Kollvarps Krosssaumur

Sorglegt en satt þá hefur verið lítið um hekl hjá mér upp á síðkastið. Enn einn yndislegur fylgisfiskur meðgöngunnar er mættur á svæðið – í þetta sinn er það sinaskeiðabólga. Eins ákveðin og ég var í að hætta alls ekki að hekla þá er sársaukinn ekki þess virði. Ég er þó ekki hætt alveg að hekla, stelst til að hekla smá og smá í einu.


Af þessum ástæðum tekst mér ekki að sinna markmiðinu sem ég hafði sett mér að hekla 30 ferninga á 30 dögum.


Ég hef verið að sauma krosssaum upp á síðkastið og virðist það ekki fara jafn illa í hendurnar á mér. Ég fæ þó stundum nálardofa af því að halda á nálinni.


Hendi inn myndum af kollvarps krosssaumi – eða Subversive Cross Stitch – sem ég gaf barnsföður mínum í jólagjöf. 

Fann textann á Flickr
Þetta er lína úr lagi eftir Tori Amos

  

Eins og vanalega þá er Guðmunda kisa alltaf nálægt þegar handavinna er mynduð.


Ef ykkur vantar stafi til að sauma eftir þá er þetta brilliant síða þar sem hægt er að búa til sinn eigin texta, 6 mismunandi leturgerðir.


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur