11 árum seinna

Kannast e-r annar við það að byrja á verkefni, klára það ekki alveg og geyma inní skáp í mörg ár? 
Þegar ég var ólétt af Mikael mínum árið 2001 saumaði ég 4 kisu myndir sem ég ætlaði mér að hafa í herberginu hans. E-ð gekk mér illa að finna ramma sem myndirnar pössuðu í og því enduðu þær ofan í skúffu. Með tímanum óx Mikael kallinn svo upp úr þeim og þær komu ekkert upp úr skúffunni.
Núna 11 árum síðar hef ég LOKSINS sett myndirnar í ramma!
Það var alveg smávegis púl að koma myndunum í ramma án þess að þær yrðu skakkar.
En að lokum tókst það og tókst bara vel.

Ekki nóg með það
heldur gerðist ég svo fræg í dag
að hengja myndirnar upp á vegg í herberginu hans Móra.

Það skemmir alls ekki fyrir að litirnir í myndunum
eru þeir sömu og í teppinu sem ég heklaði handa honum Móra mínum,
óróanum hans og fleira dóti.
Ætli blár og appelsínugulur verði ekki bara þema litirnir í herberginu hans.
Kemur bara frekar vel út þótt ég segi sjálf frá.

Hér er svo prinsinn. í herberginu sínu.
6 mánaða gamall og nýbyrjaður að sitja.
Algert krútt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur