumur,myndir og fleira. Falleg sængurföt fyrir börn með áletrun og svo getur þú komið sjálf með sængurföt og látið merkja eða setja fallegan texta eftir þínu höfði. Flottar jóladúllur, hárspennur með fiðrildum, púðar með vísum og margt fleira.

Svala K Stefánsdóttir_Gagga handverk og hönnun2Fiðrildahárspennur

Svala K Stefánsdóttir_Gagga handverk og hönnunRammar og púðar með áletrun

GaggaJóladúllur


Blúndugler

Magga í Blúndugler er með frábærar vörur. Glervörur sem hún skreytir merð dúkum frá móður sinni og ömmu til að mynda munstur á gler. Þú getur komið með prjónaðan eða heklaðan dúk sem þú átt og Magga skreytir kökudisk, skál eða fat með honum. Dúkurinn eyðileggst ekki heldur notar þú hann áfram en átt líka t.d. fallegan kökudisk með honum. Algjör snilld hjá Möggu.

Blúndugler4Skálar og diskar

Blúndugler3Fat og fleiri diskar

BlúnduglerSkemmtileg hugmynd

Handverkskúnst

Má ekki gleyma sjálfri mér. Ég var með slatta af prjónavörum sem ég hef prjónað á þessu ári. Sá það að útprjónaðir vettlingar á fullorðna er eitthvað sem rýkur út. Ég var þarna meira til gaman og sé ekki eftir því, skoða það alvarlega að vera með aftur á næsta ári.

HandverkskúnstVettlingar, sokkar, sjöl og uppskriftir

Í lokin á kaffihúsinu þarna var þessi fallegi stóll. Veit því miður ekki nafnið á listakonunni sem prjónaði utan um hann en varð að mynda hann.

LopastóllSkemmtilegur, ekki satt?

Kveð í bili, virkilega gaman að vera með á jólamarkaðnum og mæli með að þú kíkir hafir þú ekki farið áður á svona markaði.

Kveðja
Guðrún María

Októberprjón og frí sokkauppskrift

Aldrei slegið slöku við í prjónaskapnum á þessum bæ, listinn yfir óprjónaða hluti styttist þó ekki þar sem ég er sífellt að fá nýjar hugmyndir og finna uppskriftir af einhverju sem mig langar til að prjóna….eða eins og ég segi: ég bara verð að prjóna þetta. Það kannast nú örugglega fleiri prjónakonur við þetta vandamál mitt 🙂

ZigZag sokkar saman_merkt2Frí uppskrift af þessum fallegu sokkum í þessu bloggi

 

Ég er Disney aðdándi og hef mikið gaman af því að prjóna eitthvað sem tengist þeim teiknimyndum sem eru í gangi hverju sinni. Núna er það teiknimyndin um Frozen prinsessuna Elsu sem flæðir um allt og prjónaðar eru margar flíkur henni til heiðurs. Glitrið í flíkunum er sennilega það sem heillar litlu stelpurnar sem ljóma í flíkum prjónuðum af mömmu, ömmu, frænku eða vinkonu.

Frozen peysa:
Frænka mín hún Þórdís Halla fékk þessa peysu í 7 ára afmælisgjöf.
Uppskriftin er úr Óveðursblaðinu og heitir Bylur, einnig er hægt að kaupa uppskriftina beint frá höfundi á netfangið steinunnbirna@gmail.com
Garn: Easy Care Big og Kartopu Kar-sim
Prjónar: númer 5

Frozen Þórdís2 merkt minnkudFallega Þórdís Halla

Frozen Þórdís merkt minnkud

 

Frozen kjóll:
Aþena ömmugull er einnig mikill aðdánandi að Frozen og fékk hún kjól sem hún er alsæl með.

Uppskrift: kjóllinn er uppúr mér en munstrið úr peysunni Byl er notað.
Garn: Sunseek garn frá handprjón.is
Prjónar: númer 4½

sameinud_minnkud merkt
Aþena kát í kjólnum

Frozen kjóll Aþena merkt minnkud

 

Frozen vettlingar:
Ég átti afgang af Easy Care garninu og prjónaði því eina Frozen klukkuprjónsvettlingar á prjóna nr 5.

Frozen vettlingar Easy Care Big merkt minnkud


Ljónahúfa Móra
Móri ömmugull hefur gaman af gröfum og ljónum. Ég teiknaði þessa húfu fyrr á þessu ári og var ákveðin í að prjóna handa honum ljónahúfu fyrir veturinn. Hann var alsæll með húfuna og tekur hana nánast ekki niður. Aþena fékk Hello Kitty húfu. Báðar prjónaðar með tvöfalt prjón tækninni, hlýjar og góðar húfur í vetur.

Uppskrift sem ég setti saman í kringum ljónið sem ég fann á netinu.
Garn: Heritage sock frá handprjón.is
Prjónar: nr 3½

ljónahúfa og Hello KittyMóri og Aþena sæl með nýju húfurnar sínar

Ljónahúfa sameinuð merkt minnkud

Gíraffa vettlingar:
Rakst á þessa skemmtilegu vettlinga á síðunni hennar Jorid. Þessa bara varð ég að prjóna en ég átti garn sem gekk af þegar ég prjónaði ljónahúfuna þannig að Gíraffa vettlingar urðu fljótprjónaðir.

Uppskrift: Jorids mønsterbutikk
Garn: Heritage sock frá handprjón.is
Prjónar: nr 3½

 Gíraffavettlingar merkt minnkud

 

Jólasokkar fyrir hnífapörin
Svona sokka sá ég á netinu í fyrra en þar sem ég fann ekki uppskrift prjónaði ég mína eigin. Þeir eiga eftir að taka sig vel út með hnífapörunum á  jólaborðinu í ár.

Uppskrift: Jólasokkar, frí uppskrift frá Handverkskúnst
Garn: Kartopu Kar-Sim, frá garn.is

Jólasokkur hnífapör hvítmerkt og m

 

Um miðjan október ákvað ég að fara með Guðmundu dóttur minni á Jólahandverksmarkað í Sjóminjasafninu þann 16. nóvember. Ég hef ekki farið áður á svona sölumarkað en þar sem ég á eitthvað af prjónavörum og hef prjónað smávegis til viðbótar verður þetta bara skemmtilegt.  Nokkrir vettlingar og sokkar hafa verið prjónaðir í þeim tilgangi að selja í nóvember.

Kanínuvettlingar 3-4 ára
Ég er svona að móta vettlinga fyrir þau yngstu sem ná aðeins uppá handlegginn. Þægilegir vettlingar á leikskólann og rólóvöllinn.

Uppskrift: Ég að fikta
Garn: Kambgarn
Prjónar: nr 3

Kanínuvettlingar merkt minnkud

 

Tilbrigði við “Litríku vettlingana”
Þessa vettlinga er að finna í bókinni Vettlingaprjón eftir Guðrúnu S. Magnúsdóttur. Ég notaði stroffið á þeim en ákvað að hafa þá einlita og setja kaðal á framhlíð til að skreyta þá aðeins.

Stærð: 7-8 ára
Garn:  Kambgarn
Prjónar: nr 3,25

tilbrigði við litríku vettlingana merkt minnkud

 

Miðfell 2
Rauðir/orange/bláir vettlingarnir, úr bókinni Hlýjar hendur eftir Ágústu Þóru Jónsdóttur

Uppskrift: Miðfell 2
Stærð: 6-7 ára
Garn: Kambgarn
Prjónar: nr 3

Miðfell 2 Kambgarn merkt minnkud

 

Leikskólavettlingar:
Þægilegir vettlingar, háir upp og renna ekki léttilega af litlum höndum.

Uppskrift: Fikt í mér
Stærðir: 1-2 og 3-4 ára
Garn: Smart
Prjónar: nr 3½

Smart vettlingar merkt minnkud

 

Barnasokkar
Þessir voru prjónaðir eftir uppskrift frá Bitta Mikkelborg. Það eru fullorðinssokkar en ég notaði fínna garn og fékk þessa fínu barnasokka

Uppskrift: Ryggesokker
Skóstærð: 26-27
Garn: Lane Cervinia Strømpegarn
Prjónar: nr 3½

Ryggesokker merkt minnkud

 

Vilje sokkar
Þessa sokka er að finna í bókinni hennar Bitte Sokker – strikkning hele året . Mér þykja þessir sokkar afskaplega fallegir og hef prjónaða þá áður.

Uppskrift: Vilje
Skóstærð: 37-38
Garn: Tove ullargarn frá Sandnes
Prjónar: nr 3½

Vilje sokkar merkt minnkud

Fallegt munstur á þessum sokkum

Vilje sokkar nærmynd merkt minnkud

Zig-Zak sokkar
Þetta zig-zak munstur kemur skemmtilega út á sokkum. Ég sá sokka á Ravelry með þessu munstri og prjónaði þessa bláu. Prjónaði síðan aðra á grófari prjóna ogsá þá að þessa uppskrift er hægt að nota í margar stærðir af sokkum. Þú stýrir stærðinni með misgrófu garni og prjónum, lengd á fæti er síðan eftir því hver verðandi eigandi er.

Uppskrift: Zig-Zak sokkar, frí uppskrift frá Handverkskúnst
Skóstærð: 26-28 /36-38
Aldur: (3-5 ára) / (8-10 ára)
Garn: Smart frá Sandness eða Dale Falk
Prjónar: nr 3,25 (bláu sokkarnir) eða nr 4 (bleiku sokkarnir)

Zig-Zag sokkar Smart merkt minnkud2Smart garn á prjóna nr 3,25

ZigZag sokkar Dale Falk_merktDale Falk á prjóna nr 4

Sokkauppskriftin:

Garn: Ég notaði Smart í bláu sokkana og Dale Falk fyrir bleiku sokkana, 2 dokkur í báðar stærðir
Prjónar: Sokkaprjónar nr 3 fyrir minni sokkana,  sokkaprjónar nr 4 fyrir stærri sokkana.
Prjónfesta:
28 lykkjur á prjóna nr 3 = 10 sm
24 lykkjur á prjóna nr 4 = 10 sm
Stærðir:
Bláu sokkarnir eru í skóstærð: 26-28 (3-5 ára)
Bleiku sokkarnir eru í skóstærð: 36-38 (8-10 ára)

Útskýringar á skammstöfunum:
v: prjónið framan og aftan í lykkjuna
4S: prjónið 4 lykkjur slétt
1Ó+2Ss+STY: ein lykkja tekin óprjónuð, tvær lykkjur prjónaðar sléttar saman, óprjónuðu lykkjunni steypt yfir
sm: sentimetrar
B: prjónið bruðið
S: prjónið slétt
s: saman
2Szs: prjónið 2 lykkjur slétt saman í gegnum aftir lykkjuboga á báðum lykkjum
Sz: prjónað slétt aftan í lykkjuna; í aftari lykkjubogann

ZigZak munstur:
Umferð 1: prjónið slétt
Umferð 2: prjónið *v, 4S, 1Ó+2Ss+STY, 4S, v* endurtakið *-* út umferðina.


Aðferð:
Fitjið upp 52 lykkjur og prjónið stroff 2 slétt, 2 brugðið, 2½ sm. Skiptið yfir í ZigZag munstur og prjónið þar til stykkið mælist 16-17 sm

Hællstykki:
Hællstykkið er prjónað yfir 26 lykkjur á prjóni 3 og 4 en lykkjur á prjóni 1 og 2 eru geymdar á meðan; snúið við og prjónið:

Umferð 1 (frá röngunni): Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið brugðið út umferðina = 26 lykkjur
Umferð 2 (frá réttu): *takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 1 lykkju slétt* endurtakið frá *-* út umferðina. = 26 lykkjur

Endurtakið þessar tvær umferðir þar til;
Minni sokkur: 20 umferðir hafa verið prjónaðar, endið á umferð frá réttunni.
Stærri sokkur: 24 umferðir hafa verið prjónaðar, endið á umferð frá réttunni.

Hælúrtaka:
Umferð 1 (frá röngunni): Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið 14B, 2Bs, 1B, snúið við
Umferð 2 (frá réttunni): Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið 5S, 2Szs, 1S snúið við
Umferð 3: Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið brugðið þar til 1 lykkja er að gatinu, 2Bs, 1B, snúið við
Umferð 4: Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið slétt þar til 1 lykkja er að gati, 2Szs, 1S, snúið við
Endurtakið umferðir 3 og 4 þar til allar lykkjur hafa verið prjónaðar = 16 lykkjur

Skiptið þeim á 2 prjóna og takið upp á hlið hælsins:
Minni sokkur: 10 lykkjur
Stærri sokkur: 14 lykkjur

Umferðin byrjar nú á miðjum hæl (undir il) og er prjónað slétt yfir prjón 1 og 4 en munstur yfir lykkjur á prjóni 2 og 3.
Minni sokkur: nú eru 18 lykkjur á prjóni 1 og 4 en 13 lykkjur á prjóni 2 og 3
Stærri sokkur: nú eru 22 lykkjur á prjón 1 og 4 en 13 lykkjur á prjóni 2 og 3.

Prjónið eina umferð slétt á prjóni 1 og 4, ATH: prjónið lykkjur á hælstykki Sz og munstur á prjóni 2 og 3.

Úrtaka á aukalykkjum:
Prjónn 1: prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóninum, 2Ss, 1S,
Prjónn 2: prjónið munstur
Prjónn 3: prjónið munstur
Prjónn 4: 1S, 2Szs, prjónið slétt út prjóninn

Prjónið 1 umferð án úrtaka (prjónið slétt á prjónum 1 og 4 en munstur yfir prjóna 2 og 3)
Endurtakið þessar tvær umferðir þar til 13 lykkjur eru eftir á prjóni 1 og 4.
2Szs: prjónið 2 lykkjur slétt saman í gegnum aftir lykkjuboga á báðum lykkjum
Sz: prjónað slétt aftan í lykkjuna; í aftari lykkjubogann

ZigZak munstur:
Umferð 1: prjónið slétt
Umferð 2: prjónið *v, 4S, 1Ó+2Ss+STY, 4S, v* endurtakið *-* út umferðina.

Sokkur:
Fitjið upp 52 lykkjur og prjónið stroff 2 slétt, 2 brugðið, 2½ sm. Skiptið yfir í ZigZak munstur og prjónið þar til stykkið mælist 16-17 sm

Hællstykki:
Hællstykkið er prjónað yfir 26 lykkjur á prjóni 3 og 4 en lykkjur á prjóni 1 og 2 eru geymdar á meðan; snúið við og prjónið:

Umferð 1 (frá röngunni): Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið brugðið út umferðina = 26 lykkjur
Umferð 2 (frá réttu): *takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 1 lykkju slétt* endurtakið frá *-* út umferðina. = 26 lykkjur

Endurtakið þessar tvær umferðir þar til;
Minni sokkur: 20 umferðir hafa verið prjónaðar, endið á umferð frá réttunni.
Stærri sokkur: 24 umferðir hafa verið prjónaðar, endið á umferð frá réttunni.

Hælúrtaka:
Umferð 1 (frá röngunni): Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið 14B, 2Bs, 1B, snúið við
Umferð 2 (frá réttunni): Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið 5S, 2Szs, 1S snúið við
Umferð 3: Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið brugðið þar til 1 lykkja er að gatinu, 2Bs, 1B, snúið við
Umferð 4: Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið slétt þar til 1 lykkja er að gati, 2Szs, 1S, snúið við
Endurtakið umferðir 3 og 4 þar til allar lykkjur hafa verið prjónaðar = 16 lykkjur

Skiptið þeim á 2 prjóna og takið upp á hlið hælsins:
Minni sokkur: 10 lykkjur
Stærri sokkur: 14 lykkjur

Umferðin byrjar nú á miðjum hæl (undir il) og er prjónað slétt yfir prjón 1 og 4 en munstur yfir lykkjur á prjóni 2 og 3.
Minni sokkur: nú eru 18 lykkjur á prjóni 1 og 4 en 13 lykkjur á prjóni 2 og 3
Stærri sokkur: nú eru 22 lykkjur á prjón 1 og 4 en 13 lykkjur á prjóni 2 og 3.

Prjónið eina umferð slétt á prjóni 1 og 4, ATH: prjónið lykkjur á hælstykki Sz og munstur á prjóni 2 og 3.

Úrtaka á aukalykkjum:
Prjónn 1: prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóninum, 2Ss, 1S,
Prjónn 2: prjónið munstur
Prjónn 3: prjónið munstur
Prjónn 4: 1S, 2Szs, prjónið slétt út prjóninn

Prjónið 1 umferð án úrtaka (prjónið slétt á prjónum 1 og 4 en munstur yfir prjóna 2 og 3)
Endurtakið þessar tvær umferðir þar til 13 lykkjur eru eftir á prjóni 1 og 4.

Prjónið nú áfram án úrtaka þar til lengd á sokk er 4 sm styttri en rétt lengd á að vera.

Úrtaka á tá:
Nú er prjónað slétt yfir allar lykkjur, prjónið úrtökuumferð þannig:

Prjónn 1: prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir 2Ss, 1S
Prjónn 2. 2Sz, prjónið slétt út prjóninn
Prjónn 3: prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir 2Ss
Prjónn 4: 1S, 2Szs, prjónið slétt út prjóninn

Prjónið 3 umferðir án úrtöku
Prjónið úrtökuumferð
Prjónið 2 umferðir án úrtöku
Prjónið úrtökuumferð
Prjónið 1 umferð án úrtöku
Takið nú í hverri umferð þar til 16 lykkjur eru eftir, prjónið þá 2 lykk jur slétt saman út umferðina = 8 lykkjur eftir. Slítið bandið frá og dragið í gegnum þær sem eftir eru.

Gangið frá endum, þvoið sokkana og leggið til þerris.

 

Zig-Zag sokkar Smart nærmynd_merktNærmynd af munstri sokkanna
ZigZag sokkar Dale Falk nærmynd_merkt

Sokkauppskriftina á pdf formi má nálgast hér

Eigið góða helgi

– Prjónakveðja frá Guðrúnu Maríu

Tags: , , , , , , , , , , , , ,

Jólin nálgast

Það eru að koma jól, ertu byrjuð/byrjaður að föndra fyrir jólin?

Jólasokkur hnífapör hvítmerkt og mHnífapörin taka sig vel út – frí uppskrift

Við mæðgur höfum mjög gaman af því að prjóna og hekla fíngerða hluti. Nú þegar jólin nálgast förum við að hugsa um hluti til að prjóna eða hekla hluti til skreytinga. Þegar ég legg á borð á aðfangadag þykir mér svo skemmtilegt að draga fram eitthvað sem ég nota bara um jólin. Nú í ár ætla ég að skreyta borðið með sokkum utan um hnífapörin.

Þessir sokkar eru ekki mín hugmynd en ég sá þessa mynd á netinu í fyrra og útbjó mína uppskrift af þeim og þykir þeir ansi krúttlegir og hlakka til að sjá þá á dekkuðu jólaborðinu. Servéttuhringir sem móðir mín gaf mér fyrir mörgum árum hafa verið mikið notaðir, þeir verða ekki gleymdir en fá hvíld nú um jólin. Þessir eru heklaðir af konu sem bjó í sama húsi og móðir mín, því miður veit ég ekki nafn hennar.

heklaður servéttuhringur merktur minnkaður

Árið 2012 hannaði ég þessar prjónuðu bjöllur á ljósaseríur. Þar sem ég er lítill heklari en hafði ég lengi horft á allar bjöllurnar sem voru heklaðar um allt og langaði líka í mína seríu. Flottar bjöllur og fallegar á ljósaseríu.

Bjöllur allar merkt minnkudUppskriftin af 4 prjónuðum bjöllum kostar kr 900 og þú getur keypt hana hérna

hekluð sería frá EKG merkt

Hún Elín er með svo margar útgáfur af bjöllum. Smelltu hér til að skoða úrvalið hennar.

Prjónað utan um jólakúlur var verkefni fyrir jólin 2013. Fíngert prjón höfðar mikið til mín og þessar kúlur eru prjónaðar á prjóna nr 2-2½ úr heklgarni nr 10. Þær taka sig vel út á jólatré, sem pakkaskraut, saman í skál eða hvar sem hugarflugið leiðir þær.

prjónadar allar merktAllar 3 tegundir saman komnar, uppskrift fæst hér

jólakúla á tre merktJólakúlan tekur sig vel út á jólatré

Heklaðar jólakúlur voru líka hannaðar af Elínu og gaman að blanda saman hekluðum og prjónuðum jólakúlum.

Heklaðar saman merkt minkud

Jólin eru skemmtilegur tími og það er virkilega gaman af því að hanna fyrir jólin. Ég á 4 dætur og hún Guðmunda mín hannar mikið smáhluti sem hún saumar. Flott handverk hjá henni og gaman að skreyta jólapakka með munum frá henni.

Gudrunardaetur merktKíktu á Facebook síðu hennar og skoðaðu úrvalið.

Við verðum með jólanámskeið þar sem bæði prjónað og heklað verður fyrir jólin:
Akureyri
Grindavík
Reykjavík

Skoðaðu uppskriftirnar okkar:
– Jólasokkur – frí uppskrift (.pdf)
Fríar prjónauppskriftir
Fríar hekluppskriftir
Seldar prjónauppskriftir
Seldar hekluppskriftir

Góða helgi til allra

– Prjónakveðja, Guðrún María

Tags: , , , , , ,

Jólagjöf til þín

**** Frábær þátttaka og allir sem kvittuðu fyrir kl. 16 í dag fá uppskrift senda í kvöld **** 

Tíminn flýgur og jólin eru að koma, þegar ég hef skemmtileg verkefni á prjónunum þá gleymi ég tímanum alveg og hann bara líður hratt áfram.

jolabjollur ekg2

Þessi 35 ljósa sería hangir hjá Elínu enda hún handóð og helkar út í eitt <3

Um helgina fór ég í Húsasmiðjuna og fann loksins ljósaseríu sem er lengja ekki hringur svo loksins gat ég komið prjónuðu og hekluðu bjöllunum mínum fallega fyrir 🙂

jólabjollur GMG

Serían mín komin í gluggann

Eins og margir vita þá gefa þessar bjöllur fallega birtu frá sér og það er svo notalegt að hafa þær hangandi í glugganum. Svo af því að það eru að koma jól langar mig að leyfa sem flestum að njóta þess að hafa prjónaðar bjöllur á sinni ljósaseríu og ætla nú að gefa ykkur uppskrift af tveimur þeirra 🙂

jolabjollur GMG3

Heklaðar og prjónaðar bjöllur saman á seríu

jolabjollur ekg

Hekluðu bjöllurnar hennar Elínar

Ég er mjög litaglöð kona og þess vegna þykir mér marglit sería afskaplega falleg með bjöllum á en þar sem ég ætla að hafa mína uppi í allan vetur hafði ég glæra seríu

hekluð sería frá EKG

Langar þig í bjölluuppskrift af tveimur prjónuðum bjöllum?  Mér þykir afskaplega gaman að gleðja aðra svo það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á póstlistann okkar með því að skilja eftir netfang þitt hér fyrir neðan eða á Facebook síðunni okkar frá kl. 14-16 í dag 17. desember  (það kemur fram kl. hvað þú skilur eftir netfangið svo ég mun fara eftir því).  Ég mun senda ykkur uppskriftina í tölvupósti.

**** Athugið að þessi gjöf er eingöngu í gangi frá kl. 14-16 í dag ****

Jólakveðja
Guðrún María

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur