Bíbí og blaka

Stundum byrjar mar á heklverkefni en er ekki alveg viss hvort mar sé að fíla verkefnið eða ekki. Svo þegar það verkið tilbúið þá er útkoman miklu betri en mar þorði að vona og mar er í skýjunum. Þessir fuglar eru þannig verkefni.

005 copy

Nágrannakona mín var svo hrifin af steininum sem ég heklaði utan um og spurði mig hvort ég væri til í að hekla smá skraut á tréð sem stendur á tröppunum hjá okkur. Tréð vex á þann einkennilega máta að það er stórt bil á milli efstu greinanna og þeirra sem næst koma í trénu,

009 copy

Ég fór að velta þessu fyrir mér og mundi þá eftir þessum  fuglum sem heklbloggarinn Lucy, betur þekkt sem Attic24, gerði fyrir nokkrum árum. Uppskriftin er frí á blogginu hennar og hefur verið mjög vinsæl í gegnum árin.

004 copy

Það er fyndið að hugsa til þess að þegar ég sá þessa fugla fyrst hjá henni Lucy fannst mér þeir frekar óspennandi og skildi ekki hvers vegna þeir voru svona vinsælir. En í dag finnst mér þeir mjög smart og finnst mínir fuglar auðvitað ekkert nema flottir. Svona breytist smekkurinn með árunum.

003 copy

Uppskriftina finnur þú hér á blogginu hennar Lucy.
Hún notar UK skammstafanir. Þýðingar á skammstöfunum finnur þú hér.
Ég notaði afganga af bómullargarni sem ég átti til, mest Mandarin Petit, og heklunál nr. 3.

Heklkveðjur
Elín c“,)

 

Skildu eftir svar