Menningarlega ég

Ég hef ekki verið jafn upptekin yfir helgi síðan ég bara veit ekki hvenær. Var alveg ótrúlega menningarleg aldrei þessu vant.

Strætógraff:
Ég var búin að gera 8 stykki – eða 4 sessur og 4 bök – til að graffa í strætó. Plús þá var ég með tvær fánalengjur. Mætti á svæðið um klukkan 4 á föstudaginn. Ætlaði að vippa þessu af og koma mér svo heim því ég var búin að vera e-ð óhress um daginn. En um leið og ég var komin á staðinn og byrjuð að sauma í sætin hresstist ég öll við. Það var samt fokk erfitt að sauma heklið fast við sætin. Ég var svo heppin að klókar konur í hópnum höfðu komið með bognar nálar sem allir gátu fengið. Annars hefði þetta tekið mig alla nóttina. Þegar klukkan var orðin 8 var ég búin að sauma 4 stykki föst og byrjuð á því 5ta en gat ekki gert meir þar sem ég var orðin stútfull af mjólk og heima beið ungur maður sem vildi fá hana.
Verkið tók í heild sína rúma 7 tíma og er strætóinn svo flottur að ég á ekki nógu stór orð til að lýsa því.
Myndir segja meira en 1000 orð og er hægt að nálgast fleiri og betri á bloggi graffhópsins Reykjavík Underground Yarnstormers.

Markaður Káratorgi:
Á menningarnótt (dag) fórum við systur Guðrúnardætur og vorum með vörurnar okkar til sölu á markaði. Það var svo svakalega heitt og næstum enginn vindur á torginu. Ég hélt það myndi líða yfir mig af hita. Salan gekk ágætlega. Hitti fullt af fólki. En ég veit ekki hvort ég nenni að vera á svona markaði aftur. Hefði eiginlega frekar langað til að vera á rölti um bæinn með strákunum mínum. Geri það næst c“,)Borðið okkar.
Stórglæsilegt þótt ég segi sjálf frá.


Slaufu-spennur í hárið.


Nælur.


Eyrnalokkar.


Veggskraut.

  


Bókamerki.


Hálsmen.


Nafnspjöld okkar systra.


Krukkurnar mínar komnar með litríka merkimiða.


Mér finnst þessi litagleði æðisleg.


Markaðslíf.


Móri kom að heimsækja mömmu sína á markaðinn.

  


Mikael heimsótti mömmu sína líka
en fannst markaðslífið ekkert sérlega spennandi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur