Heklaður skvísu kragi – uppskrift í Bændablaðinu

Ég var að taka til og fara í gegnum alls kyns dót í nýju vinnunni minni (aka nýju búðinni okkar) og fann heklaðann kraga. Mér finnst svona kragar svo flottir og í hvert sinn sem ég sé mynd af svona kraga þá langar mig að hekla svoleiðis. Finnst svo sætt að sjá litlar stelpur í fínum fötum með svona kraga. Og finnst svo töff að sjá flottar týpur með svona kraga.

skvísukragi8

Ég hugsaði með mér að yngri stelpum gæti fundist flott að eiga kraga úr svona glimmer garni og ákvað því að hekla kraga á Maíu dóttir mína og Aþenu systurdóttur. Og þannig varð þessi skvísukragi til. Uppskriftin er í raun sú sama nema ég fækkaði umferðum.

skvísukragi3

skvísukragi1

Aþenu fannst kraginn sem ég heklaði handa henni æðislegur. Hún elskar allt sem er bleikt svo kannski var það nóg…en ég held að henni hafi fundist kraginn flottur líka. Maía kippti sér ekkert sérstaklega upp við sinn kraga, sem er ekkert óeðlilegt þar sem hún er bara 20 mánaða.

Aþena mín var meira en til í að pósa fyrir mig á nokkrum myndum.

skvísukragi5 skvísukragi4

Fröken Maía Sigrún var ekki alveg jafn liðleg og vildi bara borða sand. Myndirnar urðu mjög skemmtilegar fyrir vikið…en ekki alveg myndir sem eiga heima í Bændablaðinu.

skvísukragi6 skvísukragi7

Uppskriftin birtist í Bændablaðinu í dag á bls. 49, einnig er hægt að sækja hana rafrænt hérna á síðunni okkar.

Njótið vel c“,)
Heklkveðjur Elín

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur