Tvöfalt hekl

Í mars 2010 fór ég til Bandaríkjana og keypti mér rosa flotta bók sem heitir Interlocking Crochet. Ég hef flett reglulega í gegnum hana en aldrei byrjað á neinu verkefni. Núna um daginn ákvað ég að prufa loksins og hófst handa við að læra. 

Óþolinmóða ég las samviskusamlega allar leiðbeiningarnar en varð frekar pirruð því mér fannst þær bara ekki nógu hjálplegar. Sem betur fer hefur höfundur bókarinnar gert YouTube myndbönd þar sem hún sýnir hvernig á að gera þetta. 

Draumurinn er að gera heilt teppi með tvöföldu hekli en fyrst um sinn gerði ég pottaleppa og prufur því mig langaði að prufa fleiri en eitt munstur.

Lóðréttar rendur á einni hlið láréttar rendur á hinni.

Zikk Zakk mynstur sem hallar í sitt hvora áttina.
Prufaði að skipta um lit í þessu mynstri. Kemur skemmtilega út.

Kassar og krossar.

Þetta finnst mér alveg virkilega flott.

Og svo uppáhalds. Mér finnst þetta mynstur bara alltof flott. Alltof!

Þessi bók fæst á Íslandi ef e-m langar að kaupa. Ég hef séð hana á fleiri en einum stað. Minnir í Ömmu Mús og A4.


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Handverkskúnst notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á handverkskunst.is

  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • devicePixelRatio

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur