Category Archives: Vefnaður

Ferðasaga hannyrðanörds

Ég fór í ferðalag um helgina sem gerist alltof sjaldan. Við hjónin skelltum börnunum upp í bíl og keyrðum austur fyrir fjall. Áfangastaðurinn var heilsárshús fjölskyldu vinar okkar, en umræddur vinur beið okkar þar. Amman og afinn byggðu húsið fyrir mörgum mörgum árum og ólu öll sín börn þar upp. Á meðan heimsókn okkar stóð sagði vinurinn okkur sögur af ömmu sinni og heimsóknum hans sem lítill strákur í sveitina til ömmu og afa. Afinn lést fyrir þónokkrum árum en amman lést í fyrra þá 88 ára gömul.

En hvað kemur þetta svo hannyrðum við? Jú amman var mögnuð hannyrðakona. Ég snérist í hringi yfir öllu þarna inni. Amman var húsmæðraskólagengin og hafði greinilega nýtt þá menntun sem hún fékk þar alla ævi. Á árum áður var það ekki eintómt fjör eða föndur að sinna hannyrðum, það snérist ekki allt um að hanna. Það var hreinlega nauðsyn. En amman tók hvoru tveggja með trompi – nauðsyn og sköpun.

Fyrsta sem ég rauk augun í voru svanirnir. Þeir voru frekar skemmtilegir.

20150809_170305 20150809_170318

Í fyrstu taldi ég að þetta veggteppi væri Glitsaumur. En eftir að hafa borið þetta undir sérfræðingana í FB hópnum Útsaumur/Krosssaumur var niðurstaðan að þetta væri Glitvefnaður. Sem sé glitsaumur ofinn í vefstól.

20150808_104109

Fann einnig þennan dúk með Augnsaumi. Mér finnst augnsaumur svo merkilegur því hann er alveg eins beggja megin. En þessi mynd sýnir einmitt réttuna og rönguna. Ég er svo veik fyrir íslenskum útsaum svo mér fannst þetta geggjað.

20150809_161636

Þessi lampi var inni í stofu. Amman hafði hnýtt skerminn. Birtan frá honum var ótrúlega skemmtileg.

IMG_20150809_013814

Ég hef oft verið að hugsa um hvað það væri gaman að hekla utan um glasamottur en aldrei fundið hentugar glasamottur til að hekla utan um. Amman var greinilega langt á undan mér, en hún hefur heklað þessar glasamottur fyrir mörgum árum.

20150809_170443

Ég fann heilan kassa af rúmfötum – með sögu – eins og kassinn var merktur. Rúmfötin voru dásamleg. Það var búið að setja í þau milliverk, dúllur og blúndur. Heklið svo fíngert að ég varð að rýna í það til að sjá hvort þetta væri ekki örugglega handgert en ekki búðarkeypt.

20150808_153007

20150808_153115

IMG_20150808_153506

Eftir því sem mér skilst voru amman og afinn með vinnuaðstöðu í kjallaranum. Afinn vann með tré og amman með ull. Kjallarinn er fullur af dýrgripum og mig hreinlega verkjaði mig langaði svo að taka margt af þessu með mér heim. Í kjallaranum voru vefstólar, rokkar, garnvindur, prjónavél, kambar, spunavélar, garn og ULL! Helling af ull.

20150809_162134

Rokkarnir. Tveir gamlir íslenskir og einn nýrri sem er af gerðinni Louet var mér sagt af öðrum hannyrðanörd.

20150809_161928

Vél sem kallast á ensku Lazy Kate og er “nútímagræja” til að spinna garn.

20150809_161510

Þetta borð er með fótstigi og einhverri vél og er að ég held nýtt til þess að spinna ull. En ég hef aldrei séð svona áður og hef því í raun enga hugmynd um hvað þetta er.

20150809_161458

Ýmsar hannyrðir. Útsaumur og vefnaður.

20150808_135007

20150809_162125

Í þessum kössum er ull og ekkert nema ULL. Í stóra brúna kassanum og hvítu fötunni er angóruull. Amman ræktaði kanínur og vann af þeim ullina, barnabörnin nutu svo góðs af að fá prjónaðar flíkur sem voru dásamlega mjúkar.

20150809_161056

Amman var í því að jurtalita ull. Ég þykist viss um að þessi ull sé lituð af henni.

20150809_160939

Í kjallaranum var að finna helling af ull. Ég var ekki klár á því hvað var spunnið af ömmunni og hvað ekki. En ég fann eitthvað af garni sem ég er viss um að sé litað og spunnið af ömmunni.

20150809_161340

20150809_161427

20150809_161441

Ég fann nokkrar stílabækur meðal prjónablaðanna. Amman hafði greinilega skrifað hjá sér minnispunkta um verkefnin sem hún gerði. Fannst þetta afskaplega dýrmætt.

IMG_20150809_155853

Ég eyddi nú ekki allri helginni í kjallaranum að snúast í hringi um ull. Ég átti góðar stundir með fjölskyldunni og vinum. Við Maía Sigrún tókum nokkra góða göngutúra á nærliggjandi sveitabæ að skoða kýrnar, hænurnar og hestana.

20150808_173024

Maía tók sig vel út í sveitinni í vaðstígvélum og færeysku peysunni sem amma hennar prjónaði á hana.
Það er sko gott að eiga góða ömmu!

Nördakveðjur
Elín

Handavinna & Endurvinnsla

Þar sem ég hef verið að kynna mér endurvinnslu betur síðast liðna mánuði og er farin að endurvinna meira heima þá fannst mér tilvalið að vinna verkefni í skólanum út frá endurvinnslu hugtakinu þegar það stóð til boða. Sjálfbærni, endurnýting og endurvinnsla spila stór hlutverk í nýrri aðalnámskrá í öllum fögum grunnskólans, líka Textílmennt. Eftir að ég byrjaði í námi hef ég komist að því að textíliðnaðurinn er svakalega mengandi, en ég hafði ekki hugmynd um það áður fyrr.

Þessar myndir eru af prufum sem ég gerði fyrir verkefnið. Hugsunin var að fá börn (og fullorðna) til þess að sjá notagildi úr verðlausum hlutum sem færu venjulega i ruslið. Hugsa út fyrir kassann og skapa eitthvað óvenjulegt. Þetta eru alls ekki flókin textílverk en duga til að æfa einföldustu handtökin í nokkrum textílþáttum og fingrafimi.

Ef þú setur músabendilinn yfir myndirnar sérðu hvaða efniviður var notaður.
Einnig er hægt að smella á myndirnar til þess að skoða þær stærri.

Handavinnukveðjur
Elín

Tags: , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , ,

Vefur á víðavangi

Ég var í IKEA í gær að versla. Ég elska IKEA. Þar rakst ég á þennan stóra vefstól í metravörudeildinni. Við hliðin á var fata með efnisræmum og stendur öllum til boða að taka þátt í að gera þennan vef. Mér fannst þetta snilld og hefði vel verið til í að vefa smá. En ég var með tvö 1ns árs kríli með mér sem voru ekki alveg jafn spennt fyrir þessu og ég.

Þetta fékk mig samt til að hugsa um að vefa. Mér finnst rosalega gaman að vefa og er svaka spennt fyrir því að vefa eitthvað um þessar mundir. Eina vandamálið við vefnað er að mér hefur ekki enn tekist að finna verkefni sem er mjög nytsamlegt. En ég er að vinna í því.

Image

Um daginn vorum við Móri svo úti að leika á leikskóla hérna í hverfinu og rákumst þá á þetta vef-graff sem krakkarnir hafa verið að gera. Mér finnst þetta alveg hreint yndislegt og krúttað að vita að litlu krakkarnir hafa verið að dunda sér við þetta.

Image

Krakkar í Vesturbæjarskóla hafa líka vef-graffað á girðingu hjá sér í skólanum. Það fær mig alltaf til að brosa þegar ég keyri þarna fram hjá. Og í hvert skipti þá ætla ég að stoppa á leiðinni til baka og taka mynd af því – en í hvert skipti þá gleymi ég því.

Ef þið hafið áhuga á vefnaði þá er ég búin að safna saman fullt af hugmyndum að verkefnum fyrir krakka – og fullorðna – á Pinterest. Kíkið við.

Elín c”,)

Vefnaður

Þá er komið að vefnaðarhluta ferilmöppunar minnar. Ég hafði ekkert smá gaman af vefnaði. Oft þá var ég samt ekki viss um notagildi þess sem ég var að gera. En ég skemmti mér konunglega á meðan ég var að þessu c”,)

Fyrsti vefurinn minn. Mjög svo einfaldur.


Næsti vefur. Fríhendis.


Uppáhaldsvefurinn minn. Mynsturvefurinn.

Fann alveg fullt af mismunandi vefnaðarmynstrum, flest voru ætluð fyrir körfugerð. Eitt sem ég fann var svokallaður Soumak hnútur. Sá vefur kemur út eins og prjón á réttunni. Mjög svo töff. Safnaði saman þeim myndum sem ég fann á Pinterest vefnaðar spjaldinu mínu.


Loðni vefurinn minn.
Gerður með fullt af garni allt með mismunandi áferð.
Kemur virkilega vel út að hafa loðið garn í vef.


Afmælisvefurinn.

Eitt verkefnið var að gera vef sem var úr e-u sem var ekki garn. Helst e-u endurunni. Þetta er afmælisvefurinn minn. Ég fékk auðvitað fullt af gjöfum og geymdi utan af sumum þeirra. Í afmælisvefnum er Sellófan, Plastpoki, e-ð mjúkt efni utan af blómvendi og pakkabönd. Reyndi að nota afmælispappír en hann rifnaði bara.


Sjöan

Við tökum alltaf mánaðarmyndir af Móra. Ég hef verið að setja tölustaf í ramma og gera hann á mismunandi máta. Hef saumað út, perlað, prjónað, teiknað. Og fyrst ég var öll í vefinu þá var tilvalið að vefa handa honum sjöu.


Móri 7 mánaða.


Ofið utan um geisladisk.


Fann svo geggjaðar leiðbeiningar á blogginu Make it…a Wonderful Life þar sem sýnt var hvernig ætti að vefa utan um geisladisk. Ég hugsa að flestir eigi auka disk heima hjá sér og þetta er mjög auðvelt. Ég held að krökkum gæti fundist þetta mjög skemmtilegt. Svo mætti hengja diskinn upp í glugga og þegar sólin skín á hann þá kemur mynstur á vegginn. Hve töff er það?!


Ofið röraband.


Hægt er að gera flott vinaband eða jafnvel bókamerki með því að vefa utan um sogrör. Þú þræðir bönd í gegnum rörin, vefar í kringum þau, kippir svo rörunum í burtu og voila þú ert með fínasta vef. Slóðin á bloggið sem ég fann þetta á virkar því miður ekki lengur svo ég get ekki linkað því.


Ofið utan um kókflöskur.


Mér finnast þessar flöskur svo töff. Ég valdi litina á stærri flöskuna en honum Mikael fannst þetta alveg hreint glatað litaval hjá mér svo hann valdi nýja liti fyrir mig og ég gerði aðra flösku. Mér finnst þær báðar mjög töff.

Fann blogg hjá konu – that artist woman – sem ég held að sé grunnskólakennari í USA. Hún allavegana póstar hellings af föndurhugmyndum sem hægt er að gera með krökkum. Hugmyndin kemur frá henni. Hún notaði þó jógúrtdollur sem hún var búin að setja pappír yfir (paper mache) og ég nennti því ekki. Það er hægt að nota ýmislegt á heimilinu sem annars færi kannski bara í ruslið til þess að gera svona. Til dæmis plast dollur, mjólkurfernum eða gosflöskur.


Ofnir myndarammar.


Fann hugmyndina að þessum geggjuðu sólum á blogginu Michele made me. Ég klippti út morgunkornskassa og pizzakassa (ofnpizzu). Skar svo raufir í hringinn svo hægt væri að vefa í pappann. Með því að hafa sléttatölu eða oddatölu af raufum í pappanum þá kom mismunandi mynstur. Mér datt í hug að þetta gætu verið myndarammi þar sem það var auður hringur í miðjunni. Ég var ekki með neinar myndir á lausu svo ég klippti út myndir úr Fréttablaðinu.
Mér fannst þetta svo geggjað flott hjá mér að ég ákvað að þetta yrði kennsluverkefnið mitt í vefnaðinum.

Í leit minni að hugmyndum að vefnaði með krökkum fann ég alveg heilan helling. Hef safnað því saman á Pinterest ‘Vefað með börnum‘ töfluna mína. Ef ykkur langar að vefa þá mæli ég með því að þið kíkið við.

Það er leikur að læra

Það er svo gaman í skólanum. Ég er varla að trúa því að þetta geti verið satt. Að vera að í Háskóla að læra handavinnu. Lífið gæti ekki orðið betra. Verkefnin næstu tvær vikurnar eru Vefnaður og Prjón. Ég kunni ekki alveg að vefa – það er nú ekki flókið – en var bara nokkuð fljót að ná þessu.

Ég hef svo oft séð svona ofin verk og ekki fundist þau neitt sérstaklega falleg. Nú er ég farin að vefa og þó vefnaðurinn minn sé ekkert öðrvísi en það sem ég hef séð hjá öðrum þá finnst mér þetta einstaklega fallegt. Hverjum þykir sinn fugl fagur.


Fyrsta mottan sem ég gerði. Mjög einföld.


Önnur mottan sem ég gerði.
Var að reyna að leika mér með að gera e-ð öðrvísi og hafa þetta svona fríhendis.


Þriðja mottan mín og sú flottasta hingað til.
Var að prufa mig áfram í að gera nokkur mismunandi mynstur.


Hef verið að grúska á netinu og fundið nokkrar hugmyndir. Það er þó ekki auðvelt að finna mikið um vefnað á netinu. Næst á dagskrá er að reyna að sortera úr öllum hugmyndunum í hausnum á mér og koma því skipulega frá mér. Það er oft auðveldara sagt en gert.

Svo er það prjónið. Það er um spennandi en um leið krefjandi. Ég hef minnst á það áður að ég prjóna á enskan máta en á Íslandi tíðkast það að prjóna á evrópskan máta. Þannig að ég er að prjóna á minn máta og reyna að prjóna það svo aftur á nýjan máta. Það er frekar gremjulegt að vera að rembast við að prjóna brugðið erfiðu leiðina þegar ég kann auðveldari leið og væri mun fljótari. EN mig langar að kunna bæði og þarf í raun að kunna það ef ég ætla mér að vera kennari.

Svo er ég í einum öðrum áfanga, íslensku og stærðfræði, hann er ekki val heldur skylda. Það verður erfiðast að taka frá tíma til að læra fyrir þann áfanga því mig langar auðvitað alltaf til að gera handavinnuna frekar.

Svo til að toppa allt saman þá ætlum við mamma að fara af stað með námskeið í hekli og prjóni. Erum komnar með FB síðu Handverkskúnst. Ætla samt að blogga betur um það næst.

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur